Flokkur: "Dulhyggja"

Blaðsíður: 1 2

24.02.20

  16:34:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 179 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Bænir

Öndunaræfingar af trúarlegum toga

Sum nútíma snjallúr innihalda smáforrit sem minna fólk á að slaka á í erli dagsins og gera róandi öndunaræfingar. Í þessu sambandi má minna á að sambærilegar öndunaræfingar í trúarlegum tilgangi eru vel þekktar í hinni kristnu trúarhefð. 

Jón Rafn Jóhannsson sem lést á árinu 2018, meðlimur í leikmannareglu Karmels, landmælingamaður, kortagerðarmaður og mikilvirkur þýðandi rita af trúarlegum toga skrifaði til dæmis árið 2006: 

„Mig langar að segja ykkur frá ákalli til hins Alhelga hjarta Jesú sem ávallt er unnt að grípa til í erli dagsins og þegar illar hugsanir og freistingar sækja á okkur. Það er svona:

Alhelga hjarta Jesú, miskunn!

Þegar við öndum að okkur segjum við: Alhelga hjarta Jesú. Síðan nemum við staðar í hjartanu nokkur andartök, og segjum síðan með útönduninni: Miskunn! Þannig streymir miskunn hans yfir líkama okkar, sál og anda. Þetta hefur gefist mér, bersyndugum manninum, afar vel. Öll verðum við iðulega að kjósa á milli góðs og ills á pílagrímsgöngu okkar á jörðinni. Slík áköll hjálpa okkur til að ganga Veg lífs og hlýðni boðorða Drottins."

Sjá pistil Jóns í heild sinni hér: [Tengill]. 

Alhelga hjarta Jesú, miskun!

24.12.14

  20:43:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 200 orð  
Flokkur: Helgir menn, Dulhyggja, Jólin

Frásögn Brentano af fæðingu Drottins - heilagt innsæi eða tilfinningaþrunginn skáldskapur?

Þýska skáldið Clemens Brentano tók að sér að skrifa niður frásagnir nunnunnar Anne Catherine Emmerich, þar sem hún lýsir sýnum þeim sem hún upplifði frá barnæsku og síðar meir sem nunna. Fyrir nokkrum árum þýtti ég stutta kafla úr enskri þýðingu bóka Brentano þar sem lýst er undirbúningi fæðingar Drottins. Þýðingar þessar er að finna hér og hér.

Þegar systir Emmerich var tekin í blessaðra tölu af Jóhannesi Páli II páfa árið 2004 var tekið fram að þessi vegsauki hlotnaðist henni ekki vegna rita Brentano, sem sumir telja að stórum hluta vera skáldskap, heldur vegna helgi nunnunnar. Hvað svo sem segja má um rit Brentano þá er enn óútskýrt hvernig á því stóð að hægt var að nota kafla úr þessum ritum til að finna fornleifar skammt frá hinni fornu borg Efesus sem nú er í Tyrklandi, fornleifar sem kristnir menn telja að hafi verið dvalarstaður hinnar heilögu meyjar. En hvorki Brentano né Emmerich komu nokkru sinni til Tyrklands.

Þótt menn efist um trúverðugleika rita Brentano verður að segjast að myndirnar sem dregnar eru upp af fæðingu Drottins gætu eins vel átt heima í vísindaskáldsögu eins og rómantísku verki frá 19. öld ef tilfinningaþrungnum lýsingarorðum væri fækkað aðeins.

Endurbirtur pistill. Birtist áður 25.12.2013

01.12.12

  19:28:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 96 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Önnur trúarbrögð, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Ástralskur munkur varar við Jóga, Tai Chi og Reiki

Ástralskur La Salle munkur Max Sculley, hefur skrifað bók með titlinum "Yoga, Tai Chi, Reiki: A Guide for Christians". Í bókinni færir hann rök fyrir því að þessar leiðir geti verið varasamar því breytt stig meðvitundar geti opnað á undirliggjandi veilur og einnig fyrir hættum andaheimsins. Sjá frétt Zenit um bókina hér: http://www.zenit.org/article-36066?l=english og einnig ávarp bróður Sculley á vefsetrinu YouTube hér:

