Flokkur: "Prédikanir"

09.12.10

  20:46:54, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 357 orð  
Flokkur: Prédikanir

Aðventan er tími bæna til þess að undirbúa jólin

Aðventan er tími bæna til þess að undirbúa jólin og Jesús sjálfur hefur kennt okkur að biðja. Hann var mesti meistari bænarinnar sem uppi hefur verið. Bæn hans á Olíufjallinu, kvöldið áður en píslarganga hans hófst, sýnir okkur með hvaða hugarfari við eigum að biðja. Þegar hann var þangað kominn, sagði hann við lærisveinana: "Biðjið, að þér fallið ekki í freisti. "Þá gekk hann frá þeim, kraup á kné og bað: "Faðir ef þú vilt, þá tak þennan kaleik frá mér! En verði þó ekki minn vilji, heldur þinn." Þannig eigum við líka að biðja.

Read more »

17.11.10

  16:12:51, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 402 orð  
Flokkur: Prédikanir

33C - Að leita að hinum sönnu verðmætum

Hvers konar hlutir vekja hrifningu hjá okkur? Hvað er það sem fær okkur til þess að líta aftur og aftur á suma hluti? Ef til vill lítum við tvisvar á dýran bíl eða við dáumst að fínu og skrautlegu heimili? Kannski kemur það fyrir að við öfundum líkamlegt atgerfi einhvers?

Read more »

04.11.10

  10:32:33, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 531 orð  
Flokkur: Prédikanir

Allra heilagra messa - 1. nóvember

((( Með hliðsjón af Tkk sérstaklega 1716 - 1723 )))

Allra heilagra messa (1. nóvember) og allra sálna messa (2. nóvember) minnir okkur á að við trúum á samfélag allra hinna trúuðu í Kristi,
• þeirra, sem eru pílagrímar í þessum heimi,
• hinna látnu, sem eru að hreinsast af syndum sínum, og
• hinna heilögu, sem á himnum eru. Allar sálir þessar mynda eina kirkju.

Einnig trúum við að í þessu samfélagi hlusti Guð og dýrlingar hans í miskunn og kærleika, ætíð á bænir okkar.

Read more »

24.03.08

  10:39:23, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 550 orð  
Flokkur: Prédikanir

Hátíð hinnar guðlegu miskunnar

Á þessari hátíð hinnar guðlegu miskunnar minnumst við hins óendanlega kærleika og miskunnar Guðs, sem hann úthellir yfir heiminn.

Hátíð hinnar guðlegu miskunnar býður okkur að líta á Guð sem uppsprettu raunverulegs friðar, sem okkur stendur til boða fyrir upprisinn Drottin okkar Jesú. Benjar hins upprisna og dýrlega Drottins eru varanlegt tákn um miskunnsaman kærleika Guðs fyrir mannkyninu. Úr sárum hans streymir eins konar andlegt geislun sem varpar ljósi á samvisku okkar og veitir okkur huggun og von.

Í dag förum við, ásamt fjölda manns um allan heim, með orðin: "Jesús, ég treysti á þig!" Við þörfnumst þessarar guðlegu miskunnar, sem Drottinn útskýrði fyrir pólsku nunnunni, heilagri Faustínu Kowalska, fyrir meira en hálfri öld.………

Read more »

19.03.08

  09:58:40, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 331 orð  
Flokkur: Prédikanir

Trúboðssunnudagur

……… Árið 1927, eða einungis tveimur árum áður en dómkirkjan í Landakoti var vígð, gaf þáverandi páfi út mjög einkennilega yfirlýsingu. Að minnsta kosti virtist hún einkennileg við fyrstu sýn. Páfi lýsti því yfir að heilög Teresa frá Lisieux — karmelnunna sem hafði varið öllum fullorðinsárum sínum í klaustri — væri himneskur verndari alls trúboðsstarfs í framandi löndum ásamt með heilögum Francis Xavier.

