Margrét María Alacoque fæddist í Burgundy héraði í Frakklandi árið 22. júlí 1647.
Þegar hún var 23 ára gömul gekk hún í Paray le Monial klaustrið. Þegar Margrét María hafði verið um tvö ár í klaustrinu, varð hún fyrir mjög undursamlegri reynslu: Jesús birtist henni. Þar sem hún kraup frammi fyrir guðslíkamahúsinu, sá hún ………
Móðir Teresa frá Kalkútta fæddist árið 1910. Hún hét Agnes Gonxha Bojaxhiu þá. Faðir hennar var búðareigandi og Agnes átti eina systur og einn bróðir.
Er hún var tólf ára var hún þegar viss um að Guð var að kalla hana til þess að verða trúboðsnunna. Hún gerðist meðlimur í Loretto reglunni og var á endanum send til Kalkútta á Indlandi, til þess að kenna í skóla þar. Þetta gerði hún í mörg ár.
Árið 1946 gerði Móðir Teresa sér grein fyrir því að Guð vildi að hún breytti vinnu sinni, frá kennslu yfir í það að hjálpa fátæku, veiku og dauðvona fólki.
Tveimur árum seinna eða í ágúst árið 1948, breytti hún klæðum Loretto nunnana í nýjan, fyrir framtíðar reglu sína; ódýran og látlausan hvítan sarí, eins og þau klæði sem indverskar konur klæðast, með bláum borða, lítinn kross nældan vinstra megin á öxlinni og opnum sandölum sem fótbúnað.
Smátt og smátt fóru ungar stúlkur að gerast meðlimir í reglu hennar og árið 1950 var regla trúboðs Kærleiksboðberanna samþykkt af Páfanum.
Kærleiksboðberarnir, reglusystur Móður Teresu í Kalkútta, sem vinna hin erfiðustu störf myrkranna á milli, helga ævinlega alllangan hluta hvers dags bænahaldi og hugleiðingu, auk daglegrar messu, og Móðir Teresa heldur því statt og stöðugt fram, að án þessa sambands við Guð, væri þeim ómögulegt að halda áfram starfi sínu í þágu hinna þjáðu.
Mey og píslarvottur - 13. des.
Talið er að Lúsía hafi fæðst árið 283. Foreldrar hennar voru aðalsfólk á Sikiley. Faðirinn dó á meðan hún var í bernsku svo að móðirin Eutychia sá um uppeldið. Eins og margir fyrstu píslarvottarnir hafði hún helgað meydóm sinn Guði, og von hennar var sú að geta gefið eigur sínar fátækum. Móðir hennar beitti sér gegn því fyrst í stað, en eftir að hún hafði hlotið undraverða lækningu, sem hún þakkaði Guði, gaf hún leyfi sitt fyrir því.
Þetta örlæti vakti mikla gremju hjá æskumanni einum heiðnum sem gegn vilja Lúsíu hafði verið valinn brúðgumi hennar. Hann kom boðum til landstjóra Sikileyjar Paschasíusar að nafni um að Lúsía væri kristin. Þetta á að hafa gerst árið 303 á tíma ofsóknarinnar miklu gegn kristnum mönnum sem Díókletíanus keisari stóð fyrir. Lúsía var líflátin með sverði, sem rekið var ofan í háls hennar.
Áður en hún dó sagði hún fyrir um málagjöld Paschasíusar, skjót endalok bæði ofsóknarinnar miklu og veldi Díókletíanusar á keisarastóli.
Þannig styrkt af Brauði Lífsins ávann hún sér kórónu meydóms og píslarvættis.
Heilög Lúsía, bið þú fyrir oss.
Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar
Maximilian (Max) Kolbe
(14. ágúst)
Maximilian Kolbe fæddist 7. janúar 1894 í Zdunska-Wola í Póllandi. Hann lagði fyrst stund á nám í hinum litla prestaskóla Fransiskana í Lwów (Lemberg) og gekk ásamt með eldri bróður sínum í reglu Fransiskana þann 4. september 1911. Árin 1912–1919 dvaldist hann í Róm og lagði stund á kristilega heimspeki og guðfræði. Þar var honum einnig veitt prestvígsla 1918. Í Róm stofnaði hann árið 1917 trúarlegan félagsskap sem hann nefndi “Militia Immaculatae”, til þess að vinna að sinnaskiptum syndara og trúleysingja og fór sú hreyfing brátt vaxandi. Þess vegna byggði Kolbe klaustrið Niepokalanów í nágrenni Varsjár og varð fyrsti yfirmaður þess. Þaðan starfaði hann þrotlaust að útbreiðslu hreyfingar sinnar og mánaðarrits hennar “Riddara hinnar flekklausu meyjar”. Árið 1930 fór hann til Japans, samkvæmt beiðni Píusar XI páfa, og þar stofnaði hann ásamt með fjórum reglubræðrum sínum trúboðsstöð nálægt Nagasaki. Eftir sex ára árangursríkt trúboðsstarf hélt hann aftur heim til Póllands.
Þegar önnur heimsstyrjöldin var skollin á, kom séra Maximilian Kolbe flóttamönnum og fórnarlömbum styrjaldarinnar til hjálpar, meðal þeirra mörgum Gyðingum. Hinn 17. febrúar 1941 var hann tekinn til fanga ásamt með fjórum reglubræðrum sínum og eftir stutta dvöl í fangelsi í Varsjá var hann fluttur í fangabúðirnar í Auschwitz. Þar tók hann á sig sök annars fanga og dó 14. ágúst 1941.
Séra Maximilian Kolbe var tekinn í tölu hinna sælu 17. október 1971 og í ársbyrjun 1983 lét Jóhannes Páll II páfi taka hann í tölu heilagra.
***********
Grein þessi birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í júlí / ágúst 2006.
Á Norðurlöndum voru það konungarnir sem stóðu fyrir kristnitökunni og studdu hana. Þriðji píslarvotturinn á konungsstóli þeirra landa var Ólafur II Noregskonungur, fæddur 990, og höldum við minningarhátíð hans á sama degi og hinna fyrri. Víkingaferðirnar, sem hann tók þátt í sem ungur maður, komu honum í snertingu við kristinn sið. Kristindómurinn hafði svo djúp áhrif á hann að hann lét skírast í Rouen (Rúðuborg), Frakklandi.
Árið 1015 sneri hann aftur til Noregs, sameinaði landið með hernaði og samningum og lét krýna sig til konungs yfir öllum Noregi. Samtímis studdi hann markvisst og styrkti kristilegt trúboð í landinu.
Ýmsum norskum ættarhöfðingjum féll illa of mikill strangleiki hans og pólitísk markmið, og skipulögðu ………
Knútur var sonur Sveins konungs sem ríkti í Danmörku 1047-1074. Þegar konungurinn dó völdu Danir fyrst Harald sem eftirmann hans. Þegar hann dó 1080, tók Knútur (fjórði konungur Dana með því nafni) við konungdómi.
Á hinum skammvinna stjórnartíma sínum lét hann boða kristna trú í Kúrlandi, Samogitíu og Litháen. Knútur sótti fast að efla konungsvaldið gegn aðlinum og bæta hina veiku stöðu kirkjunnar í Danmörku. Hann skipaði biskupa til þess að leysa hina veraldlegu aðalsmenn af hólmi og hann reyndi að bæta fjárhagsstöðu kirkjunnar með því að leggja á tíund. Þá kom hann örlátlega á fót líknarstofnunum til þess að bæta álit kirkjunnar meðal Dana. Líf hans, ekki aðeins hið pólitíska heldur einnig hið persónulega, einkenndist af ………
Heimildir eru mjög fáorðar um ævi og dauða þessa unga konungs, að því frátöldu sem sagt er frá honum í ævisögu hans sem skráð var á 13. öld. Hann mun hafa setið á konungsstóli Svía um miðja 12. öld. Um hann er sagt að hann hafi verið dyggðugur, trúaður og þegnum sínum góður konungur. Hann tókst á hendur krossferð gegn Finnum, ásamt með Henriki biskupi sínum, bæði til þess að efla áhrif Svía þar í landi og útbreiða kristinn sið. Hann bar sigurorð af Finnum er hann hélt heim til Svíþjóðar. Eiríkur átti þó ekki aðeins vini, heldur einnig ………
Árið 1905 fæddist í Póllandi stúlka, sem fékk nafnið Helena Kowalska. Hún var þriðja barn foreldra sinna, en þau eignuðust tíu börn. Helena hlaut gott kristilegt uppeldi, elsku til Guðs og virðingu fyrir öðrum mönnum. Allt líf hennar einkenndist síðan af þessum dyggðum.