[youtube]htK2lg-E6Rk[/youtube]
Beinn tengill: http://www.youtube.com/watch?v=htK2lg-E6Rk

Bókin er gefin út af Connor Court Publishing og hægt er að kaupa hana á vefsetrinu http://www.mustardseed.org.au. Á eftirfarandi tengli er hægt að sjá yfirlýsingu bandarískra biskupa um reiki: http://old.usccb.org/doctrine/Evaluation_Guidelines_finaltext_2009-03.pdf

04.08.12

  07:36:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1254 orð  
Flokkur: Helgir menn, Dulhyggja

Hl. Jóhann María Vianney verndardýrlingur sóknarpresta

Fjórða ágúst er minning hl. Jóhanns María Vianney prests en hann er verndardýrlingur sóknarpresta. Í því tilefni er hér endurbirtur pistill sem birtist áður þennan dag árið 2006:

I
Jóhann María Vianney fæddist í Dardilly nálægt Lyon árið 1786, sonur fátæks bónda. Prestsnám hans spannaði árin 1806 til 1815 að vísu með fjórtán mánaða hléi þegar hann fyrir mistök var eftirlýstur fyrir liðhlaup og varð að fara í felur. Oft lá nærri að hann næðist. Einu sinni faldi hann sig í heybing og sverðsoddur leitarmanns stakkst á milli rifja hans. Þetta mál komst á hreint og hann gat haldið áfram að læra. Námið sóttist honum mjög seint. Hann var ómögulegur í latínu og því fékk hann ekki inngöngu í prestaskólann í Lyon, en gamall sóknarprestur tók hann í einkakennslu, því guðsótti og góðmennska Jóhanns sannfærði gamla prestinn um hæfileika hans til prestsskapar.

Read more »

13.05.12

  20:16:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 37 orð  
Flokkur: Opinberanir

95 ára afmæli birtinganna í Fatíma

Í dag eru 95 ár liðin frá upphafsdegi birtinganna í Fatíma í Portúgal. Hér er tengill á frétt af hátíðahöldum af því tilefni. Á þessari tilvísuðu vefsíðu er einnig hægt að finna frásagnir af atburðunum sem urðu þar 1917.

24.12.10

  16:53:24, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1479 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Jólin, Opinberanir

„Fæðing Drottins“

Frásögn sjáandans hinnar blessuðu Anna Katharina Emmerick (1774-1824)

„Ég sá ljómann í kringum meyjuna blessuðu aukast og verða meiri. Ljósið frá lömpunum sem Jósef hafði kveikt var ekki lengur sýnilegt. Meyjan kraup á teppi sínu í víðum kufli sem breiddur var út í kringum hana og hún sneri andlitinu í austur. Um miðnætti var hún gagntekin af alsælu í bæn. Ég sá að hún lyftist þannig að ég sá í gólfið fyrir neðan hana. Hendur hennar hafði hún krosslagðar á brjósti sér.

Read more »

07.07.10

  06:50:46, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 140 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Trúarleg tónlist og textar

„Fagur er söngur í himnahöll“

„Forfeður vorir, einkum lærðu mennirnir, höfðu hinar mestu mætur á söng og hljóðfæraleik; sjest það meðal annars á því að þar sem fornritin minnast á sælu annars lífs í himnaríki, láta þau hana einkum vera fólgna í því, að hlusta á sætan englasöng og allskonar fagurlega leikin hljóðfæri.

Read more »

24.12.09

  19:16:19, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1215 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Jólin, Opinberanir

„Í hellinum í Betlehem“

Frásögn sjáandans hinnar blessuðu Anna Katharina Emmerick (1774-1824). Þetta er endurbirtur pistill sem birtist áður hér á vefsetrinu 21.12. 2006

„Sólin var næstum hnigin til viðar þegar þau komu að opi hellisins. Asnamerin unga sem hafði hlaupið frá þeim við hús forfeðra Jósefs var komin þangað og hoppaði glaðlega í kringum þau. 'Sjáðu,' sagði hin blessaða meyja við Jósef, 'það er greinilega Guðs vilji að við förum hérna inn'. Jósef var aftur á móti mjög miður sín og á laun skammaðist hann sín fyrir að hafa talað svo oft um hinar góðu móttökur í Betlehem.

