Flokkur: "Stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvgun (IVF)"

10.03.09

  02:01:31, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 594 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Siðferði og samfélag, Stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvgun (IVF)

Kardináli fordæmir ákvörðun Obama forseta að afturkalla bann við stofnfrumurannsóknum á nýjum fósturvísum

Forseti Bandaríkjanna tilkynnti í gær, að hann hafi aflétt banni Bush yngra forseta við því, að ríkisfé sé notað til rannsókna og nýtingar stofnfrumna úr frumfóstrum. Samdægurs kom viðbragð frá Justin Rigali kardinála:

"Ný stjórnvaldstilskipun (executive order) Obama forseta um fósturvísis-stofnfrumurannsóknir er hryggilegur sigur stjórnmála yfir vísindum og siðfræði.

Read more »

03.04.08

  00:38:35, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1208 orð  
Flokkur: Stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvgun (IVF)

Frumvarp um tilraunir og gernýtingu á fósturvísum samþykkt eftir sáralitlar umræður á Alþingi Íslendinga

Það er með þungum hug, sem upplýsa verður lesendur Kirkjunetsins um þá hryggilegu staðreynd, að róttækt frumvarp um árásir á fósturvísa mætti engri mótspyrnu á Alþingi og var afgreitt þaðan endanlega mánudaginn 31. marz. Ekki einn einasti þingmaður sá sóma sinn í því að standa gegn frumvarpinu, og höfðu þó ýmsir andmælt því, m.a. herra Karl biskup Sigurbjörnsson með góðum rökum og fleiri sem sendu um það umsagnir ...

Read more »

06.12.06

  21:02:31, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 415 orð  
Flokkur: Stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvgun (IVF)

Tvær nýjar fréttir um tvíræðni tæknifrjóvgunar

Nýjar fréttir, sem ekki hafa náð inn í íslenzka fjölmiðla, sjást nú á síðustu dögum á alþjóðavettvangi um tvíræðni tæknifrjóvgunar fyrir heilsu kvenna. Annars vegar bendir ýmislegt til, að inntaka sterkra frjósemislyfja, þ.e. sem þáttur í tæknifrjóvgun, geti skaðað möguleika kvenna til að geta nokkurn tímann eignazt börn. Og hins vegar er það komið í ljós í Ástralíu, að dauðsföll meðal barna getinna með tæknifrjóvgun eru tvöfalt hærri en í fæðingum almennt.

Read more »

30.11.06

  09:51:51, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 984 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvgun (IVF)

Áhlaup efnishyggjunnar á stofnfrumur fósturvísa

Nú er byrjað að keyra á stofnfrumumálið, bæði í fjölmiðlum og í athafnasemi manna í heilbrigðisráðuneytinu, sem og þeirra lækna og líffræðinga sem þessu tengjast, til að styðja við frumvarpið sem ætlunin er að renna gegnum þingið. Ein grein er um málið í Mbl. í dag, til að kynna ráðstefnu sem verður kl. 1–6 í dag í Norræna húsinu, og í morgunútvarpi Rúv var viðtal við Svein Magnússon, ráðuneytisstjóra í nefndu ráðuneyti, og Jón Snædal lækni. Nokkuð vel var að því viðtali staðið af hálfu spyrjandans, Kristjáns Sigurjónssonar, fyrir utan það jafnvægisleysi, að þar var einungis rætt við tvo fylgismenn frumvarpsins. Hreinskilnir voru þeir þó í tali sínu (m.a. því, sem ekki er hægt að samþykkja), og athyglisverð atriði komu fram í því viðtali, sem getið verður hér á eftir. En vonlítið mun að treysta því, að fulltrúi Þjóðkirkjunnar í Vísindasiðanefnd standi vörð um hina ævafornu kristnu kenningu, að lífið beri að virða frá upphafi þess .... [1]

Read more »

20.10.06

  23:13:29, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 327 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvgun (IVF)

Bush gegn nýtingu stofnfruma úr mannsfóstrum

George W. Bush á heiður skilinn fyrir að beita neitunarvaldi sínu gegn offorsi efnishyggjumanna (flestra demókrata) sem gjörnýta vilja fósturvísa að vild lyfjarisa-auðmagnsins. Honum sé þökk að setja kapítalismanum siðferðisleg mörk í því tilliti. Það var verðugt, að loks þegar hann í 1. skipti beitti því neitunarvaldi, sem forsetanum er falið á hendur, skyldi það vera í þágu lífsins, til að tryggja friðhelgi hins mannlega fósturvísis.

Read more »

29.07.06

Konur vélaðar af kaupahéðnum til að óvirða mannlegt líf

Eftirfarandi stutt frétt í Mbl. setur að manni hroll, því að brezkt fyrirtæki er greinilega byrjað á því með all-lúalegum kaupahéðna-hætti að gera konur samsekar um að láta nota egg úr sér til að frjóvga þau og gjörnýta síðan fósturvísinn (frumfóstrið) til tilraunastarfsemi.

Read more »

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

blogtool