Tvítug að aldri gekk Helena í reglu Systra af vorri Frú miskunarinnar. Þar hlaut hún nafnið systir María Faustína. Í þessu samfélagi eyddi hún þeim þrettán árum sem hún átti eftir ólifað. Áköf elska og kærleikur til Guðs og manna leiddi hana upp á tind sjálfsfórnar og hetjulundar. Einkennandi fyrir líf systur Faustínu var hollusta hennar við hina guðlegu miskunn og traust á Jesú, sem hún lagði sig fram um að glæða hjá þeim sem kynntust henni.
Jesús birtist systur Faustínu alloft. Eitt sinn heyrði hún rödd sem sagði:"Dóttir mín, vertu iðin við að færa í letur hvert orð, sem ég segi þér og varðar miskunn mína af því að það er ætlað mörgum sálum, sem njóta munu gagns af því."
Systir Faustína lést 5. október árið 1938 og var tekin í tölu heilagra, Miskunnar Sunnudaginn 30. apríl árið 2000.
Heilög Faustína, bið þú fyrir oss.
Heilög Teresa frá Lisieux er mjög vinsæll dýrlingur rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Hún fæddist 1873 og lést 1897. Hún var frönsk karmelnunna og er einnig þekkt undir nafninu „Hið litla blóm Jesú.“
Þegar hún fæddist í Alençon Frakklandi var henni gefið nafnið Thérèse Martin. Hún var strax í barnæsku mjög trúrækin og gekk í Karmelklaustrið í Lisieux 15 ára gömul. Árið 1893 var hún skipuð til að hafa umsjón með nunnuefnum klaustursins, þar sem hún dvaldi ævilangt.
Heilög Teresa hagaði lífi sínu í samræmi við það sem hún kallaði …
Gianna Beretta fæddist í Magenta (Mílanó) 4. október árið 1922. Strax sem ung stúlka tók hún á móti gjöf trúarinnar af fúsum vilja, svo og hinni ágætu kristnu fræðslu sem hún hlaut hjá sinum góðu foreldrum. Þetta átti sinn þátt í því að Gianna leit á lífið sem einstaka gjöf frá Guði. Þá leiddi þetta til þess að hún öðlaðist sterka trú á guðlega forsjón ………
Karol Wojtyla fæddist 18. maí 1920 í bænum Wadowici nálægt Kraká í Póllandi. Ungur missti hann móður sína og föður sinn dó er hann var 21 árs.
Í stríðinu fékk Karol köllun til að gerast prestur. Hóf hann þá nám í leynilegum prestaskóla á vegum erkibiskups borgarinnar og var auk þess virkur í starfi leynilegs leikflokks. Við stríðslok hélt hann áfram formlegu námi og vígðist til prests haustið 1946.
Árið 1958 var Karol settur vígslubiskup í ………
Kafli úr trúfræðslubókinni LEGG ÞÚ Á DJÚPIÐ.
Ansgar var fæddur í Norður-Frakklandi og gekk snemma í reglu Benediktsmunka. Hann var sendur til Danmerkur árið 826 til þess að boða trú. Hann lagði hart að sér en náði þó ekki miklum árangri. Það urðu honum mikil vonbrigði og hann sneri heim aftur í klaustur sitt að tveim árum liðnum.
