Flokkur: "Vegurinn, sannleikurinn og lífið"

10.05.08

  21:02:42, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 220 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Rómversk-kaþólska kirkjan er aðeins staðarkirkja Vesturlanda

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(11. k.)

"……… Að vísu er talað um margar kirkjur í Nýja testamentinu, í bréfum Páls og Postulasögunni, en þá er átt við staðarkirkjur, staðbundna söfnuði (t.d. í Korintu, Efesus, Róm og víðar). Hjá slíkum söfnuðum hafa orðið til í rás sögunnar viss einkenni, sem hafa tollað við þá og varðveist í þeim, t.d. ýmsar venjur, helgisiðir og tungumál. Þrátt fyrir það voru slíkir söfnuðir hver öðrum tengdir í einni og sömu trú og litu á sig sem deildir í heildarkirkjunni. Í þessum skilningi er að fullu réttlætanlegt að nota orðið "kirkjur". Þannig urðu t.d. til hin fornu svonefndu "patríarköt" Austurlanda (í Konstantínópel, Jerúsalem, Antíokkíu) sem voru í nánu sambandi hvert við annað og eftirmann Péturs, páfann. Öll nefndust þau "kirkjur" og það með fullum rétti.

Í þessum skilningi er rómversk-kaþólska kirkjan einnig "staðarkirkja" því að kaþólska kirkjan er ekki einfaldlega sama og rómverska kirkjan (eða latneska kirkjan, eins og hún er stundum nefnd). Rómversk-kaþólska kirkjan er aðeins staðarkirkja Vesturlanda, patríarkat Rómar. ………"

08.05.08

  21:35:37, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 245 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Að Guð sé einn í þrem persónum

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(8. k.)

"……… Samtímamenn Jesú úr hópi Gyðinga voru stoltir af eingyðistrú sinni, sem greindi þá frá öllum þjóðum. Þeir byggðu á þessari grundvallarsetningu í Gamla testamentinu: "Ég er Drottinn, Guð þinn. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig" (2. Mós. 20, 1-3; Mark. 12, 29). Jesús leggur líka áherslu á að Guð sé einn. En hann víkkar og dýpkar þennan skilning á Guði, smám saman og af hinni ítrustu gætni, til þess að sá grunur falli ekki á hann að hann boði fleiri en einn Guð. Þannig er smám saman farið að tala um Föðurinn, Soninn og Heilagan Anda hvern við annars hlið, í sambandi við það að Jesús tók á sig mannlega mynd og síðar þar sem sagt er frá skírninni í Jórdan (Matt. 3, 13-17; Lúk. 1,32 og víðar). Þegar Jesús er risinn upp frá dauðum, tengir hann á ný saman öll þrjú heiti Guðs: "Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni Föðurins, Sonarins og hins Heilaga Anda" (Matt. 28, 18-19). Þannig lesum við víða í Heilagri Ritningu um hvorttveggja, aðgreiningu og einingu Föðurins, Sonarins og hins Heilaga Anda, svo að við getum með öryggi játað að Guð sé einn í þrem persónum (sjá Jóh. 16,28). ………"

30.04.08

  14:26:24, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 247 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Að vísu kemur orðið "Þrenning" hvergi fyrir í Heilagri Ritningu

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(8. k.)

"……… Grundvallarsannindi trúar okkar eru að til sé aðeins einn Guð, og þó að við játum kenninguna um Föðurinn, Soninn og Heilagan Anda, breytir það engan veginn kenningunni um að Guð sé einn. En hvernig er hægt að sameina þetta tvennt?

Að vísu kemur orðið "Þrenning" hvergi fyrir í Heilagri Ritningu, en þegar við tekjum það sem Guð sagði og gerði, verður þessi leyndardómur alltaf á vegi okkar. Við megum reiða okkur á að okkur hefur ekki verið boðuð þessi trúarkenning til þess að við hefðum eitthvað til að velta fyrir okkur eða til þess að gera okkur erfiðara fyrir að trúa. Þetta má frekar orða þannig að Guð hafi snúið sér til okkar og talið réttmætt að við fengjum að fræðast eitthvað um innri lífsauðlegð sína. Á því, hvort menn trúa kenningunni um Þrenninguna eða ekki, sést best hvort þeir eru reiðubúnir til þess að hlusta á Guð sjálfan segja þeim, hver hann sé, eða hvort þeir reiði sig frekar á mátt sinnar eigin ímyndunar og fallist aðeins á tilveru þess Guðs, sem þeir geta sjálfir skilið. Slíkur Guð hlyti þó að vera lítilfjörlegri en sú skynsemi sem gerði sér grein fyrir honum. ………"

29.04.08

  21:26:46, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 484 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Innri máttur hins nýja lífs

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(8. k.)

