Flokkur: "Kraftaverk gerast"

28.04.08

  22:48:40, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 222 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Föðurhlutverk prestsins

Úr bókinni "Kraftaverk gerast" eftir Systur Briege McKenna.

"……… Presturinn er kallaður til að vera faðir. Hvað er faðir?

Faðir er maður sem Guð notar til að kveikja líf. Sú athöfn manns að kveikja líkamlegt líf er aðeins upphaf föðurhlutverksins. Að fæða barn inn í þennan heim er mjög lítill hluti þess en fullkomnun föðurhlutverksins verður aðeins að veruleika þegar faðirinn elskar, mótar, leiðréttir og leiðir börn sín. Faðir verður að vera viðstaddur og sýna börnum sínum blíðu og ástúð. Hann sér börnum sínum fyrir fæðu svo þau geti vaxið og orðið sterk. Hann aflar þeim menntunar. Hann kennir þeim að greina rétt frá röngu, þroskar með þeim siðferðisvitund, elur þau upp í kærleika og Guðsótta. Hann býr þau undir að búa í samfélaginu og heiminum þar sem þau munu seinna gera hið sama.

Þetta er hlutverk manns sem getur börn sín líkamlega og elskar þau síðan.

Sömu skyldur eru lagðar á herðar prestsins sem föður hinna trúuðu. Guð hefur valið prestinn sem andlegan föður. ………"

http://www.sisterbriege.com/

20.04.08

  20:20:33, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 516 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Jesús, læknaðu mig ef þú vilt!

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

"……… Kona kom til staðar þar sem faðir Kevin og ég vorum að prédika. Hún kom til mín frammi á gangi í húsinu og bað mig um að biðja með sér. Hún var örvæntingafull vegna þess að hún þjáðist af magakrabbameini. Hún var með æxli sem orsakaði mikla bólgu. Læknarnir höfðu sagt henni að það væri til einskis að skera hana upp vegna þess að ………

Read more »

17.04.08

  20:37:32, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 210 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Trú en ekki tilfinningar

Úr bókinni "Kraftaverk gerast" eftir Systur Briege McKenna.

Fólk kom til mín og sagði, "Ég finn ekki til neins í messunni. Hún er leiðinleg. Ég fæ miklu meira út úr því að fara á bænafundi þar sem allt er fullt af lífi og mér líður svo vel."

Ég svara alltaf, "Trú og tilfinningar eru tveir óskyldir hlutir. Það stendur hvergi í Biblíunni að Jesús segi, ,Tilfinningar þínar hafa bjargað þér' eða ,Þú læknast vegna tilfinninga þinna'." Hann hrósaði fólki vegna trúar þess. Trú er að trúa einhverju sem þú sérð ekki. Jesús sagði, "Blessaðir eru þeir sem sjá ekki en trúa þó."

Þetta er hin mikla áskorun fyrir okkur sem erum kaþólsk. Við getum ekki útskýrt altarissakramentið vegna þess að það er kraftaverk og leyndardómur. Það sem gildir er að trúa heldur í hjartanu frekar en að skilja í huganum. Tilfinningar gera Krist ekki viðstaddan í altarissakaramentinu. Það er máttur Heilags Anda, sem vinnur með tilstyrk vígðs prests, sem gerir Krist nærverandi meðal okkar í altarissakramentinu. Það getur verið að ég finni ekki til neins en Jesús er samt nærstaddur.

http://www.sisterbriege.com/

15.04.08

  22:57:05, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 656 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Skírn í Heilögum Anda

Úr bókinni "Kraftaverk gerast" eftir Systur Briege McKenna.

"Þrátt fyrir allt þetta var það ekki fyrr en eftir mína eigin líkamlegu lækningu, að ég fékk nýjan skilning á altarissakramentinu. Eftir að hafa hlotið "skírn í Andanum", upplifði ég andlega vakningu sem hjálpaði mér að sjá skírar hina miklu gjöf sem Drottinn hefur gefið okkur með altarissakramentinu og hinum sakramentunum.

Ef til vill er mörgu fólki ekki kunnugt um hugtakið "skírn í Andanum". Þetta hugtak er tekið úr ritningunum, sérstaklega öðrum og ellefta kafla Postulasögunnar.

Við tökum við gjöfum Andans í skírninni. Við tökum við Heilögum Anda allt okkar líf - þegar við göngum til altaris og þegar við meðtökum öll hin sakramentin.

