Flokkur: "Bænir"

18.05.12

  21:46:00, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 102 orð  
Flokkur: Bænir

BÆN

Ó Heilaga þrenning! Við þökkum þér að þú gafst kirkjunni Jóhannes Pál páfa og fyrir að þú lést mildi þíns föðurlega kærleika, dýrð kross Krists og ljómann af anda kærleikans skína í honum. Hann fól sig algjörlega á vald ómælanlegri miskunnsemi þinni ásamt móðurlegri árnaðarbæn Maríu og gaf okkur með því lifandi mynd Jesú, Hirðisins góða. Hann setti okkur heilagleikann sem háan mælikvarða kristilegs hversdagslífs en það getur vísað okkur veginn til eilífs samfélags við þig. Veit þú okkur náð þína fyrir árnaðarbæn hans, ef það er vilji þinn og við biðjum þess vongóð að hann teljist brátt til þinna heilögu. Amen.

27.05.08

  09:21:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 57 orð  
Flokkur: Bænir

Dýridagur

Guð,
þú hefur í þessu undursamlega sakramenti
eftirlátið oss minningu um þjáningar þínar.
Veit oss að tigna svo
hinn heilaga leyndardóm líkama þíns og blóðs,
að vér njótum ávallt ávaxtanna af endurlausn þinni.
þú sem lífir og ríkir með Guði föður
í einingu heilags anda,
Guð um aldir alda. Amen.

26.05.08

  23:58:11, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 51 orð  
Flokkur: Bænir

BÆN VIÐ ÚTSTILLINGU ALTARISSAKRAMENTISINS

Drottinn Guð,
sem eftirlést oss minningu písla þinna
í hinu dásamlega sakramenti;
veit oss, að vér tignum hinn helga leyndardóm
holds þíns og blóðs,
svo að vér verðum ætíð
aðnjótandi ávaxta endurlausnar þinnar.
Þú, sem lifir og ríkir um aldir alda. Amen.

25.05.08

  23:26:02, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 113 orð  
Flokkur: Bænir

Blessaður veri Guð

Blessaður veri Guð.
Blessað sé hans heilaga nafn.
Blessaður veri Jesús Kristur, sannur Guð og sannur maður.
Blessað sé nafnið Jesús.
Blessað sé heilagt hjarta hans.
Blessað sé hið dýrmæta blóð hans.
Blessaður veri Jesús í hinu helgasta Altarissakramenti.
Blessaður veri huggarinn Heilagur Andi.
Blessuð veri hin volduga móðir Guðs, helgust María.
Blessaður sé hinn heilagi og flekklausi getnaður hennar.
Blessuð sé hin dýrlega uppnumning hennar.
Blessað sé nafnið María, mey og móðir.
Blessaður veri heilagur Jósef, hinn skíri bóndi hennar.
Blessaður veri Guð í englum sínum og helgum mönnum.

15.05.08

  22:27:57, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 177 orð  
Flokkur: Bænir

Bæn biskups - eftir heilögum Jóhannesi frá Damaskus

Drottinn,
þú hefur kallað mig
til að vera prestur og biskup,
til þess að þjóna börnum þínum.
Ég veit ekki, hvers vegna
þú hefur gert það í forsjón þinni.
Þú einn veist það.

Drottinn, ………

Read more »

10.05.08

  23:19:58, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 130 orð  
Flokkur: Bænir

Sekvensía

Kom þú, Heilagur Andi,
og send ljósgeisla þinn
frá himnum.

Kom þú, faðir fátækra,
þú gjafari gæðanna
og ljós hjartnanna.

Hjálparinn besti,
ljúfi gestur sálarinnar,
ljúfa hressing hennar.

Hvíld hennar í erfiði,
forsæla í hitum,
huggun í sorgum.

Þú blessaða ljós,
lát birta til í hugskoti
fylgjenda þinna.

Án þinnar velvidar
er maðurinn ekkert,
án þín er ekkert ósaknæmt.

Lauga það sem er saurgað,
vökva það sem er þornað,
græð það sem er í sárum.

Mýktu það sem er stirðnað,
vernda það sem er kolnað,
réttu úr því sem miður fer.

