Flokkur: "Messan"

12.05.08

  21:46:12, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 181 orð  
Flokkur: Messan

Vér trúum að messan ………

"……… Vér trúum að messan, framborin af prestinum í persónu Krists og fyrir kraft þess valds, sem fæst við prestvígsluna, sem er sakramenti, og sem presturinn fórnar í nafni Krists og meðlima hins leyndardómsfulla líkama hans, sé fórnin, sem færð var á Golgata, sé til staðar á altarinu að sakramentishætti. Vér trúum því, að eins og brauðið og vínið sem Drottinn vor vígði við hina síðustu kvöldmáltíð, hafi breyst í líkama hans og blóð hans sem fórna átti á krossinum vor vegna, þá einnig að brauð það og vín sem presturinn vígir breytist í líkama og blóða Krist sem situr í dýrðarhásæti á himnum; og vér trúum að hin leyndardómsfulla nærvera Drottins, undir því sem fyrir augum vorum heldur áfram að líta út sem það áður var, sé sönn, veruleg og eðlisleg nærvera. ………"
______________

Úr Trúarjátningu Guðs lýðs.
Hátíðleg trúaryfirlýsing Páls páfa VI.
1968.

11.02.08

  20:44:46, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 550 orð  
Flokkur: Messan

Sunnudagsmessan er heimsókn okkar til Guðs.

Grein eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993).

Guð skapaði okkur í þeim sérstaka tilgangi, að við getum lært að þekkja og elska hann og þjóna honum hér á jörðinni, svo að við fáum eftir dauðann að sjá hann og njóta návistar hans um alla eilífð á himnum. Að því kemur, að við deyjum. Það verður ekki umflúið. Og þá verðum við dæmd. Hvernig varði hvert og eitt okkar lífinu, sem Guð gaf okkur? Á þessum dómi veltur það, hvar okkur er búinn staður um alla eilífð.

Getum við verið þess fullviss að fara til himna? Jesús var spurður þessarar spurningar, og hann svaraði ………

Read more »

25.02.07

  23:41:09, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 458 orð  
Flokkur: Messan

Jesús er til staðar í Altarissakramentinu

Það eru margir í heiminum í dag sem neita að trúa því að Jesús hafi verið Sonur Guðs. Þetta sama fólk viðurkennir e.t.v. að hann hafi verið andríkur en það hafi verið allt og sumt. Fólkið sýnir Jesú ákveðna virðingu og fylgir honum að vissu leyti. Ef það viðurkenndi, hver hann væri í raun og veru, þá mundi fólkið sýna honum enn meiri virðing, og fylgir honum betur eftir.

Hver ætti virðing okkar að vera þá gangvart Jesú þegar við vitum að hann er í raun og veru Sonur Guðs almáttugs? Hversu vel ættum við að fylgja honum þegar við vitum að hann er ekki einungis andríkur maður, heldur að hann sé önnur persóna Heilagrar Þrenningar? Er hann ekki vor konungur konunganna og æðstur drottinn vor?

Það er hægt að finna út hversu mikla virðingu við berum fyrir Drottni vorum Jesú Kristi með því að sjá hversu mikla virðingu við berum fyrir honum í Altarissakramentinu. Jesús er til staðar í Altarissakramentinu okkar vegna.

Þetta sakramenti er sérstakt tákn Guðs um kærleika hans og umhyggju fyrir okkur. Þarna er hann á meðal okkar á mjög sérstakan hátt.

Konungur okkar kemur til okkar sem í mynd brauðs og víns. Hann er Brauð Lífsins. Hann kemur til okkar sem fæða. Venjuleg fæða gefur okkur líf og hjálpar okkur að endurnýja líkama okkar. Venjuleg fæða veitir okkur þrótt og ánægju. Altarissakramentið gefur okkur andlegt líf og gerir gott úr þeim skemmdum er syndin veldur. Það veitir okkur andlegan þrótt og ánægju.

Í hverri messu sem við sækjum þá fögnum við nærveru Jesús meðal vor. Hann talar til okkar Þegar við hlustum á ritningarlestrana og prédikunina. Í byrjunmessunar biðjum við hann um fyrirgefningu syndanna. Þegar við berum hvort öðru friðarkveðju, þá biður hann okkur að fyrirgefa þeim sem hafa syndgað geng okkur. Þegar messunni er lokið, heldur hann áfram að vera hér í guðslíkamahúsinu, til að við getum verið með honum.