Þetta er eins og að fá ………

Read more »

13.04.08

  14:58:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 175 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Líkamleg lækning og andleg

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

"Margir koma til mín til þess að fá líkamlega lækningu og hafa engan áhuga á andlegri lækningu. Einu sinni hringdi maður í mig og sagði mér að hann væri mjög slæmur í fætinum. Ég svaraði, "Ég skal biðja með þér fyrir andlegri og líkamlegri lækningu."

Hann sagði, "Nei, þetta er allt í lagi. Hugsa þú ekki um andlegu lækninguna. Það er bara fóturinn á mér sem þarfnast lækningar."

Ég sagði við hann, "Þú þarft ekki fótinn þinn til að komast til himna, en þú þarft heilbrigða sál."

Fólk er ekki alltaf meðvitað um þörf sína fyrir andlega lækningu. Þetta skapar hættu fyrir fólk sem sinnir lækningum. Við getum orðið of spennt og upptekin af líkamlegri lækningu. Hún ætti að leiða okkur til andlegrar lækningar og dýpra sambands við Jesú."

http://www.sisterbriege.com/

12.04.08

  22:27:32, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 1003 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Að játast Guði

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

Fyrir nokkrum árum kom faðir lítillar níu ára stúlku að hitta mig. Hann var örvilnaður. Einkabarn þeirra hjóna var að deyja úr hvítblæði. Hann hafði heyrt að ég hefði verið notuð sem verkfæri Drottins til að gefa fólki með hvítblæði lækningu, sérstaklega börnum.

Hann sagði í örvæntingu sinni, "Ég hef reynt allt en ekkert hefur virkað. Ég reyndi jafnvel Jesú en hann virkaði ekki heldur, svo að nú er það undir þér komið."

Ég svaraði, "Ef þú gleymir að ég vinn aðeins fyrir Jesú, ………

Read more »

06.04.08

  22:19:05, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 94 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Systir Briege og móður Teresa

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

" ……… Ég spurði einu sinni móður Teresu hvað henni fyndist vera stærstu skilaboðin sem ég gæti gefið prestum. Hún brosti, tók um hönd mína og sagði, "Systir Briege, segðu þeim að þeir verði að biðja Jesú að gefa þeim hjarta sitt til að elska með. Segðu þeim að þeir verði að vera menn kærleikans, að þeir verði að elska syndarann, ekki syndina."………"

http://www.sisterbriege.com/

05.04.08

  22:30:41, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 418 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Að snerta Jesú í altarissakramentinu

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

"……… saga um ungan prest. Hann hringdi í mig, mjög kvíðinn og hræddur. Hann hafði nýverið komist að því að hann hafði krabbamein í raddböndum og þurfti að láta fjarlægja raddböndin innan þriggja vikna. Hann sagðist vera örvæntingarfullur. Hann hafði aðeins verið vígður í um sex ár.

Á meðan ég bað með honum fann ég að Drottinn vildi að ég talaði við hann um altarissakramentið. Ég sagði við hann, "Faðir, ég gæti beðið með þér, og ég mun gera það, en hittir þú ekki Jesú í morgun? Hittir þú hann ekki á hverjum degi?" ………

Read more »

23.03.08

  22:16:21, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 242 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Jesús lifir. Hann er með okkur.

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

"Mig langar til að segja frá atviki sem sýnir gæði sambands sem er bundið í Drottni. Það hafði djúp áhrif á bæði Föður Kevin og mig sjálfa, og gerði okkur mjög meðvituð um stöðuga nærveru Krists.

Við vorum að borða máltíð á veitingastað í Dublin og Faðir Kevin var andspænis mér. Hann kallaði á okkur að biðja borðbæn og sagði, "Biðjum Jesú að heimsækja okkur nú eins og hann gerði á leiðinni til Emmaus."

Á því augnabliki, þegar hann sagði þessi orð, beygði ég höfuðið og beið eftir að hann héldi áfram með bænina, en hann sagði ekki neitt. Ég leit upp til að sjá hvað tefði hann. Og sitjandi í auða stólnum – ég er viss um að það var í anda mínum, en ég sá greinilega – var falleg ímynd af Jesú að brosa til mín. Á þess að segja orð sendi hann þessi orð til mín, "Ég er alltaf þar sem ég er elskaður, virtur og velkominn." Svo hvarf ímyndin.

Faðir Kevin leit á mig. Ég gat séð að hann var snortinn.
Hann sagði, "Mér fannst einhver sitja við hliðina á mér."

Tilfinning hans staðfesti það sem ég hafði séð."

http://www.sisterbriege.com/