Gef fylgjendum sem treysta þér
þínar heilögu sjöföldu gjafir.
Veit þeim umbun dyggða,
farsæld og ævarandi fögnuð. Amen.

24.04.08

  22:24:16, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 36 orð  
Flokkur: Bænir

Engill Guðs

Engill Guðs, sem ég er á hendur falin(n),
til helgrar gæslu fyrir Guðs mildi,
vert þú ljós mitt og leiðtogi,
og varðveit þú mig í dag
fyrir allri synd og hættu. Amen.

22.04.08

  23:08:20, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 73 orð  
Flokkur: Bænir

Ferðabæn

Drottinn Guð,
vernda þú líf mitt og limi á þessu ferðalagi
og lát mig ná áfangastað mínum heilu og höldnu.
Gjör þú ferðina góða og farsæla.

Lát mig gæta tungu minnar,
varast ölvun
og vera hjálpsamur,
ef aðrir þurfa á hjálp minni að halda.

Blessa þú mig, Drottinn Jesús,
og vernda mig frá skyndilegum dauða.

Blessaður veri Guð um aldir. Amen.

30.03.08

  21:07:00, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 329 orð  
Flokkur: Bænir

MISKUNNAR RÓSAKRANSINN

Faðir vor - einu sinni:
Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn; komi þitt ríki; verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð; og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum; og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Amen.

Þá kemur Maríubæn - einu sinni:
Heil sért þú María, full náðar. Drottinn er með þér; blessuð ert þú meðal kvenna; og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús.
Heilaga María, Guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, nú og á dauðastundu vorri. Amen.

Síðan postullega trúarjátningin - einu sinni:
Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar.

Og á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn; sem getinn er af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, sté upp til himna, situr við hægri hönd Guðs Föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

Ég trúi á Heilagan Anda, heilaga kaþólska kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf. Amen.

Eftir þennan inngang hefst hin eiginlega miskunnarbæn.
Við stóru perlurnar er beðið - einu sinni:
Eilífi Faðir, ég fórna þér líkama og blóði, sálu og guðdómi þíns heitt elskaða sonar, Drottins vors Jesú Krists, til þess að öðlast fyrirgefningu synda vorra og synda alls heimsins.

Við litlu perlurnar er beðið - tíu sinnum:
Vegna þungbærra þjáninga hans, miskunna þú oss og gjörvöllum heimi.

Við lok talnabandsins er endurtekið þrisvar:
Heilagi Guð, heilagi sterki Guð, heilagi ódauðlegi Guð,
miskunna þú oss og gjörvöllum heimi.

19.02.07

  23:15:46, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 429 orð  
Flokkur: Bænir

KROSSFERILL

14 myndir er sýna þjáningaleið Krists til Golgata.

I+
Jesús er dæmdur til dauða.
Þrátt fyrir það segir hann: "Fyrir því elskar Faðirinn mig að ég legg líf mitt í sölurnar, svo að ég fái það aftur. Enginn tekur það frá mér, heldur legg ég það sjálfur í sölurnar." Jóh. 10,17-18

II+
Jesús ber sinn kross.
Vissulega er það rétt að "hann tók á sig mein vor og bar sjúkdóma vora." Matt.8,17b

III+
Þegar krossbyrðin var orðin of þung, féll Jesús í fyrsta sinn.

IV+
María var viðstödd alla þessa sorgargöngu. "Þjáning hennar var eins mikil og víðátta hafsins."

V+
"Þegar þeir leiddu hann út, tóku þeir Símon nokkurn frá Kýrene, er kom utan úr sveit, og lögðu krossinn á hann, að hann bæri hann eftir Jesú." Lúk. 23,26

VI+
Kona ein þerrar svitann af andliti Jesú.
"- svo afskræmd var ásýnd hans framar en nokkurs manns og mynd hans framar en nokkurs af mannanna sonum -" Jes. 52.14

VII+
Jesús heldur áfram. Hann örmagnast meir og meir. Hann fellur í annað sinn.

VIII+
"En honum fylgdi mikill fjöldi fólks og kvenna er hörmuðu hann og grétu." Lúk. 23,27

IX+
Jesús gæti sagt í bæn sinni: "Faðir bænheyr þú mig. Nú dreg ég brátt andann í síðasta sinn."