Heilagur Francis Xavier var að sjálfsögðu augljós kostur þess að vera himneskur verndari allrar trúboðsstarfsemi í framandi löndum, því hann fór til Austurlanda fjær og vann mikið og gott starf í trúboðslöndum. En það sama var ekki hægt að segja um heilaga Teresu frá Lisieux.

Lengsta ferðalag sem Teresa fór um ævina var pílagrímsferð til Rómar. Hvernig gat því hún sem var lokuð inni í klaustri öll sín fullorðinsár og kom aldrei til trúboðslanda, verið verndardýrlingur trúboðanna?

Það er ekki nema von að þessi yfirlýsing páfa hafi virst mjög einkennileg við fyrstu sýn. En þeir sem höfðu einhvern skilning á leiðum Guðs voru fljótir að átta sig.

Sem karmelsystir hafði heilög Teresa sýnt fram á, að það var hægt að vinna í þágu trúboðanna án þess að fara til þeirra staða þar sem þau voru stunduð. Það var þetta sem páfinn var að leggja áherslu á.

Starf sitt fyrir trúboðin innti heilög Teresa af hendi með sínum mörgu bænum og fórnum sem hún færði Guði í þágu starfsemi þeirra. Þetta sýnir okkur fram á, að jafnvel þótt við getum ekki farið til annarra landa til að breiða út fagnaðarerindið, þá getum við vissulega beðið fyrir starfsemi trúboðanna og fært fórnir í þeirra þágu. ………

15.03.08

  10:06:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 500 orð  
Flokkur: Prédikanir

25. sunnudagur almennur, textaröð A

Dæmisaga dagsins í dag segir okkur frá ömurlegum aðstæðum atvinnuleitandi manna á þeim tímum er Drottinn okkar lifði meðal mannanna. Þessir menn þurftu að bíða á mörkuðum borganna í von um að einhver myndi veita þeim atvinnu. Þeir gátu aldrei verið vissir um vinnu frá degi til dags. Að sumir þeirra biðu jafnvel til kl. 5 á daginn, sýnir okkur hve örvæntingarfullir þeir voru.

Þegar Jesús sagði fylgjendum sínum þessa dæmisögu, var hann með henni að kenna þeim ………

Read more »

13.03.08

  21:05:09, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 520 orð  
Flokkur: Prédikanir

23. sunnudagur almennur, textaröð B

Veikindi og þjáningar hafa alltaf verið meðal stærstu vandamála, sem fólk hefur orðið að horfast í augu við í lífinu. Þegar við erum alvarlega veik, verðum við fljótt vanmáttug og auðsæranleg. Við verðum hrædd. Og þegar við erum veik, finnum við stundum fyrir návist dauðans.

Vanheilsa getur gert okkur reið, þunglynd og bitur. Stundum snúumst við gegn Guði þegar við erum veik, vegna þess að við sökum hann.

En vanheilsa getur líka haft gagnstæð áhrif. Hún getur hjálpað okkur til að þroskast, svo að við sjáum skýrar hvað er mikilvægt og hvað ekki í lífi okkar. Mjög oft getur vanheilsan hvatt okkur til að ………

Read more »

06.03.08

  19:31:44, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 391 orð  
Flokkur: Prédikanir

12. sunnudagur almennur, textaröð C

VON

……… Það eru til tvær stórar syndir á móti vonardyggðinni.

Önnur þeirra er að vona fáfengilega og treysta því að fyrst Guð sé náðarríkur og miskunnsamur þá sé hættulaust að óhlýðnast boðum hans og hin, að vona án fyllsta trausts eða missa alla von. Með öðrum örðum; tilætlunarsemi og örvænting. Þær eru bannaðar með fyrsta boðorðinu sem er:
"Ég er Drottinn Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa."

Synd tilætlunarseminnar er hægt að skipta niður í tvo flokka.