Read more »

30.10.09

  21:23:49, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 167 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Bænir

Um nafnið „Rósakrans“

„Með öllum þjóðum, sem þekktu rósina, var hún tákn ástar og kærleika. Krossfarar fluttu persneska skáldverkið 'Gulistan' með sér til Vesturlanda. Á öndverðri 13. öld varð ljóðið alþekkt meðal aðalsmanna í frönsku gerðinni 'Roman de la Rose'. Ljóðið lýsir ástinni á myndrænan hátt sem gönguför inn í fagran rósagarð.“

„Er almenn menntun hirðfólks jókst voru mansöngvar oft nefndir 'Rosarium' og hirðmeyjar gáfu riddurum sínum 'blómsveiga úr rósum'. Það er því ekki að undra þótt mansöngvum, sem ortir voru til heilagrar Guðsmóður, væri einnig gefið þetta nafn: Rosaria.

Read more »

26.10.09

  21:42:12, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 99 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Bænir

Kristin íhugun: Rósakransinn II. hluti

„Naumast finnst svo illa spilltur maður, að ekki verði á honum sjáanleg breyting ef hann biður Rosarium í eitt ár.“ Svo mælti príorinn í Karþúsaklaustrinu í Trier, Adolf von Essen er þangað leitaði vorið 1409 andlega og líkamlega magnþrota maður Dominkus von Preussen. það var Dominikus þessi sem endurbætti rósakransbænina og skrifaði niður ævi Jesú í fimmtíu setningum og hugleiddi við hvert Ave eitt atriði. Hér á eftir kemur annar hluti myndarinnar um rósakransinn sem kynnt var í síðustu bloggfærslu.

[youtube]KAstNjDzy1U[/youtube]

Úr bókinni Rósakransinn. Sr. Hjalti Þorkelsson tók saman. Útg. Kaþ. kirkjan á Íslandi 1978.

Sjá fyrsta hluta myndarinnar hér: [Tengill]

24.10.09

  20:25:15, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 96 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Bænir

Rósakransinn: Kristin íhugun

„Ýmsar aðferðir íhugunar hafa komist í tísku á undanförnum árum. Óvíst er enn hversu góðan ávöxt sumar þeirra muni bera. Ein þekktasta aðferð kristinnar íhugunar er rósakransbæn. Blessun þá, sem hún getur fært, má ekki aðeins lesa af spjöldum sögunnar; hver sá sem iðkar hana getur vitnað um það af eigin reynslu.“

Svo ritar séra Hjalti Þorkelsson í inngangi að ritinu Rósakransinn sem kaþ. kirkjan á Íslandi tók saman og gaf út 1978.

Á Eftirfarandi YouTube tengli, hinum fyrsta af þrem, er fjallað um rósakransinn, guðfræðina sem býr að baki og svokallaða leyndardóma eða íhugunarefni hans: [youtube]Mxa8njqZkY0[/youtube]

14.07.07

  19:44:20, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 322 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Vitranir, Bænir

Miskunnarrósakransinn - 2. hluti

Miskunnarrósakransinn má biðja í kirkjum fyrsta sunnudag eftir páska og bænunum á að fylgja sérstök náð. Utan þess tíma er einnig hvatt til þessara bæna. Í bæklingi Maríukirkju stendur: „Drottinn Jesús sjálfur las fyrir systur Faustínu bæn sem á íslensku mætti kalla: „Miskunnar rósakransinn“ (The Chaplet of Divine Mercy). Þetta skyldi vera bæn um friðþægingu. Þeir sem biðja þessa bæn fórna Guði, Föðurnum, „líkama og blóði, sálu og guðdómi“ Jesú Krists til fyrirgefningar synda sinna, synda ættingja sinna og alls heimsins.“ [1]

Read more »

11.07.07

  17:31:24, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 336 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Vitranir, Bænir