X+
Hermennirnir "gáfu honum vín að drekka, galli blandað ... Þeir köstuðu hlutum um klæði hans og skiptu með sér." Matt. 27,34-35

XI+
Því næst krossfestu þeir hann. Jesús var ekkert nema gæskan og fyrirgefningin, enda þótt hann héngi á krossinum. "Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra." Lúk. 23,34

XII+
Og það líður ekki á löngu þangað til hann deyr. "Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína." Jóh. 15,13

XIII+
Líkami Jesú er tekinn niður af krossinum. Ef við hugsum okkur Jesúm, sem dó fyrir okkur, gætum við sagt á þessa leið: "Heilagi Faðir, meðtak þú Son þinn Jesúm sem hjálpræðisfórn fyrir alla menn."

XIV+
"En á staðnum, þar sem hann var krossfestur, var grasgarður og í garðinum ný gröf ... Þar lögðu þeir Jesúm." Jóh. 19,41-42

---
---
Páskamorgunninn ljómar í ljósi upprisunnar. Drottinn er upprisinn, hallelúja!

((( Kafli úr bók KOMIÐ OG SJÁIÐ. )))

15.05.06

  23:21:34, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 239 orð  
Flokkur: Bænir

Bæn til Maríu Stjörnu hafsins

María, Stjarna hafsins lít þú hingað til mín,
þar sem ég krýp frammi fyrir náðarhásæti þínu,
þar sem svo margir sem elska móðurhjarta þitt
hafa orðið aðnjótandi hinnar mestu náðar,
þar sem þú hefur aflað hryggum huggunar,
fátækum hjálpar, sjúkum heilbrigði, syndurum fyrirgefningar.

Kær móðir mín ég kem til þín með mínu mesta trúnaðartrausti.
Kraftaverkin mörgu sem gerst hafa fyrir bænarstað þinn, veita mér, vesælum syndara, bjargfasta von um að þú,
móðir miskunnarinnar, viljir líka hlýða á bæn mína.

Já, ég ákalla þig og bið, unaðslega móðir,
elskuverða Stjarna hafsins,
lát þú mig ekki fara héðan án bænheyrslu.

Þú getur hjálpað mér, því að þú er máttugust næst Guði,
þú ert fús til að hjálpa mér,
því að þú ert full kærleika til allra barna þinna.

Minnstu þess, miskunnsama móðir,
að aldrei hefur verið sagt að neinn,
sem leitað hefur verndar þinnar með trúnaðartrausti,
hafi farið bónleiður frá þér.
Ætti ég þá að vera fyrsti vansæli maðurinn
sem þú létir frá þér fara án bænheyrslu? Nei, nei, góða móðir.

Á þessum helga stað getur þú, fyrir máttuga fyrirbæn þína, aflað mér hjálpar í neyð minni og huggunar í kvöl minni. Amen.

04.05.06

  22:34:09, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 113 orð  
Flokkur: Bænir

Fagna þú, drottning himinsins, allelúja.

Fagna þú, drottning himinsins, allelúja.
Því að hann, sem þér veittist sú náð að ganga með, allelúja.
Hann er upprisinn, svo sem hann sagði, allelúja.
Bið þú Guð fyrir oss, allelúja.
Fagna þú og gleðst, heilaga María mey, allelúja.
Því að Drottinn er vissulega upprisinn, allelúja.

Látum oss biðja: Guð, þú sem af miskunn þinni hefur látið upprisu Sonar þíns, Drottins vors Jesú Krists verða heiminum til fagnaðar, unn oss þeirra náðar, að við sakir fyrirbæna hinnar heilögu meyjar, Móður hans, fáum að njóta fagnaðar eilífa lífsins. Fyrir hinn sama Krist, Drottin vorn. Amen.

24.04.06

  00:08:37, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 74 orð  
Flokkur: Bænir

TIL HEILAGS JÓSEFS

Heilagur Jósef,
bið þú með oss fyrir söfnuði vorum,
að Guð gefi oss lifandi og sterka trú;
að vér störfum og stöndum saman í kærleika;
að allir þeir, sem tilheyra söfnuði vorum fyllist áhuga
og vilja til að sækja heilaga messu
og taka þátt í safnaðarlífinu,
svo að vér megum bera fagnaðarboðskap Krists verðugt vitni
í orðum og gerðum. Amen.

