Flokkur: "Við brosum!"

23.05.08

  21:37:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 37 orð  
Flokkur: Við brosum!

Ættartala

Sú saga er sögð um konu eina sem eyddi fimmtíu þúsund krónum til að fá ættartölu sína. Hún eyddi síðan öðrum fimmtíu þúsundum til að halda ættartölunni leyndri!

02.04.08

  22:44:40, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 145 orð  
Flokkur: Við brosum!

Svona ljótur er ég þó ekki!

Eitt sinn, þegar fjöldi fólks þyrptist að Píusi páfa IX, tróð sér maður fram úr hópnum og rétti feimnislega að honum lítið málverk í þeirri von að hann gæti fengið hinn heilaga föður til að árita það.

Píus tók við málverkinu, sá að það átti að vera af honum en var algerlega misheppnað.

Ólýsanlegt bros færðist yfir andlit hans um leið og hann sagði:

“Ljótur er ég, sonur minn, en svona ljótur er ég þó ekki!”

Síðan tók hann penna og skrifaði neðst á málverkið orðin sem Frelsarinn mælti við lærisveina sína eftir upprisuna til að róa þá, því þeir óttuðust að hann væri afturganga:

“Ego sum, nolite timere.”

Það merkir: “Þetta er ég, óttist ekki!”

14.03.08

  14:26:29, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 116 orð  
Flokkur: Við brosum!

Heilagur Antoníus frá Padúa

Útskýring: Það er siður í mörgum löndum að biðja til heilags Antoníusar frá Padúa, ef eitthvað hefur glatast.

----------

Eitt sinn týndi kona nokkur skópari.

Hún snéri sér til heilags Antoníusar og bað hann um hjálp við að finna skóna.

Hún hét því að láta hundrað krónur í ílátið við helgiskrín hans næst þegar hún kæmi til kirkju.

Seinna er konan stödd í kirkjunni en þá ákveður hún að setja aðeins fimmtíu krónur í ílátið, í stað eitt hundrað króna.

Þegar hún kom aftur heim, fann hún
einn
skó!

01.03.08

  22:10:37, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 46 orð  
Flokkur: Við brosum!

Já!

Til er saga um fyrstu geimfarana sem fóru út í geiminn.

Þegar einn þeirra leit út og sá stórfenglegt útsýnið tók hann andköf og sagði: “GUÐ MINN GÓÐUR!"

Og rödd svaraði honum sem sagði: “Já, hvað vilt þú?"

28.02.08

  20:37:52, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 86 orð  
Flokkur: Við brosum!

Ljós og myrkur

Benediktíni, Dominíkani, Fransiskani og Jesúíti sátu saman í herbergi og ræddust við.

Þá slokknaði ljósið svo að koldimmt varð í herberginu.

Benediktíninn fór að biðja því hann kunni tíðabænirnar utan að.

Dominíkaninn gerði grein fyrir guðfræðilegum mismun á ljósi og myrkri.

Fransiskaninn lofaði Guð fyrir að hafa skapað bæði ljósið og myrkrið.

En allt í einu kom ljósið á ný.

Jesúítinn hafði farið fram í ganginn og skipt um öryggi.

27.02.08

  09:29:53, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 43 orð  
Flokkur: Við brosum!

Of áköf í trúboðinu

Kaþólsk stúlka varð ástfangin af trúleysingja.

Hún lagði kapp á að snúa honum til kaþólskrar trúar

en var of áköf í trúboðinu

því það endaði með því að hann vildi verða prestur.

26.02.08

  16:37:57, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 52 orð  
Flokkur: Við brosum!

Í skriftir í fyrsta sinn

Lítil stúlka hafði farið í skriftir í fyrsta sinn og kom grátandi út úr skriftastólnum.

"Hvað er að, elskan mín?" spurði mamma hennar sem beið í kirkjunni.

"Presturinn sagði að ég ætti að biðja þrjú Heil sért þú, María, og ég kann ekki nema eitt."