Miskunnarrósakransinn - 1. hluti

Þó það að biðja Trúarjátningu, Faðir vor og Maríubænir sé algengusta og hefðbundin notkun talnabandsins er alveg ný notkun þess sprottin upp frá vitrunum pólskrar nunnu sem Jóhannes Páll II páfi tók í tölu heilagra 30. apríl árið 2000. Þetta er hinn svokallaði miskunnarrósakrans. Jón Rafn Jóhannsson skrifaði grein hér á kirkju.net um miskunnarrósakransinn og er tengill á hana hér: [1]. Í bæklingi sem hefur legið frammi í Maríukirkju í Breiðholti er að finna eftirfarandi texta um hl. Fástínu og miskunnarrósakransinn:

Read more »

30.06.07

  09:35:22, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 977 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 16. kafli

30. júní. Föstudagur.

Sr. Jakob messaði í sóknarkirkjunni í Montrot. Þar er annars messað einu sinni á ári. Sóknarpresturinn þar var á níræðisaldri og þjónaði mörgum fjölmennum sóknum sem töldu þúsundir manna. Við þáðum morgunverð hjá hjónunum, kvöddum þau með þökkum og lögðum síðan af stað eftir morgunverð til Reims. Komum þangað um hálf tvö leytið. Skoðuðum Reimadómkirkju. Þar í kirkjunni tók heilög Jóhanna af Örk á móti okkur í fullum herklæðum, en stytta hennar stendur til hægri við kórinn.

Read more »

29.06.07

  07:43:02, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1637 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 15. kafli

29. júní. Fimmtudagur.

Við lögðum af stað um 10 leytið og héldum til Ars, þar sem nítjándu aldar presturinn hl. Jóhann María Vianney, verndardýrlingur sóknarpresta þjónaði. Saga þessa franska sveitaprests frá 19. öldinni er fyrir margra hluta sakir athyglisverð.

Read more »

28.06.07

  07:43:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 948 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 14. kafli

28. júní. Miðvikudagur.

Þau okkar sem vöknuðu í tíma voru viðstödd morgunbænir og messu munkanna sem fór fram í lítilli hvelfingu undir húsinu sem innréttuð hafði verið sem kapella. Þar niðri mátti skynja nið aldanna berast frá margvísum og þungum burðarsteinum hússins. Þó að þetta væri í kjallarahvelfingu var þar bjart, hlýtt, þurrt og hreint. Munkarnir héldu messu, sungu tíðasöng sinn og gengu svo til morgunverðar.

Read more »

27.06.07

  05:42:36, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1253 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 13. kafli

27. júní. Þriðjudagur.

Lögðum af stað um fimmleytið um morguninn. Keyrðum í áttina til Ljubljana. Lentum í umferðartappa þegar við fórum framhjá Ljubljana og töfðumst í um hálfa klst. Við komum inn í Ítalíu hjá Sezana og Trieste um 10 leytið. Við landamærin var löng biðröð bíla. En allt gekk vandræðalaust.

Read more »

26.06.07

  23:04:35, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 99 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Meðugorje

Svipmyndir frá Meðugorje

Á þessu stutta myndskeiði sem fengið er frá YouTube má sjá og heyra stutt viðtal við tvo sjáendur í Meðugorje sem og svipmyndir frá staðnum. Tekið skal fram að það sem fer fram í Meðugorje nýtur ekki viðurkenningar kaþólsku kirkjunnar því hinar meintu vitranir eiga að sögn sér stað enn þann dag í dag og hafa gert allar götur frá 1981. Aðeins vitranir sem eru hættar og hægt hefur verið að rannsaka í heild sinni njóta slíkrar viðurkenningar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Read more »

  07:31:09, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 314 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 12. kafli

26. júní. Mánudagur.

Við vöknuðum eldsnemma næsta morgun og lögðum af stað um sexleytið frá Meðugorje. Keyrðum upp miðja Júgóslavíu, gegnum Mostar, Prozor og Banja Luka. Borðuðum á veitingahúsi. Þetta er falleg leið. Á einum stað, í dalverpi nokkru var þó svo mikil mengun að skyggnið var ekki nema um 50 metrar, það hefur sennilega verið brúnkolareykur. Eitt sinn ókum við fram á heyvagn sem mjakaðist löturhægt áfram. Framundir vagninum sást á fætur á stórgrip, þegar farið var framúr kom í ljós að þetta var uxaeyki! Þarna lötraði uxinn áfram á malbikinu, hægt en örugglega.