(1. a) Hin fyrsta tegund synda tilætlunarseminnar er framin af fólki sem ………

Read more »

24.02.08

  19:23:09, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 178 orð  
Flokkur: Prédikanir

3. sunnudagur í föstu, textaröð A

Að sækja hið lifandi vatn

Guðspjallið greinir frá því að Jesús hafi stoppað við Jakobs brunn til að hvíla sig. Þegar hann kom þangað, fyrir 2,000 árum, hafði brunnurinn verið þarna mjög lengi. Þessi brunnur er til enn í dag………

………Mun lengur en í 2,000 ár hefur fólk komið að sækja sér vatn í Jakobsbrunn. Í tæplega 2,000 ár, hefur fólk komið í sunnudagsmessuna til að sækja hið lifandi vatn. Í sérhverri messu mætum við Jesú á sérstakan hátt. Það sem hann lofaði samversku konunni, gefur hann okkur í messunni, en það er hið lifandi vatn sem leiðir okkur til eilífs lífs.

Einmitt núna hittum við Jesú í þessari messu, í lestrunum og í altarissakramentinu. Hann biður okkur um að gera eitthvað varðandi hatrið, sem við verðum að rífa niður og fleygja frá okkur. Það er líka ósk hans að við lítum inn á við og athugum hvar við stöndum gagnvart Guði núna. Jesús vill lyfta okkur upp til æðri hluta………

17.02.08

  20:43:22, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 300 orð  
Flokkur: Prédikanir

Páskavakan, textaröð ABC

……… Páskavakan byrjar með því að kveikt er á páskaeldinum. Við erum minnt á að í upphafi skapaði Guð ljósið. Upphaf páskavöku er táknræn fyrir dögun hinnar nýju sköpunar sem hófst með upprisu Jesú.
Síðan leiðir páskakertið okkur í helgigöngu inn kirkjuna. Þetta minnir okkur á eldinn sem vísaði Ísraelsmönnum veginn í eyðimörkinni. Þessi eldur leiddi þá frá okinu í Egyptalandi til fyrirheitna landsins. Núna leiðir Kristur, ljós heimsins, okkur frá fjötrum syndarinnar, með dauða sínum og upprisu, til ………

Read more »

15.02.08

  20:30:52, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 341 orð  
Flokkur: Prédikanir

Föstudagurinn langi, textaröð ABC

Hvílíkur dagur!

……… Allir þeir sem skoða það sem gerðist síðustu klukkustundirnar sem Jesús lifði myndu telja að hann hefði upplifað "slæman" dag:

• Allt byrjaði það er Júdas yfirgaf síðustu kvöldmáltíðina til að svíkja hann - vissulega helsta hneyksli kristindómsins.
• Þrisvar leiddu sofandi lærisveinar hans hann hjá sér.
• Hann var tekinn til fanga og lærisveinarnir komu sér undan.
• Hann var ………

Read more »

08.02.08

  19:53:00, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 269 orð  
Flokkur: Prédikanir

2. sunnudagur í föstu, textaröð C

Smásynd og dauðasynd

……… Á föstunni gerum við okkar besta til að uppfylla það sem Guð ætlast til af okkur. Hann biður okkur að taka sinnaskiptum og að snúa baki við syndinni. Og hann styrkir okkur til að svo megi verða.

Skilja má syndina sem móðgun við Guð. En syndin er ekki alltaf sama eðlis. Syndin er mismunandi eftir því hversu alvarleg hún er; hún getur verið dauðasynd eða smásynd.

Read more »

07.02.08

  21:19:17, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 296 orð  
Flokkur: Prédikanir

2. sunnudagur í föstu, textaröð A

Ummyndun Jesú

……… Pétur, Jakob og Jóhannes urðu þess heiðurs aðnjótandi að sjá Jesú ummyndast. Guð, Faðirinn, talar frá himnum og segir:

"Þessi er minn elskaði sonur,
sem ég hef velþóknun á.
Hlýðið á hann!"

