Flokkur: "Bænir"

17.11.20

  18:30:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 315 orð  
Flokkur: Bænir

Hugvekja - íhugun

Mynd: pikist.com 

 1. Ég er í Guði og Guð er í mér. Ég skynja að öll sköpun heimsins, trén, blómin tilheyra Guði og ég er hluti af þeirri sköpun. Ég hef afsalað mér vilja mínum, hann tilheyrir Guði: „verði Guðs vilji svo á jörðu sem á himni“.  Ég er ein(n) í Guði.
 2. Kærleikurinn einn megnar að  seðja hjarta mannsins. Hinn réttláti maður jafnvel á sínum litla jarðarskika öðlast því  ómælda lífsfyllingu sína í krafti kærleikans, meðan hinn kærleikssnauði í öllum sínum lystisemdum, upphafningu og auðlegð, þreyir sífellt  hungur og þorsta. Síbylja ágirndar er hlutskipti hans.
 3. Á himnum ríkja þær sálir fegurstar sem  hvað mest höfðu syndgað en iðrast með þrotlausum yfirbótum líkt og áburður við rót trjáa.
 4. Ef þú elskar náunga þinn þá er það vísbending um kærleika þinn til Jesú. Hinsvegar, í hvert sinn sem þú beinir augum þínum til náunga þíns án þess að skynja návist Jesú í honum, þá er þinn eiginn kærleikur til Jesú að þrotum kominn. 
 5. Allur heimurinn er sem þrunginn af svefni svo ósnortinn af lofsverðri gæsku Guðs sem aðeins fáir leiða hugann að! Sjálf náttúran ber Honum vitni í allri sinni dýrð: himininn, stjörnurnar, trén, blómin grasið allt sköpunarverkið ber Honum vitni og kallar á lofgjörð til Hans. En maðurinn sem ber hinn mikla ávöxt Hans og ekkert getur „gjört án Hans“ (Jóh. 15:5) sefur svefni hins sjálfumglaða!  Vaknið þið sem sofið og veitið ákalli Drottins lið með söng, lofgjörð og kærleiksverkum. Jesús er fallinn í gleymsku og dá, Jesús er ekki lengur tilbeðinn og elskaður. Jesús sem fórnaði lífi sínu svo þeir sem í hans fótspor fylgja mættu öðlast eilíft líf.Verði Hans vilji á jörðu sem á Himni.
 6. Heilagur Andi, fyll mig andagift þinni.
 7. Kærleikur Guðs, gagntaki mig.
 8. Leiddu mig, um farveg þinn.
 9. María Guðs Móðir, gættu mín.
 10. Í krafti Jesú blessa þú mig.
 11. Frá öllu illu, frá öllum tálmyndum,
 12. Frá öllum hættum, vernda þú mig.

Ísl. þýðing dr. Gígja Gísladóttir.

09.04.20

  18:40:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1989 orð  
Flokkur: Bænir

Hin heilaga krossganga - krossferill Krists

Á föstudaginn langa er hefð fyrir því að biðja bænir hinnar heilögu krossgöngu sem gjarnan eru nefndar Krossferilsbænir eða Krossferill Krists. Bænunum er skipt í 14 kafla eða viðstöður þar sem við hverja viðstöðu er minnst viðburðar úr píslargöngu Krists og dauða hans á krossinum. Í kaþólskum kirkjum er komið fyrir 14 myndum af viðburðunum.  Bænin fer þannig fram að prestur leiðir bænina, gengur um kirkjuna og staðnæmist við myndirnar og fer með viðeigandi bænir.

Read more »

05.04.20

  08:42:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 5 orð  
Flokkur: Bænir

Beinar útsendingar frá messum í St. Jósefskirkju Hafnarfirði

Beinar útsendingar frá messum í St. Jósefskirkju Hafnarfirði
Heilagar messur í St. Jósefskirkju

30.03.20

  14:24:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 126 orð  
Flokkur: Bænir

Stella Caeli - 14. aldar bæn gegn farsótt

Stella Caeli - 14. aldar bæn gegn farsótt
14. aldar bæn gegn farsótt

Erindin í þessari fallegu 14. aldar bæn gegn farsótt eru úr jólapredikun hl. Peter Damascene sem var biskup í Damaskus á 8. öld. Samkvæmt frásögn var texti bænarinnar fluttur af heilögum Bartólómeusi þegar hann vitraðist nunnum af Reglu hl. Klöru í Coimbra í Portúgal þegar borgin var þjökuð af plágunni 1317. 

Frá Coimbra breiddist bænin út til Vesturlanda. Venjulega er bænin sungin með andstefjum og bænum til hl. Roch og hl. Sebastíans sem helst er leitað til á tímum farsótta. 

Á YouTube myndskeiðinu hér að framan má sjá nunnurnar úr klaustri Maríu meyjar af Aysen syngja erindið eins og þær gera dag hvern á eftir messu og ákalla sérstaklega miskunn Guðs og huggun hins flekklausa hjarta Maríu til handa þeim sem þjást. 