Read more »

25.06.07

  08:33:43, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 945 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 11. kafli

25. júní. Sunnudagur.

Ég og Gunnar Lund vöknuðum snemma um morguninn og löbbuðum niður í plássið og þaðan stíginn sem lá upp á Krossfjallið (Krisevac). Við lögðum af stað um klukkan sjö. Þykkt rakamistur grúfði yfir sjóndeildarhringnum og trjánum. Duglegustu hanarnir höfðu byrjað að gala fyrir sólarupprás og þeir lötustu létu heyra í sér um það leiti sem við lögðum af stað.

Read more »

24.06.07

  09:02:45, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 514 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 10. kafli

24. júní. Laugardagur.

Morguninn eftir voru allir þreyttir og sváfu út. Flest okkar fóru í ensku messuna kl. 12 á hádegi. þennan dag voru 8 ár síðan birtingarnar hófust. Amerískur prestur predikaði fyrir stórum hópi amerískra pílagríma og annarra enskumælandi. Hann sagði að ekkert kraftaverk hefði orðið í pílagrímsgöngunni upp á Krossfjallið kvöldið áður, nema það að allir komust óbrotnir niður aftur í myrkrinu og rigningunni.

Read more »

23.06.07

  08:38:11, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1980 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 9. kafli

23. júní. Föstudagur.

Lögðum upp um 8.30. Keyrðum eftir ströndinni framhjá Zadar og Split. Síðan var beygt til vinstri inn til landsins. Við þræddum ása og lág fjöll. Milli þeirra voru þorp og bæir. Moskur múhameðstrúarmanna voru áberandi í þorpunum. Við vorum kominn inn á það landssvæði sem tyrkjasoldán réði yfir fram á 20. öldina. Loks síðdegis beygðum við til hægri í norðurátt yfir lítið fjall, eyðilegt, beygðum aftur til vinstri, ókum í gegnum bæinn Citluk, og héldum út úr honum í suðvesturátt, þá búin að taka heilan krók.

Read more »

22.06.07

  06:39:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1085 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 8. kafli

22. júní. Fimmtudagur.
Í Júgóslavíu — Gull og grjót.

Við lögðum af stað um 7 leytið til Trieste. Sólin fór strax að skína. Leituðum lengi að sundlaug en þegar hún loks fannst þá var hún lokuð. Versluðum í stórmarkaði. Fórum inn í Júgóslavíu milli kl. 12 og 13. Þetta var í fyrsta skipti sem við urðum að fara í gegnum stranga vegabréfaskoðun. Í varðstöð vöppuðu íbyggnir júgóslavneskir landamæraverðir með byssur í hulstrum og hendur krosslagðar á brjósti í hitanum.

Read more »

21.06.07

  07:20:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 2255 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 7. kafli

21. júní. Miðvikudagur.
Á Ítalíu.

Við vöknuðum um fimmleytið í fjalladalnum í Sviss. Smáfuglar kváðust á af svissneskri nákvæmni. Söngur þeirra var silfurtær og samhæfður, líkt og slegið væri taktfast með silfurhömrum á litla silfursteðja. Með sjálfum mér kallaði ég þá smiðjufugla. Lögðum af stað um stundarfjórðung fyrir 6 til Ítalíu. Séra Jakob keyrði okkur yfir Nüfenenpass sem er í um 2400 m. hæð. Mjög fallegt að sjá yfir Alpana í morgunsólinni. Komum til Ítalíu um 10 leytið. Það gekk hægt að keyra framhjá Mílanó því þar var mikil umferð. Stoppuðum í Desenzano á leiðinni til Padúa. Þar hittum við af tilviljun á höfuðstöðvar Úrsúlínanna sem hl. Angela Merici stofnaði.

Read more »

19.06.07

  07:53:12, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 510 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 6. kafli

19. júní. Mánudagur.