Árið 829 lagði Ansgar enn af stað til að boða kristna trú. Í það sinn hafði svíakonungur beðið um aðstoð. Ansgar starfaði í Birka í Svíþjóð í rúm tvö ár. Allmargir létu skírast og Ansgari var leyft að byggja fyrstu kirkjuna á sænskri grund.
Árið 831 fór hann til þýskalands, því hann hafði verið skipaður erkibiskup í Hamborg og Brimum (Bremen). Það féll nú í hans hlut að stjórna trúboðinu á Norðurlöndum. Hann var aðeins þrítugur að aldri en mjög kappsfullur. Hann lét byggja kirkjur, klaustur, skóla og sjúkrahús. Hann tók sjálfur að sér þá fátæklinga og sjúklinga sem urðu á vegi hans. Hann naut mikilla vinsælda og virðingar og þegar hann dó, höfðu menn gott eitt um hann að segja. Það var 865. Meðan hans naut við, tóku margir norðurlandamenn kristna trú og margt kirkna var byggt.
Kafli úr trúfræðslubókinni LEGG ÞÚ Á DJÚPIÐ.
Benedikt er kallaður faðir klaustranna á Vesturlöndum. Ekki af því að hann hafi verið fyrsti munkurinn þar, heldur af því að hann skipulagði klausturlífið með reglum þeim er hann samdi. Fyrir hans atbeina urðu klaustrin stöðugt atkvæðameiri í kirkjulífinu.
Benedikt fæddist í Núrsía kringum 480. Hann var sendur til náms í Róm, en honum fannst Drottinn kalla sig til að verða munkur. Hann yfirgaf allt - vini sína, fjölskyldu og nám. Síðan settist hann að á eyðistað, Subiaco, milli ………
Kafli úr trúfræðslubókinni LEGG ÞÚ Á DJÚPIÐ.
Frans Xaver, vini og reglubróður Ignatíusar frá Loyola, var falið það hlutverk af Portúgalskonungi að fara til Indlands árið 1540. Hann boðaði fagnaðarerindið þar í 10 ár. Hann barðist líka við hungur og fátækt og annaðist sjúklinga. Sagt er að hann hafi snúið 30.000 manns til kristinnar trúar. Síðar hélt hann áfram ferðinni til Japan. Þar kom hann á fót kristnu trúboði. Hann ætlaði líka að fara til Kína en dó á leiðinni. Frans Xaver er talinn vera mestur allra kristniboða eftir daga Páls postula. Hann er fyrirmynd allra trúboða.
Kafli úr trúfræðslubókinni LEGG ÞÚ Á DJÚPIÐ.
Hatur og ofbeldi valda eyðileggingu.
Það er fyrri hluti sunnuda í milljónaborginni Recife í Norðaustur-Brasilíu. Smáhópar manna sitja hingað og þangað um göturnar í fátækrahverfunum. Það eru nokkrir atvinnuleysingjanna 400.000 sem eiga heima í borginni. Berfættir í gatslitnum, reimalausum skóm. Eða alveg skólausir. Fötin eru slitin og tötraleg. Þeir talast ekki við. Hvað eru þeir að gera úti á götu fyrir hádegi á sunnudag?
Sá sem gengur nær þeim kemst á snoðir um að þeir sitja hringinn í kringum útvarpstæki! Þeir hlusta niðursokknir. Það er guðsþjónusta fyrir fátæklinga sem …
Kafli úr trúfræðslubókinni LEGG ÞÚ Á DJÚPIÐ.
Jóhannes XXIII páfi var ekki hálærður maður, en honum var annt um alla menn. Þegar hann dó fannst mörgum að þeir hefðu misst vin sinn.
Einu sinni spurði hann mennina sem unnu í garðinum hjá honum, hvað þeir hefðu í laun. Hann var mjög undrandi þegar hann heyrði hversu lítið það var og sagði að fjölskylda gæti ekki lifað af svo litlu. Hann ákvað því að hækka launin við þá. Þegar einhverjir starfsmenn kirkjunnar kvörtuðu yfir því og sögðu að þá yrði minna eftir til góðgerðastarfsemi, þá sagði páfinn: "Fyrst réttlæti, síðan kærleika."