Heimild: http://www.infocatolica.com/blog/schola.php/2003271051-suplica-a-la-estrella-del-cie

29.03.20

  16:10:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 81 orð  
Flokkur: Bænir

Messur og helgiathafnir á netinu

Frans páfi

Á netinu eru margir möguleikar fyrir fólk í samkomubanni sem kýs að eiga heilaga og guðrækilega stund á heimilum sínum. Upptökur af messum Frans páfa má finna á eftirfarandi vefslóð: 

https://www.vaticannews.va/en/pope-francis/mass-casa-santa-marta.pagelist.html

Á eftirfarandi vefslóð er bein útsending bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar EWTN (Eternal Word Television Network):

https://www.ewtn.com/tv/watch-live

Sjónvarpsupptökur af daglegum messum úr kapellu Roberts Barron biskups er að finna hér: 

https://www.wordonfire.org/daily-mass/

Hlaðvörp Vatíkanútvarpsins (hljóðupptökur) má finna á eftirfarandi slóð. Þar eru t.d. fréttir Vatíkanútvarpsins sem enda á yfirliti yfir predikun páfa þann daginn: 

https://www.vaticannews.va/en/podcast.html

27.03.20

  15:16:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1398 orð  
Flokkur: Bænir

Rósakransinn - talnabandið - leiðbeiningar um notkun þess

Rósakransinn - talnabandið - leiðbeiningar um notkun þess
Talnabandsfesti - rósakrans

Algengur misskilningur er að talnaband sé hálsfesti með krossi, skartgripur eða skraut fyrir baksýnisspegla bifreiða en það er ekki svo. Talnaband er notað við helgiathöfn og það þarf ekki að vera úr dýru efni. 'Rósakransinn' eins og bæði helgiathöfnin og bænafestin er nefnd - er samt nokkuð vel þekkt hjá þeim sem dvalið hafa meðal kaþólskra.

Latneska orðið 'Rosarium' þýðir rósagarður, rósavöndur eða krans af rósum. Talnabandið fékk þetta nafn undir lok 15. aldar. Rósakransinn byggir á hugleiðingu valinna biblíutexta og því ættu allir sem játa kristna trú að geta lagt stund á bænina.  

Read more »

24.02.20

  17:34:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 179 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Bænir

Öndunaræfingar af trúarlegum toga

Sum nútíma snjallúr innihalda smáforrit sem minna fólk á að slaka á í erli dagsins og gera róandi öndunaræfingar. Í þessu sambandi má minna á að sambærilegar öndunaræfingar í trúarlegum tilgangi eru vel þekktar í hinni kristnu trúarhefð. 

Jón Rafn Jóhannsson sem lést á árinu 2018, meðlimur í leikmannareglu Karmels, landmælingamaður, kortagerðarmaður og mikilvirkur þýðandi rita af trúarlegum toga skrifaði til dæmis árið 2006: 

„Mig langar að segja ykkur frá ákalli til hins Alhelga hjarta Jesú sem ávallt er unnt að grípa til í erli dagsins og þegar illar hugsanir og freistingar sækja á okkur. Það er svona:

Alhelga hjarta Jesú, miskunn!

Þegar við öndum að okkur segjum við: Alhelga hjarta Jesú. Síðan nemum við staðar í hjartanu nokkur andartök, og segjum síðan með útönduninni: Miskunn! Þannig streymir miskunn hans yfir líkama okkar, sál og anda. Þetta hefur gefist mér, bersyndugum manninum, afar vel. Öll verðum við iðulega að kjósa á milli góðs og ills á pílagrímsgöngu okkar á jörðinni. Slík áköll hjálpa okkur til að ganga Veg lífs og hlýðni boðorða Drottins."

Sjá pistil Jóns í heild sinni hér: [Tengill]. 

Alhelga hjarta Jesú, miskun!

15.04.19

  10:03:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 91 orð  
Flokkur: Bænir

Köllunarbæn

Ó himneski Jesú, þú kenndir okkur að biðja til Drottins uppskerunnar til að senda verkafólk til uppskerunnar. 

Veittu kirkjunni í þessu biskupsdæmi og um allan heim, marga heilaga presta og nunnur. 

Samkvæmt [vilja] þínum megi þau gefa hæfileika sína, krafta, kapp og kærleika til vegsemdar föður þínum, til þjónustu við aðra og sáluhjálpar. 

Ef það mun þóknast þér að velja einhvern úr okkar fjölskyldu til að verða prestar eða nunnur, þá munum við þakka þér af öllu hjarta okkar, núna og ætíð. Amen. 

Bæn kirkjunnar fyrir köllunum, af lausu blaði. RGB.

17.03.19

  18:46:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 38 orð  
Flokkur: Bænir

Bæn hl. Teresu frá Avíla: Lát ekkert trufla þig (Nada de Turbe)

Bæn hl. Teresu frá Avíla: Lát ekkert trufla þig (Nada de Turbe)
Hl. Teresa frá Avíla

Lát ekkert trufla þig,
ekkert hræða þig;
allt er hverfult,
en Guð er ávallt óumbreytanlegur;
þrautseig þolinmæði nær hverju og einu marki;
þeim sem á Guð er í engu ávant;
Guð einn er nóg.