Fórum snemma til Flüeli og byrjuðum á að skoða hús hl. Nikulásar, þar sem hann bjó með konu sinni og 10 börnum áður en hann gerðist einsetumaður. Húsið er fallegt timburhús og vel við haldið. Síðan skoðuðum við einsetumannskofa hans rétt þar hjá sem er áfastur kapellu. Þar messaði sr. Jakob. Næst var haldið til kirkju hl. Nikulásar í Flüeli þar sem leifar dýrlingsins eru varðveittar og kufl hans.

Read more »

18.06.07

  05:15:44, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 270 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 5. kafli

18. júní. Sunnudagur.

Samhæfða súkkulaðilandið Sviss.

Við vöknuðum um stundarfjórðung fyrir sjö. Tókum upp tjöldin og ókum til Freiburg þar sem við vorum við hámessu í dómkirkjunni sem séra Jakob var vígður til prests í. Fengum okkur ís, keyptum póstkort og keyrðum síðan til Sviss. Ókum framhjá Basel og Luzern til Sachseln, sem er í hjarta Sviss, fallegum dal í fjallasal. Í hugann komu sögur tengdar Sviss og Alpalandinu, svo sem sagan af Heiðu, lög eins og „Það búa litlir dvergar“ og „Söngur dýranna í Týról“.

Read more »

17.06.07

  09:24:03, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 289 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 4. kafli

17. júní. Laugardagur.

Í Svartaskógi.

Við ferðalangarnir vöknuðum rétt fyrir klukkan 8. Tókum upp tjöldin og ókum til Fellenring og kvöddum fjölskyldu sr. Jakobs. Á eftir fóru allir í sund nema við Gunnar sem skrifuðum á póstkort. Þessu næst keyrðum við til Mülhouse þar sem við borðuðum miðdegisverð hjá Jósef, bróður séra Jakobs. Hann hafði varið morgninum til að elda fyrir okkur. Við borðuðum pizzur og ís á eftir með rommrúsínum. Eftir matinn fögnuðum við 17. júní og veifuðum íslenska fánanum.

Read more »

  09:18:36, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 2977 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 3. kafli

16. júní. Föstudagur.

Hjá jarli Guðs í húsi Remys

Við fórum á fætur kl. 6 um morguninn. Yngri ferðafélagarnir vildu ólm leggja af stað sem fyrst. Við tókum tjöldin saman, borðuðum morgunverð og lögðum af stað til borgarinnar. (Luxemborgar) Þaðan tókum við þjóðleiðina suður á bóginn, og eftir um það bil klukkutíma akstur var komið til Frakklands. Ferðinni var heitið til Domremi, fæðingarstaðar hl. Jóhönnu af Örk.

Read more »

15.06.07

  19:01:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 660 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 2. kafli

15. júní. Fimmtudagur.

Um morguninn var sólskin, hlýtt og gott veður. Fuglakórinn í trjánum söng þýsk úrvalslög af miklu fjöri. Heldur voru þetta kraftmeiri fuglar en þrestirnir heima. Söngur þeirra var ein samfelld hljómkviða kveðin af ótrúlegum þrótti og mikilli sönggleði. Ég hafði á tilfinningunni að þeir þendu sig af ofurkappi og voru því ekki eins lýrískir og íslensku fuglarnir, meira lagt upp úr kraftinum. Ég þóttist sjá að þaðan hefðu þrautþjálfaðir stórsöngvarar í óperum fyrirmyndir sínar að sprengiaríunum.

Read more »

14.06.07

  17:12:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 781 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 1. kafli

Ferðasaga þessi í dagbókarformi greinir frá pílagrímsferð hóps Íslendinga sem farin var árið 1989 til Meðugorje í Bosníu Herzegovinu. Söguna samdi ég að mestu sumarið 1992. Ég studdist við handskrifaða punkta auk minnis. Drög að þessari ferðasögu hafa verið á netinu síðan frá því fyrir aldamót og hér kemur hún í lítillega breyttri mynd

Read more »

25.12.06

  19:23:30, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 210 orð  
Flokkur: Dulhyggja

