Flokkur: "Ólafur Haukur Árnason"

31.10.07

  15:47:02, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 594 orð  
Flokkur: Ólafur Haukur Árnason

Páfi útnefnir patríarka Kaldeakirkjunnar í Írak kardínála

Eftir Ólaf Hauk Árnason

Þann 17. október síðastliðinn tilkynnti Benedikt XVI páfi um val sitt á 23 nýjum kardínálum. Athygli vekur að meðal þeirra er patríarki Kaldeakirkjunnar, en hún er kirkja margra kristinna manna í Írak, Íran, Sýrlandi og Líbanon. Hinn áttræði Mar Emmanúel III Delly, sem var kjörinn patríarki árið 2003, á að baki áratuga starf sem biskup í þágu kirkjunnar og kristinna manna í Mið-Austurlöndum. Hann er afar vel menntaður (með doktorsgráður bæði í heimspeki og guðfræði), talar reiprennandi sex tungumál og leggur mikla áherslu á góð samskipti við múslima.

Read more »