Flokkur: "Tilbeiðsla"

09.05.10

  10:15:32, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 172 orð  
Flokkur: Tilbeiðsla

Íhugunarefni rósakransins: Fögnuður - þjáning - dýrð

Hinum svonefndu leyndardómum (e. mysteries) eða íhugunarefnum rósakransins má skipta í þrjá flokka; fagnaðarrík, þjáningarfull og dýrðleg. Þessi skipting hefur varað lengi en Jóhannes Páll II páfi bætti árið 2002 við hinum skíru íhugunarefnum og verður ekki fjallað um þau hér. Hin hefðbundna skipting íhugunarefna er þannig að á mánudögum, fimmtudögum eru fagnaðarrík íhugunarefni, á þriðjudögum og föstudögum eru þjáningarfull íhugunarefni en á miðvikudögum og laugardögum eru dýrðleg íhugunarefni.

Read more »

04.04.07

  21:15:32, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 147 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Tilbeiðsla, Trúarpælingar

„Getið þér ekki beðið með mér eina stund?“

„Getið þér ekki beðið með mér eina stund?“ Þess spurði Jesús lærisveina sína í grasgarðinum. Þessum orðum Jesú er beint enn í dag til fylgjenda hans til hvatningar til að dvelja með honum á bæn. Því er hefð að biðjast fyrir í kaþólskum kirkjum að lokinni kvöldmessu á skírdag. Í Kristskirkju í Landakoti er kvöldmáltíðarmessa kl. 18 og tilbeiðsla altarissakramentisins við Jósefsaltarið til miðnættis. Í Maríukirkju við Raufarsel Breiðholti er tilbeiðslustund að lokinni kvöldmessunni sem hefst kl. 18.30. Í Jósefskirkju Hafnarfirði er messa kl. 18.30 og tilbeiðsla altarissakramentisins til kl. 21. Í Barbörukapellu í Reykjanesbæ er messa kl. 19 og tilbeiðsla til kl. 21. Í Stykkishólmi er messa kl. 18 og tilbeiðsla til kl. 22. Á Ísafirði er messa kl. 19 og tilbeiðsla til kl. 21. Á Akureyri er messa kl. 18 og tilbeiðsla til miðnættis.

01.12.06

  19:59:44, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 57 orð  
Flokkur: Tilbeiðsla, Páfinn

Bænarefni páfa í desember 2006

„Að Kristur, af hjarta lítillátur, megi vera forráðamönnum þjóða fyrirmynd um að nota vald sitt skynsamlega og af ábyrgð.“

„Að trúboðar um allan heim megi sinna köllun sinni með gleði og brennandi áhuga og feta af trúfesti í fótspor Krists.“

--
Heimild: Kaþólska kirkjublaðið bls. 6 nr. 12, 2006

24.02.06

  22:03:37, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 273 orð  
Flokkur: Tilbeiðsla, Trúarleg tónlist og textar

Gunnar Þórðarson semur messutónlist

Morgunblaðið greindi frá því 23. febrúar síðastliðinn að hinn landsþekkti tónlistarmaður Gunnar Þórðarson hefði samið nýtt tónverk sem hann nefnir Brynjólfsmessu, í tilefni af 400 ára afmæli Brynjólfs Sveinssonar biskups í Skálholti. Brynjólfsmessan verður frumflutt Í Keflavíkurkirkju 25. mars. Flytjendur eru 25 manna hljómsveit, 100 manna kór, 50 manna barnakór auk söngvaranna Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar. Verkið verður svo flutt aftur 26. mars í Skálholtskirkju og 29. mars í Grafarvogskirkju og tekur verkið um 50 mínútur í flutningi.

Read more »