Albert Einstein: Skynjun hins dulúðuga er rót allra vísinda

„Hin fegursta og dýpsta tilfinning sem við getum upplifað er skynjun hins dulúðuga. Hún er rót allra sannra vísinda. Sá sem er ókunnugur þessari tilfinningu, sá sem getur ekki lengur undrast og staðið frá sér numinn í óttablandinni lotningu er svo gott sem dauður. Að vita að það sem er óskiljanlegt okkur sé til og það birtist í æðsta vísdómi og hinni æðstu útgeislandi fegurð sem okkar daufu gáfur geta aðeins skilið í sinni frumstæðustu mynd - þessi þekking, þessi tilfinning er miðlæg í sannri trúrækni“ [1]

Read more »

18.12.06

  22:59:24, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 95 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Opinberanir, Meðugorje

Stytta sem svitnar og sólarundur í Meðugorje?

Enn vekur Meðugorje í Bosníu-Herzegovinu athygli. Á vefsetrinu Youtube eru stutt myndskeið frá fólki sem þangað hefur farið. Hér má t.d. sjá myndir af styttu sem virðist gefa frá sér vökva: [Tengill]. Sama styttan kemur fyrir í lok þessa myndskeiðs þar sem sólin virðist eitthvað einkennileg:[Tengill]

Read more »

04.07.06

  08:30:56, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 253 orð  
Flokkur: Helgir menn, Pílagrimsferðir, Opinberanir

Theodokos helgistaðurinn í Perrelos Carcar

Á síðari hluta síðustu aldar, líklega í byrjun 9. áratugarins gerðist sá atburður í Perrelos barangay í Carcar [1] á Cebu eyju í Filippseyjum að maður nokkur, líklega bóndi kvaðst hafa séð fyrirbæri á sól og Guðsmóðurina. Engar heimildir hef ég um afstöðu kirkjunnar til yfirlýsinga bóndans en heimild hef ég fyrir því að pílagrímsferðir eru farnar til staðarins þar sem sýnin á að hafa sést.

Read more »

17.05.06

  16:25:03, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 362 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Forvarnir

Fjölkynngi ber að fordæma

Kaþólska kirkjan andmælir spásagnaspeki, fjölkynngi og særingum kröftuglega eins og fram kemur í Trúfræðsluritinu en þar segir svo um þessi mál:

2115. Guð getur opinberað framtíðina spámönnum sínum eða öðrum heilögum. Engu að síður er rétt kristilegt viðhorf fólgið í því að gefa sig óttalaust forsjá Guðs á vald um allt er varðar framtíðina og hætta allri óheilbrigðri forvitni varðandi hana. Hins vegar getur fyrirhyggjuleysi jafngilt ábyrgðarleysi. [1]

Read more »

15.01.06

  10:52:39, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 425 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Opinberanir, Meðugorje

„Ég er komin til að segja heiminum að Guð sé til“

Í þorpinu Meðugorje * [svo] (á ensku Medjugorje) í Bosníu-Herzegovinu áttu óvenjuleg atvik sér stað klukkan 6 að kvöldi hinn 24. júní árið 1981 í nágrenni Podbrdo hæðar. Börnin Ivanka Ivankovic, Mirjana Dragicevic, Vicka Ivankovic, Ivan Dragicevic, Ivan Ivankovic og Milka Pavlovic sem þar voru stödd greindu síðar frá því að þeim hefði birst fögur ung kona með barn í fangi. Hún mælti ekki orð en gaf til kynna með bendingum að þau ættu að koma nær. Þau voru undrandi og hrædd þó hvert um sig teldi að um Maríu mey væri að ræða. Daginn eftir mættu þau á sama stað og tíma og aftur birtist hún. Frá þessum degi hefur hún að þeirra sögn haldið áfram að birtast þeim, sumum daglega allt til þessa dags en öðrum sjaldnar.

Skiljanlega olli þessi framburður barnanna miklu róti í þorpinu. Kaþólskur biskup svæðisins neitaði að trúa þessu og taldi að um falsanir væri að ræða. Fljótlega fór fólk samt að streyma til staðarins og júgóslavnesk yfirvöld reyndu að stöðva það sem fram fór, en til þessa dags hefur ekkert náð að stöðva fólksstrauminn til Meðugorje, ekki heldur Bosníustríðið þó á stríðsárunum hafi dregið mjög úr heimsóknum þangað.

Read more »

1 2