31.05.05

  23:33:42, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 391 orð  
Flokkur: Bænir

Lítanía af allrahelgustu hjarta Jesú

Drottinn, miskunna þú oss.
Kristur, miskunna þú oss.
Drottinn, miskunna þú oss.
Kristur, heyr þú oss.
Kristur, bænheyr þú oss.

Guð Faðir í himnaríki * miskunna þú oss.
Guð Sonur, Lausnari heimsins *
Guð Heilagur Andi *
Heilög þrenning, einn Guð *
Hjarta Jesú, Sonar Föðursins eilífa *
Hjarta Jesú, gert í skauti meymóðurinnar af Heilögum Anda *
Hjarta Jesú, innilega sameinað eilífu Orði Guðs *
Hjarta Jesú, óendanlega dýrðlegt *
Hjarta Jesú, heilagt musteri Guðs *
Hjarta Jesú, tjaldbúð hins hæsta Guðs *
Hjarta Jesú, Guðs hús og himinshlið *
Hjarta Jesú, logandi arin kærleikans *
Hjarta Jesú, hæli réttlætis og kærleika *
Hjarta Jesú, fullt gæsku og kærleika *

Hjarta Jesú, ómælisdjúp allra dygða *
Hjarta Jesú, allrar lofgerðar maklegt *
Hjarta Jesú, konungur og miðja allra hjartna *
Hjarta Jesú, sem geymir alla fjársjóðu visku og fræða *
Hjarta Jesú, þar sem fylling Guðdómsins býr *
Hjarta Jesú, sem Faðirinn hefur velþóknun á *

Hjarta Jesú, sem hefur veitt oss hlut í gnægð
þinni *
Hjarta Jesú, þrá eilífra hæða *
Hjarta Jesú, þolgott og miskunnarríkt *
Hjarta Jesú, örlátt við alla, sem ákalla þig *
Hjarta Jesú, uppspretta lífs og helgi *
Hjarta Jesú, friðþæging synda vorra *
Hjarta Jesú, háðungum satt *

Hjarta Jesú, sundurkramið sakir misgerða vorra *
Hjarta Jesú, hlýðið til dauðans *
Hjarta Jesú, geiri gegnumstungið *
Hjarta Jesú, lind allrar huggunar *
Hjarta Jesú, líf vort og upprisa *
Hjarta Jesú, friður vor og sátt *
Hjarta Jesú, friðþægingarfórn syndugra *
Hjarta Jesú, hjálpræði þeirra, sem treysta þér *

Hjarta Jesú, von þeirra sem deyja í þér *
Hjarta Jesú, unaðssemd allra heilagra *

Guðs lamb, sem ber burt heimsins syndir,
væg þú oss, Drottinn.

Guðs lamb, sem ber burt heimsins syndir, bænheyr þú oss, Drottinn.

Guðs lamb, sem ber burt heimsins syndir, miskunna þú oss, Drottinn.

Jesús, hógvær og lítillátur af hjarta, ger þú hjarta vort líkt þínu hjarta.

Almáttugi, eilífi Guð, lít þú hjarta þíns elskulega Sonar og þá vegsemd og friðþægingu, sem hann flytur þér í nafni syndugra og fyrirgef þú af gæsku þinni öllum, sem beiðast líknar þinnar í nafni Sonar þíns, Jesús Krists, sem lifir og ríkir með þér í einingu Heilags Anda, Guð um aldir alda. Amen.

30.05.05

  17:42:07, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 40 orð  
Flokkur: Bænir

Ó, heilaga máltíð

Í fornri bæn lofsyngur kirkjan leyndardóm evkaristíunnar:

Ó, heilaga máltíð,
þar sem Kristur er vor fæða,
minningin um píslir hans gerð lifandi,
sál vor fyllt náð og
pantur hinnar komandi dýrðar oss gefinn.

  01:20:11, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 119 orð  
Flokkur: Bænir

Æðruleysisbæn

Guð, gefðu mér æðruleysi,
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.