Jesús var ekki áfram hjá okkur, en samt lét hann okkur ekki sigla okkar eigin sjó. Þegar hann hélt á brott, sagði hann: "Það er yður til góða að ég fari burt, því að fari ég ekki burt, mun Huggarinn ekki koma til yðar, en þegar ég er farinn, mun ég senda hann til yðar" (Jóh. 16, 7-15).

Þessi Huggari er annarsstaðar kallaður Andi Guðs, Heilagur Andi. Hann á að leiða okkur í allan sannleika, þann sannleika sem Jesús kenndi okkur (sjá Jóh. 16,13). Við skulum grípa til líkingar: Sé hjarta mannsins ekki ………

Read more »

25.04.08

  20:45:13, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 170 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Hvað hrífur okkur meira en ………?

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(7. k.)

"……… Í 10. kafla Markúsarguðspjalls er frá því sagt að ungur maður kemur til Jesú og spyr: "Góði meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?" Hann er því að leita þess sem ævarandi er, þess sem veitir lífinu fyllingu. Jesús bendir honum þá á boðorðin. Ungi maðurinn segir að þau hafi hann haldið frá æskudögum sínum. Ljóst er að hann hefur ekki fundið innihald lífsins, lífshamingjuna, í því og þessvegna heldur hann áfram að spyrja. Og þá kemur það sem úrslitum ræður: "Jesús horfði á hann með ástúð." Það er upphaf lífshamingjunnar, þess að finna innihald lífsins, að einhver tekur á móti okkur með kærleika. Það eru áhrifaríkustu tíðindin sem menn geta fengið, því að hvað hrífur okkur meira en að komast að raun um að við séum elskuð? ………"

23.04.08

  12:58:38, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 624 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

"Hver mun frelsa mig frá þessum dauðans líkama?

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(7. k.)

"……… Þó að maðurinn hafi eignast allt það, sem lífið hefur að bjóða, er hann ekki þar með laus við alla óánægju. Hvernig skyldi annars standa á því að menn, sem allt geta látið eftir sér, velja þann kost að yfirgefa lífið af frjálsum vilja? Á því er ekki til önnur skýring en sú að ekkert sem á jörðu finnst getur fullnægt manninum, ekkert af því getur veitt honum það yndi að hann þrái ekkert eða vænti sér einskis fram yfir það.

Af því sjáum við ljóslega að raunveruleg fylling lífsins hlýtur að eiga sér einhverjar aðrar rætur. Það er sama, hvað við tökum til bragðs; ef við ætlum að treysta á vöntunarkennd sem í okkur býr. Samkvæmt því sem í Biblíunni segir, mun manninum aldrei lánast að endurnýja líf sitt af eigin rammleik. Páll postuli lýsir þessari ófullnægðu þrá í Rómverjabréfinu, er hann hrópar: ………

Read more »

21.04.08

  19:55:46, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 385 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Að taka afstöðu

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(3. k.)

"……… Eigi einhver von á mikilvægum skilaboðum, gerir hann allt sem í hans valdi stendur til þess að þau skilaboð fari ekki framhjá honum. Sé það nú hinn óendanlegi Guð, sem er að tala við þann sem hann hefur skapað, þá getur hinum skapaða ekki staðið á sama um hvort það er Guð sem talar eða ekki, eða hvað hann er að segja. Sá möguleiki, þótt ekki væri annað, að Guð gæti hafa beðið fyrir einhver skilaboð til okkar, hlýtur að knýja okkur til þess að kanna það mál og spyrjast fyrir um, hvort hann hafi í raun og veru látið einhversstaðar til sín heyra.

En þegar Guð talar, svo að ekki verður um villst, þá verður maðurinn að bregðast öðruvísi við en hann gerir að jafnaði. Þá er hann sá, sem talað er til, og þá verður hann að hlusta og taka afstöðu samkvæmt því sem talað er til hans. Hann getur lokað augum sínum og eyrum fyrir ræðu Guðs og athöfnum hans og hann getur líka hlustað og horft. En það sem Guð segir, er aldrei án skuldbindingar, og þessvegna hefur maðurinn ekki heimild til að svara því sem honum sýnist. Annaðhvort trúir hann því sem Guð segir eða hann verður sekur við hann (og þá er auðvitað gengið út frá því að hann viti eitthvað um þær staðreyndir sem felast í opinberun Guðs). Guð talar ekki til mannsins nema hann hafi eitthvað mikilvægt að segja honum, og þessvegna er það á valdi mannsins að nota tækifærið til þess að kynnast því sem mestu máli skiptir fyrir hann, um hann sjálfan og veröldina hans, eða fleygja þessu tækifæri frá sér. Enda þótt margir, sem "fyrir utan standa", líti svo á að lífið verði auðveldara ef maðurinn hafi enga trú, þá getur hver raunverulega trúaður maður borið vitni um að hann finni í trú sinni sanna gleði og hún geri líf sitt auðugra en það ella hefði verið. ………"

19.04.08

  14:06:25, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 343 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Efasemdir og vantrú hafa sína þýðingu fyrir trúaðan mann

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(3. k.)

