Flokkur: "Grein eftir Sr. Frans van Hooff (dó 1995)"

15.11.07

  20:46:43, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 482 orð  
Flokkur: Grein eftir Sr. Frans van Hooff (dó 1995)

María og Eva (Grein eftir Sr. Frans van Hooff (dó 1995))

Í kennslu kirkjunnar eru oft borin saman Adam og Kristur, Eva og María. Adam er fyrsti maðurinn og faðir allra, Kristur er hinn nýi Adam - hinn fyrsti í nýsköpuninni. Eva stendur við hlið Adams og María stendur við hlið Krists.

Guð hafði skapað Adam og sagt við hann: "Af öllum trjám í aldingarðinum máttu eta eftir vild, en af skilningstrénu góðs og ills mátt þú ekki eta. Með því skaltu viðurkenna að ég, Guð, er hinn æðsti." Hið sama boðorð gilti fyrir Evu.

En Eva hlýddi ekki. Hún hugði sig vera sterka og hreina, hún þyrfti ekki boðorð Guðs. Hún var drottning paradísar, og ekkert gat skaðað hana. Hún fór til trésins. Hjá trénu fann hún freistarann.

Hann sagði: "Heldur þú að hér sé hið illa? Alls ekki. Guð langar aðeins að sjá þig undirgefna sem þræl, sem beygir sig og krýpur í bæn. Ertu ekki drottning alheimsins?"

Og hann bauð henni að borða. Hún gerði það og síðan fór hún til Adams sem át einnig.

Með Maríu er allt andstætt. Hún sá fyrir ljós Guðs að óhlýðni Evu hafði sárt Guð, og vildi bæta fyrir þetta. Hún var hlýðin í öllu. Guð bað hana að verða móðir Messíasar og móðir Guðs. Og hún hlýddi og svaraði: "Ég er ambátt Drottins, verði mér eftir orði þínu."

Það var sem henni væri gefin fögur rós, en rósin var með þyrnum. Einn þyrnanna var að hún, yrði í augum Jósefs sem ótrú og sek. En hún fól það Guði í hendur að hugga og kenna heilögum Jósef. Annar þyrninn var að hún vissi að sonur hennar yrði maður þjáninga. En á móti þessu kom sú fullvissa að hún gat sagt mannkyninu: "Grátið ekki, bráðum mun ég fæða ykkur frelsarann." Hún gat jafnvel gert Guð glaðan, því að með hlýðni sinni gerði hún yfirbót fyrir óhlýðni Evu.

María var jarðvegur þar sem nýtt¸ tré óx, krosstré, þar sem Jesús hékk á. Jesús þekkti allt hið illa, því hann þjáðist mikið af völdum þess. Hann þekkti einnig allt hið góða sem hann vildi öllum gefa.

María var full náðar. Hún þekkti einnig allt hið góða og lifði samkvæmt því. Hún vísaði hinu illa á bug, því það er til einskis að þekkja hið illa.

Við biðjum: Guð, send þú okkur frelsarann, fæddan af Maríu Mey.