Að lifa einn dag í einu,
njóta hvers andartaks fyrir sig,
viðurkenna mótlæti sem friðarveg,
með því að taka syndugum heimi eins og hann er,
eins og Jesús gerði,
en ekki eins og ég vil hafa hann,

og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg,
ef ég gef mig undir vilja þinn,
svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur í þessu lífi,
og yfirmáta hamingjusamur með þér þegar að eilífðinni kemur. Amen.

21.04.05

  23:24:07, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 78 orð  
Flokkur: Bænir

Bæn fyrir Benedikt XVI. páfa

Guð, hirðir og stjórnandi allra trúaðra.
Lít náðarsamlega á þjón þinn Benedikt
sem þú hefur sett sem hirði og leiðtoga kirkju þinnar.
Vér biðjum þig: Veit honum að fyrir orð hans og eftirdæmi
efli hann velferð allra þeirra sem hann er leiðtogi fyrir,
svo að hann komist til eilífs lífs
ásamt þeirri hjörð sem honum er trúað fyrir.
Fyrir Krist, Drottin vorn. Amen.

19.04.05

  19:22:50, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 6 orð  
Flokkur: Bænir

HABEMUS PAPAM!

HABEMUS PAPAM!

BENEDIKT XVI.

DEO GRATIAS.

15.04.05

  00:35:38, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 1736 orð  
Flokkur: Bænir

Algengar bænir

SIGNINGIN
Í nafni Föðurins og Sonarins og hins Heilaga Anda. Amen.

FAÐIRVORIÐ
Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn; komi þitt ríki; verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð; og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum; og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Amen.

MARÍUBÆN
Heil sért þú María, full náðar. Drottinn er með þér; blessuð ert þú meðal kvenna; og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús. Heilaga María, Guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, nú og á dauðastundu vorri. Amen.

LOFGERÐARBÆN
Dýrð sé Föðurnum og Syninum og hinum Heilaga Anda. Svo sem var í öndverðu, er enn og verður ávallt og um aldir alda. Amen.

IÐRUNARBÆN
Guð minn, ég iðrast af hjarta alls þess, sem ég hef gjört rangt og harma vanrækslu mína að láta svo mörg góðverk ógerð, því með syndinni hef ég sært þig og brotið gegn þér, sem ert hið æðsta hnoss, og verðugastur þess, að vér elskum þig öllu öðru fremur. Ég ákveð því fastlega, að með hjálp náðar þinnar, skuli ég gera yfirbót, syndga eigi framar og forðast öll færi til syndar í framtíðinni. Amen.

ANIMA CHRISTI
Sál Kristí, helga þú mig. Hold Kristí, frelsa þú mig. Blóð Kristí, örfa þú mig. Vatnið úr síðu Kristí, lauga þú mig. Písl Kristí, styrk þú mig. Góði Jesús, bænheyr þú mig. Fel þú mig í undum þínum. Lát þú ekki skilja með okkur. Vernda mig fyrir valdi óvinarins. Kalla þú mig á dauðastundinni, og lát mig koma heim til þín, svo að ég geti lofað þig og vegsamað að eilífu með öllum helgum mönnum þínum. Amen.

AÐ VEKJA VON
Guð minn, ég vonast eftir náðinni og dýrðinni af þér, sakir fyrirheita þinna, mildi þinnar og máttar. Amen.

AÐ VEKJA ÁST
Guð minn, ég elska þig af öllu hjarta, af því að þú ert fjarska góður, og fyrir sakir þín elska ég náunga minn eins og sjálfan mig. Amen.

AÐ VEKJA IÐRUN
Guð minn, það hryggir mig mjög, að ég skuli hafa brotið við þig, því að þú ert fjarska góður, og ég ætla ekki að syndga framar. Amen.

MARÍA, GETIN SYNDLAUS
María, getin syndlaus, bið þú fyrir oss, sem á náðir þínar leitum. Amen.

TIL HEILAGS ANDA
Kom þú, Heilagur Andi, og fyll hjörtu þinna trúuðu, og tendra í þeim eld kærleika þíns. Send þú Anda þinn, og allir verða endurskapaðir, og þú endurnýjar ásjónu jarðar. Vér skulum biðja. Guð, þú hefur uppfrætt hjörtu hinna trúuðu með ljósi Heilags Anda. Veit oss að njóta sannleikans í þeim sama Anda og gleðjast ávallt sakir huggunar hans. Fyrir Krist, drottin vorn. Amen.