"……… Flestar mótbárurnar gegn tilveru Guðs byggjast nú á dögum á þjáningunni ……… Mannkynssagan öll, með blóði sínu og tárum, með tilgangsleysi sínu og ranglæti, virðist vera ein samfelld ásökun á hendur Guði. "Hvernig stendur á því að Guð lætur þetta viðgangast? Það lítur út fyrir að hann sé ekki til , fyrst allt gengur svona illa. Annaðhvort er Guð dauður eða hann þegir. Ef hann væri til, þá gæti hann, þá hlyti hann að breyta þessu öllu, því að almáttugur er hann víst. Fyrst hann lætur allt þetta viðgangast þá á hann sök á allri þessari eymd. Fyrst hann lætur svona lítið til sín taka í þessum heimi, þá verðum við mennirnir að taka til okkar ráða og endurbæta heiminn án hans." ………

……… Trúaðir menn eiga líka við svipaðar vandaspurningar og erfiðleika að stríða, ef þeir ganga ekki með bundið fyrir augun. En efasemdir og vantrú hafa sína þýðingu fyrir trúaðan mann, því að þegar hann áttar sig á, hversu mjög þær sækja að honum, rífur hann sig upp úr vanahugsunum og sjálfsánægju og skoðar málin á ný. Þannig neyðir vantrúin hinn trúaða til að endurskoða guðshugmyndir sínar annað veifið og tengja þær kröfum tímans. Þá fyrst er trú okkar sterk og þroskuð, þegar hún hefur tekist á við vantrúna og sigrað. Flestir menn verða einhverntíma á ævinni að ganga gegnum sitt vantrúarskeið en einmitt það getur orðið til þess að styrkja þá í trúnni þegar frá líður. En það er ekki skoðun okkar að menn þurfi að vera guðleysingjar til þess að geta þjónað mönnunum og til þess að geta gengið til fylgis við framfarir, tækni og heiminn yfirleitt, eins og hann er. ………"

03.04.08

  05:59:34, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 454 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Ef maðurinn gerir ekki ráð fyrir Guði, verður hann sjálfur að spurningu sem ekkert svar finnst við.

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(1. k.)

Heimspekin lýsir manninum þannig að hann sé "opinn vera", sem sé að hann fari sífellt fram úr sjálfum sér yfir í nýja framtíð. Tómas Akvínas, guðfræðingur sem upp var á miðöldum, sagði að maðurinn gæti færst hið óendanlega í fang. Útheimtir tilvera slíkrar viðleitni og þrár ekki beinlínis aðra vídd, sem nær út fyrir jarðneska tilveru okkar, "hinn helminginn", sem er lífi okkar svo nauðsynlegur að án hans yrði það einskisvert? Án hans mætti með réttu segja að lífið væri tilgangslaust. Það sem þá vantar er hið takmarkalaus, eða nánar tiltekið hinn óendanlegi. …………

Read more »

01.04.08

  21:25:04, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 310 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Hefur lífið einhvern tilgang?

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(1. k.)

……… Við farmiðasöluna stendur maður og biður um farmiða aðra leiðina á fyrsta farrými. Bara aðra leiðina á fyrsta farrými, annað ekki. Honum virðist vera sama hvaða leið verði farin og hvert. Bara að hann geti ferðast á fyrsta farrými! Maðurinn hlýtur að vera að gera að gamni sínu, hugsum við. En auðvitað skeður þetta ekki í alvöru. Samt er til fjöldi manna sem hagar sér svona í reyndinni. Þeim er það aðalatriði að vel fari um þá, að þeir njóti góðrar stöðu, að þeir hafi fastar tekjur - en þeim er alveg sama hvert leiðin liggur.

En samt eru þeir menn í miklum meirihluta, sem gera sig ekki ánægða með þetta. Þeir hika við að stíga upp í farartækið þótt á því standi "1. farrými" ef þeir vita ekkert annað. Þeir vilja fá að vita hvert ferðinni sé heitið og hvort það borgi sig, þegar á allt er litið, að fara þessa för.

En vitum við í raun og veru, til hvers við lifum hvert leið okkar liggur eða hvort líf okkar hafi í rauninni einhvern tilgang? Svörin, sem við fáum við þessum spurningum, eru margvísleg á okkar tímum og oft rekast þau hvort á annað.

Nútímamaðurinn ver skoðanir sínar af meira sjálfstæði en menn fyrri alda. En þótt furðulegt sé er hann um leið haldinn meiri óvissu þegar um er að ræða spurningarnar um lífið sjálft og tilgang þess. Þá leikur ekki aðeins vafi á, hverju svara skuli, heldur eru menn í vafa um, hvort hægt sé yfirleitt að svara slíkum spurningum. ………