Það er til saga um prest sem tók eftir konu sem sat ein í kirkjunni og bað til Jesú í guðslíkamahúsinu. Klukkustund seinna, sá presturinn að hún var þar enn. Önnur klukkustund til viðbótar leið og enn var hún þar í bæn. Þegar þar var komið, gekk presturinn til konunnar og spurði hvort það væri eitthvað sem hann gæti gert fyrir hana. „Nei, þakka þér fyrir, faðir“, svaraði hún. „Ég hef fengið alla þá hjálp sem ég þarf á að halda frá Jesú.“

24.02.07

  23:37:29, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 326 orð  
Flokkur: Messan

Löngu liðnir atburðir eru að gerast aftur

Ár hvert halda Gyðingar upp á páska, sömu viku og við köllum páskaviku. Einn hápunktur hátíðarinnar hjá Gyðingum er, þegar fjölskyldan borðar saman páskamáltíðina. Þeir neyta sama málsverðar — þ.e.a.s., ósýrð brauð, beyskar kryddjurtir og lambakjöt og drekka vín — sem forfeður þeirra átu og drukku nóttina sem þeir yfirgáfu Egyptaland. Engill Guðs fór yfir Egyptaland þessa fyrstu nótt og þeir urðu frjálsir eftir að hafa verið þrælar.

Þessi páskamáltíð er ekki aðeins minningarathöfn vegna löngu liðinna atburða. Gyðingar trúa því að er þeir neyti páskamáltíðarinnar, þá einhvern veginn, gerist það sama og gerðist er þeir yfirgáfu Egyptaland. Löngu liðnir atburðir eru að gerast aftur. Þessi máltíð minnir Gyðinga kröftuglega á að þeir eru kvaddir til að breyta frá syndaþrælkun og eigingirni yfir í betra líferni.

Það atriði sem ég vil vekja athygli á er: eins og vissir liðnir atburðir verða uppvaktir fyrir Gyðinga, með páskamáltíðinni; þá er það eins fyrir okkur, í messunni. Atburðir síðustu kvöldmáltíðarinnar og krossfestingarinnar, gerast aftur. Salur síðustu kvöldmáltíðarinnar og Golgata verða á vissan hátt uppvaktir í messunni.

Fyrir Gyðinga í dag, eru þessir gömlu atburðir endurvaktir til þess að þeir breyti til bættara lífernis, samkvæmt þessum atburðum. Fyrir okkur í dag, eru atburðir þjáninga og dauða Krists endurvaktir, svo að við munum breyta lífum okkar, eftir þessum atburðum. Fórn Jesús á krossinum var borin einu sinni, fyrir okkur öll, og fyrir messuna verður hún uppvakin í lífum okkar. Eins oft og fórn Jesús á krossinum er haldin hátíðleg á altarinu, heldur frelsun okkar áfram.

04.09.06

  22:27:32, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 498 orð  
Flokkur: Messan

Helgisiðir messunnar - eftir Sr. Róbert Bradshaw

Meðan Jesús dvaldist hér á jörðu, klæddist hann síðum kufli. Í messunni klæðist presturinn samskonar fötum til þess að minna okkur á að raunverulega er það Jesús sjálfur sem færir messufórnina með því að notfæra sér hendur og varir prestsins.

Read more »

03.04.05

  22:30:30, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 93 orð  
Flokkur: Messan

Fastir liðir heilagrar messu

Upphaf Messunar
Heilsun og iðrunarbæn
Gloria (Söfnuðurinn lofar Guð)
Safnbæn

Orðþjónusta
(Nú er hlýtt á Guðs orð)
Fyrri ritningarlestur
Davíðssálmur (1 til 150)
Síðari ritningarlestur
Allelúja vers
Guðspjall
Stólræða
Trúarjátning
Almenn fyrirbæn

Altarisþjónusta
Undirbúningur fórnargjafanna
Brauð og vín borið fram
Bæn yfir fórnargjöfunum

Þakkar- og helgunarbænir
Þakkargjörð
Efstabæn - gjörbreyting

Berging
Faðirvorið
Friðarkveðja
Brotning brauðsins og berging
Bæn eftir bergingu

Messulok