Í þættinum "Samtal um siðbót" [1] sem útvarpað var á RÚV rás 1 í gær, miðvikudag 27.8. 2014 féllu þau orð að kenning kaþólsku kirkjunnar um hreinsunareldinn væri ekki biblíuleg, þetta væri kenning sem fram hefði komið á 7. öld á tímum Gregors mikla. Sá sem svo mælti var gestur þáttarins dr. Gunnar Kristjánsson prófastur á Reynivöllum í Kjós.
Í tilefni af þessu ummælum mætti benda hlustendum Rásar 1 á pistilinn: "Af hverju vitum við að Hreinsunareldurinn er til[2]" eftir kaþólsku fræðikonuna sem skrifar undir dulnefninu Philumena. Í pistli Philumenu kemur fram að tilvist hreinsunareldsins megi ráða bæði af orðum Páls og Jóhannesar í Nýja Testamentinu sem og af ákveðnum ritningartextum í Gamla Testamentinu en þó aðallega í síð-kanónísku ritunum.
Dagskrá Hólahátíðar sem verður nú um helgina 13.-15. ágúst er sem hér segir:
Föstudagur 13. ágúst
Kl. 20.30 Málþing í Auðunarstofu: Unga fólkið og kirkjan.
Þorgeir Arason og Anna Dúa Kristjánsdóttir flytja ávörp og sitja fyrir svörum.
Laugardagur 14. ágúst
Kl.7.00 Brottför með rútu í pílagrímagöngur dagsins. Pílagrímagöngur úr tveimur áttum:
Sunnlenska fréttablaðið greindi frá því 5. ágúst sl. að uppbygging Þorláksbúðar í Skálholti væri langt komin. „Hlaðið er utan um fornu rústirnar þeim til verndar og í samráði við fornleifavernd. Þær munu verða sýnilegar innan byggingarinnar... Vonast er til að hægt verði að vígja Þorláksbúð í lok næsta árs eða í upphafi 2012.
Skálholtshátíð verður dagana 17. og 18. júlí en hún er haldin þann sunnudag sem næstur er Þorláksmessu á sumri sem er 20. júlí. Þann dag árið 1198 voru bein Þorláks biskups helga Þórhallssonar tekin úr jörðu og skrínlögð.
Cwnews.com - London. Mikil átök innan anglíkönsku kirkjunnar um málefni sem lúta að vígslum homma og kvenna hafa sett samskiptin við anglíkönsku kirkjuna í hættu. Þetta kom fram í máli Kasper kardínála sem hann flutti á Lambeth ráðstefnu anglíkönsku kirkjunnar nýlega. [Tengill] Kardínálinn sagði að með gjörðum sínum þá tækju Anglíkanar sér stöðu með mótmælendum fremur en með kaþólskum og orþodoxum.