FYRIR MÁLTÍÐ
Blessa þú oss, Drottinn, og þessar gjafir, sem vér þiggjum af mildri gæsku þinni. Fyrir Krist, drottin vorn. Amen.

EFTIR MÁLTÍÐ
Almáttugi Guð, vér þökkum þér allar velgerðir þínar. Þú sem lifir og ríkir um aldir alda. Amen.

SALVE REGINA
Heil Sért þú, drottning, móðir miskunnarinnar, lífs yndi og von vor, heil sért þú. Til þín hrópum vér, útlæg börn Evu. Til þín andvörpum vér, stynjandi og grátandi í þessum táradal. Talsmaður vor, lít þú miskunnarríkum augum þínum til vor og sýn þú oss, eftir þennan útlegðartíma, Jesú, hinn blessaða ávöxt lífs þíns, milda, ástríka og ljúfa María mey. Bið þú fyrir oss, heilaga Guðsmóðir. Svo að vér verðum makleg fyrirheita Krists. Amen.

Postulleg trúarjátning
Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar. Og á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn; sem getinn er af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, sté upp til himna, situr við hægri hönd Guðs Föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Ég trúi á Heilagan Anda, heilaga kaþólska kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf. Amen.

Friðarbæn
Drottinn, ger þú mig að farvegi friðar þíns, svo að ég færi kærleika þangað sem hatur er, fyrirgefningu þangað sem móðgun er, einingu þangað sem sundrung er, trú þangað sem efi er, sannleika þangað sem villa er, von þangað sem örvænting er, gleði þangað sem harmur er, ljós þangað sem skuggi er. Veit þú, Drottinn, að ég sækist fremur eftir að hugga en láta huggast, skilja en njóta skilnings, elska en vera elskaður, því að okkur gefst ef við gefum, við finnum sjálf okkur ef við gleymum okkur sjálfum, okkur fyrirgefst ef við fyrirgefum og fyrir dauðann fæðumst við til eilífs lífs. Amen.

Memorare
Mildiríka María mey, minnst þú þess, að aldrei hefur það komið fyrir, að nokkur maður hafi árangurslaust snúið sér til þín og ákallað hjálp þína og árnaðarbænir. Til þín sný ég mér því með fullu trúnaðartrausti, móðir mín og meyjan öllum meyjum æðri; til þín kem ég, frammi fyrir þér stend ég, aumur syndari. Móðir eilífa Orðsins, fyrirlít þú ekki bæn mína, heldur veit þú mér áheyrn og bænheyr mig. Amen. Bið þú fyrir oss, heilaga Guðsmóðir. Svo að vér verðum makleg fyrirheita Krists. Amen.

Engill Drottins
Engill Drottins flutti Maríu fagnaðarboðskapinn og hún fékk getnað af Heilögum Anda.

Heil sért þú María, full náðar. Drottinn er með þér; blessuð ert þú meðal kvenna; og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús. Heilaga María, Guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, nú og á dauðastundu vorri. Amen.

Sjá, ég er ambátt Drottins, verði mér eftir orði þínu.

Heil sért þú María, full náðar. Drottinn er með þér; blessuð ert þú meðal kvenna; og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús. Heilaga María, Guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, nú og á dauðastundu vorri. Amen.

Og Orðið varð hold og bjó meðal vor.

Heil sért þú María, full náðar. Drottinn er með þér; blessuð ert þú meðal kvenna; og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús. Heilaga María, Guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, nú og á dauðastundu vorri. Amen.

Bið þú fyrir oss, heilaga guðsmóðir; til þess að vér getum orðið verðug fyrirheita Krists. Vér skulum biðja; Drottinn, vér höfum fyrir fagnaðarboðskap engilsins orðið þess vísari, að Sonur þinn er maður orðinn. Vér biðjum þig, úthell náð þinni í hjörtu vor, svo að sakir milligöngu hinnar heilögu meyjar og fyrir þjáningar Krists og kross verðum vér leiddir til upprisu dýrðarinnar. Fyrir Krist, drottin vorn. Amen.