Í annað sinn sagði hann að sem páfi væri hann mjög stoltur af því að vera sonur óbreytts og heiðarlegs verkamanns.
Og eitt sinn sagði hann, þegar hann heimsótti fanga í einu af fangelsum Rómar: "Fyrst þið getið ekki komið til mín, þá verð ég víst að koma til ykkar."
Stórglæpamaður einn spurði hann einu sinni, hvort hann gæti líka vænst einhvers, og Jóhannes páfi svaraði með því að faðma hann innilega að sé.
Tíu ára drengur skrifaði einu sinni Jóhannesi XXIII og sagði að hann vissi ekki, hvort hann vildi heldur verða, páfi eða lögregluþjónn. Páfinn svarði honum og sagði að það væri líklega best að hann lærði og yrði lögregluþjónn, því að páfar gætu allir orðið. "En ef þú kemur einhvern tíma til Rómar, þá líttu inn til mín og við skulum ræða málið," lauk hann bréfi sínu til drengsins.
Jóhannes páfi sagði einu sinni við trúlausan mann: "Og hvað er það svo, þegar öllu er á botninn hvolft, sem aðskilur okkur? Kannske hugmyndir okkar? En þær eru nú ekki svo mikilvægar, þar verðum við að viðurkenna."
Jóhannes XXIII var áreiðanlega ekki gallalaus maður og ekki heldur syndlaus, en við munum varla eftir neinu, sem honum var á vant, því hann var svo góður maður.
Hann var einn af hetjum okkar tíma og hann var ekki sá eini. Á hverju einasta skeiði kirkjusögunnar hefur kirkjan átt sínar hetjur. Um sumar þeirra hefur því verið lýst yfir opinberlega að þeir eða þær hefi verið dýrlingar. Það merkir m.a. að nöfn þeirra hafa verið skráð í dýrlingatal kirkjunnar. Um leið er þeim hverjum um sig úthlutað ákvenum messudegi innan kirkjuársins, og þann dag minnist fólkið þeirra í guðsþjónustunni. Um aðra er því ekki lýst yfir hátíðlega að þeir hafi verið helgir menn þótt þeir hafi lifað lífi sem er öllum öðrum fyrirmynd. Við getum kallað þá kristin mikilmenni. Dýrlingar, eða helgir menn, og kristin mikilmenni eiga það sameiginlegt að hafa lifað lífi sem sýnir að þeir hafa reynt bæði í orðum og athöfnum að feta í fótspor Krists.
Kafli úr trúfræðslubókinni LEGG ÞÚ Á DJÚPIÐ.
Hawai-eyjar eru í miðju Kyrrahafinu. Í ferðaskrifstofubæklingum er þeim lýst sem Paradís á jörðu. Þar vaxa hitabeltisblóm um allt, pálmarnir vagga fyrir léttum blænum og bláar bylgjur Kyrrahafsins gjálfra við hvítar strendurnar. Ein þessara eyja heitir Molokai og hún var frá því endur fyrir löngu kölluð "Dauðaeyjan". Í lok 19. aldar voru þessi orð skrifuð í blað um hana: "Allir þeir, sem fara fram hjá klettaströnd Molokai, ættu að hneigja sig djúpt." Og blaðið segir hvers vegna menn ættu að gera það:
Eyjan hafði frá fornu fari verið dvalarstaður fyrir ………
Kafli úr trúfræðslubókinni LEGG ÞÚ Á DJÚPIÐ.
Við rætur Pýrenea-fjallanna frakklandsmegin er alkunn borg sem heitir Lourdes. Sagan um Bernadettu hefst 1844, en þá var borgin hennar síður en svo merkileg. Það var Soubirous-fjölskyldan ekki heldur, hvorki í augum nágrannanna né eigin augum. Ef einhver hefði þá sagt foreldrunum að í framtíðinni yrðu börn í fjölmörgum löndum látin heita eftir dóttur þeirra, hefðu þeir hrist höfuðin og sagt: "Eftir henni Bernadettu? Nei, það getur ekki verið!"
Fjölskyldan bjó í ………