Þessi orð föðurins sýna glögglega

Read more »

28.12.07

  17:37:00, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 635 orð  
Flokkur: Prédikanir

Jólaprédikun 2007

• „Ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs“ (Lk 2:10-11).

• Kæru bræður og systur í Kristi.

• Mig langar að bjóða ykkur öll velkomin til kirkjunnar á þessari hátíðarstundu.

• Þetta er dagurinn sem við minnumst að Sonur Guðs gerðist maður. Sá sem getinn var sem maður í skauti Maríu frá Nasaret, af Heilögum Anda, er enginn annar en eilífi Sonur Föðurins, önnur persóna hinnar heilögu þrenningar.

Og hann kom til að frelsa okkur. Jesús lagði líf sitt í sölurnar til að frelsa okkur frá synd. En fæðing hans og dauða hans er, ein og sér, ekki nægileg okkur til sáluhjálpar. “Einungis þegar Jesús er myndaður í okkur verður leyndardómur jólanna uppfylltur í okkur.” (Tkk 526.) Guð hefur gefið okkur frjálsan vilja. Það merkir að við stöndum frammi fyrir vali. Við getum tekið á móti Guði eða hafnað honum og Guð virðir ákvörðun okkar - jafnvel um alla eilífð. Þ.e.a.s. að sérhvert jáyrði eða neiyrði hefur áhrif á eilífa velferð okkar!

Mig langar að segja ykkur stutta sögu:
Eitt sinn kom lítil stúlka að dyrum prestbústaðarins og spurði: "Getur þú sagt mér hvar Guð býr?" Presturinn benti á kirkjuna. Stúlkan þakkaði fyrir og fór í kirkjuna. Hún hafði greinilega eitthvað í höndunum. Klukkustund síðar fór presturinn í kirkjuna. Þegar hann kom inn í hana varð hann undrandi að sjá sælgæti og kexkökur á altarinu. Þar lá einnig miði sem á stóð: "Kæri Guð, hér er lítil gjöf handa þér. Ég elska þig mjög mikið, Svala."

Við vitum að elskendum finnst gaman að gefa hvort öðru gjafir. Fyrstu jólanóttina sýndi Guð elsku sína til okkar með því að gefa okkur eitthvað fallegt - þ.e.a.s. hann gaf okkur Jesú. Og um hver jól gefum við líka þeim sem við elskum og þykir vænt um, gjafir. En mig langar að spyrja: hvað ætlum við að gefa Guði núna í dag?

"Að verða eins og barn í samskiptum við Guð er skilyrði fyrir því að komast inn í himnaríki. Því er það nauðsynlegt að auðmýkja sig og gerast lítill gagnvart honum. Og það sem meira er, til að verða “Guðs börn” verðum við að “fæðast að nýju” eða vera “af Guði fædd”. Einungis þegar Kristur er myndaður í okkur verður leyndardómur jólanna uppfylltur í okkur." (Tkk. 526.)

Þessi kærleikur Guðs til okkar krefst viðbragða af okkar hálfu. Við megum ekki gleyma að Guð er kærleikur og það hefur verið sagt að einungis kærleikur getur endurgoldið kærleika. Þess vegna erum við beðin um að “Elska Drottin Guð, af öllu hjarta.”

• Við skulum gefa okkur smá tíma núna að horfa á Jesúbarnið í jötunni. Hvað er það sem þig langar helst að segja við hann í dag?

• Mig langar að enda þessa prédikun með bæn.

“Drottinn, vér höfum fyrir fagnaðarboðskap engilsins orðið þess vísari, að Sonur þinn er maður orðinn. Vér biðjum þig, úthell náð þinni í hjörtu vor, svo að sakir milligöngu hinnar heilögu meyjar og fyrir þjáningar Krists og kross verðum vér leiddir til upprisu dýrðarinnar. Fyrir Krist, drottin vorn. Amen.”

• Kæru bræður og systur í Kristi, ég óska ykkur gleðilegra jóla!