Regina Caeli
Fagna þú, drottning heimsins, allelúja,
því að hann, sem þér veittist sú náð að ganga með, allelúja,
hann er upprisinn, svo sem hann sagði, allelúja.
Bið þú Guð fyrir oss, allelúja.
Fagna þú og gleðst, heilaga María mey, allelúja,
því að Drottinn er vissulega upprisinn, allelúja.
Vér skulum biðja: Guð, af miskunn þinni hefur þú látið upprisu Sonar þíns, Drottins vors Jesú Krists, verða heiminum til fagnaðar. Unn oss þeirrar náðar, að sakir milligöngu hinnar heilögu meyjar, móðir hans, fáum vér að njóta fagnaðar eilífa lífsins. Fyrir Krist Drottin vorn. Amen.

Bæn um fyrirgefningu
Góði Drottinn Guð, ég ætla að gera eins og þú vilt og fyrirgefa öllum eins og þú fyrirgefur mér. Góði Guð, fyrirgefðu líka öllum, hvar sem þeir eru og hvað, sem þeir hafa gert. Láttu alla elska þig. Amen.

Bæn um hina sönnu trú
Almáttugi Guð, ég bið þig auðmjúklega að upplýsa hugskot mitt og hræra hjarta mitt með gæsku þinni, svo að með sannri trú og kærleika megi ég lifa og deyja í hinni sönnu trú Jesú Krists. Það er þessi trú, Guð minn, sem ég þrái af heilum hug að fylgja, til þess að bjarga sálu minni. Þessvegna lýsi ég því yfir að ég skal lifa í þeirri trú, sem þú sýnir mér að sé rétt, hverju sem til þarf að kosta. Það, sem ég verðskulda ekki, vænti ég að öðlast fyrir óendanlega miskunn þína. Heilög María, öndvegi viskunnar, bið þú fyrir oss. Amen.

Kvöldbæn
Góði Guð, vak þú yfir mér á meðan ég sef. Vak yfir öllum, sem eru þreyttir, að hvíla sig. Gef öllum svöngum mönnum mat að borða. Hugga líka góði Guð, alla þá, sem eru sorgmæddir, einmana og sjúkir. Amen.

Forn bæn fyrir framliðnum
Ég bið fyrir öllum sálum, sem fram hafa farið af heiminum frá upphafi og minna bæna með þurfa. Ég bið allsvaldandi Guð, að hann veiti þeim fyrirgefningu allra synda og gefi þeim eilífa hvíld og óþrjótandi ljós til efsta dags. En á upprisudegi veiti hann allra vorra sálum óumræðilegan fögnuð með sjálfum sér og öllum himneskum hersveitum. Amen. Drottinn, veiti þeim hina eilífu hvíld, og hið eilífa ljós lýsi þeim. Allir sálir trúaðra framliðinna hvíli í friði sakir miskunnar Guðs. Amen.

FYRIR FRAMLIÐNUM
Drottinn, veiti þeim hina eilífu hvíld, og hið eilífa ljós lýsi þeim. Allir sálir trúaðra framliðinna hvíli í friði sakir miskunnar Guðs. Amen.

03.04.05

  22:40:55, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 37 orð  
Flokkur: Bænir

Fyrir Jóhannesi Páli

Drottinn, veiti Jóhannesi Páli hina eilífu hvíld, og hið eilífa ljós lýsi honum.
Allir sálir trúaðra framliðinna hvíli í friði sakir miskunnar Guðs. Amen.

28.03.05

  22:06:17, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 100 orð  
Flokkur: Bænir

Köllunarsunnudagur

Köllunarsunnudagur
17.4.2005

BÆN
"Ó himneski Jesú,
þú kenndir okkur að biðja til Drottins uppskerunnar
til að senda verkafólk til uppskerunnar.
Veittu kirkjunni í þessu biskupsdæmi
og um allan heim, marga heilaga presta og nunnur.
Samkvæmt vilja þínum megi þau gefa hæfileika sína,
krafta, kapp og kærleika til vegsemdar föður þínum,
til þjónustu við aðra, og sáluhjálpar.
Ef að það mun þóknast þér
að velja einhvern úr fjölskyldu okkar
til að verða prestar eða nunnur,
þá munum við þakka þér af öllu hjarta okkar,
núna og ætíð. Amen."