Úr trúfræðsluriti Kk: 1. hluti: Trúarjátningin. https://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/198.html

30.12.17

  22:11:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 361 orð  
Flokkur: Bænir, Bænir sjúklinganna

Davíðssálmur 88 - bæn fársjúks manns

Sem hluti af tíðabænum kaþólsku kirkjunnar nánar tiltekið í náttsöng föstudaga er Davíðssálmur 88 lesinn. Undirtitill sálmsins í tíðabæninni er „Bæn fársjúks manns“. Á eftir er tilvitnun í orð Jesú í Lúkasarguðspjalli 22,53 við æðstu prestana, öldungana og varðforingja helgidómsins þegar þeir komu til að taka hann höndum í grasgarðinum : „En þetta er ykkar tími, nú ræður máttur myrkranna.“ Sálmurinn er svohljóðandi:

Andstef: Drottinn, Guð hjálpræðis míns, ég hrópa til þín um daga, um nætur er ég frammi fyrir þér.

Drottinn, Guð hjálpræðis míns,
ég hrópa til þín um daga,
um nætur er ég frammi fyrir þér,
lát bæn mína koma fyrir þig,
hneig eyra þitt að kveini mínu.

Read more »

28.12.15

  20:36:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 12 orð  
Flokkur: Bænir

Rósakransbænirnar á íslensku á YouTube

Nú eru rósakransbænir á íslensku aðgengilegar á YouTube, sjá nánar hér: https://www.youtube.com/channel/UCrBahFcNi36BIukJdlRf53Q

13.01.13

  20:51:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 114 orð  
Flokkur: Kirkjuárið, Bænir, Biblían

Ritningarlestrar og kirkjuhátíðir 20.-26. jan.

Eftir hádegi 19. jan. hófst 4. vika saltara með fyrra aftansöng sunnudags sem er 2. sd. alm. í kirkjuári. Ritningarletrar og kirkjuhátíðir vikunnar eru:

Read more »

22.01.11

  15:48:37, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 46 orð  
Flokkur: Páfinn, Bænir

Bænarefni páfa í janúar 2011

Almennt:
Umhyggja fyrir sköpunarverkinu. Að auðæfi sköpunarverksins verði varðveitt, metin og öllum gert kleift að njóta þeirra.

Fyrir trúboðinu:
Eining kristinna manna. Að kristnir menn megi ná fullri einingu og bera öllum vitni um að Guð er faðir allra.

Heimild: Kaþ. kirkjubl. 21. árg, 1.-2. tbl. jan.-febr. 2011 bls. 5

15.08.10

  19:58:20, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 19 orð  
Flokkur: Bænir

Signingin

Í nafni Föðurins og Sonarins og hins Heilaga Anda.
Amen.

Úr bókinni Bænakver, bls. 9. Útg. Kaþ. kirkjan á Íslandi 2004.

19.07.10

  08:32:03, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 76 orð  
Flokkur: Bænir

Bæn Auðar djúpúðgu

Ein bæn Auðar djúpauðgu að vitni Ara prests f(róða)

„Kross geri ég yfir mér
sem Drottinn minn gerði yfir sér,
þá hann sté af jarðríki
upp til himnaríkis,
bak †, brjóst †, friðar †,
höfuð †, drottins míns,
svo ég sé hvorki fyrirlitin
né í svefni svikin,
ekki bráðum dauða tekin,
ekki vakandi villtur (villt).
Sonar guðs helgi †
leiði mig í himnaríki.

Amen.“

Heimild: Færsla Óskars Inga Ingasonar á vefslóðinni http://kirkjan.is/dalaprestakall/2010/06/baen-audar-djupaudgu/. Úr Þjóðsögum Jóns Þorkelssonar.

16.07.10

  18:24:05, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 63 orð  
Flokkur: Bænir

Hin Drottinlega bæn Faðir vor

Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn; komi þitt ríki;
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð;
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum;
og eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu.
Amen.

Úr bókinni Bænakver, bls. 9. Útg. Kaþ. kirkjan á Íslandi 2004.

25.06.10

  08:44:34, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 52 orð  
Flokkur: Bænir

Keltnesk bæn

Í gær sá ég ókunnugan mann.
Ég lagði mat á borð,
hellti vatni í glas,
lék ljúfa tónlist honum til ánægju.
Í nafni heilagrar þrenningar
blessaði hann mig og húsið mitt,
bú og ástvini alla,
og lævirkinn söng í hreiðri sínu:
Oft, oft, oft kemur Kristur dulbúinn
sem ókunnugur maður.

Heimild: http://ornbardur.annall.is.

05.06.10

  20:29:30, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 116 orð  
Flokkur: Bænir

Sekvensía

Kom þú, Heilagur Andi,
og send ljósgeisla þinn
frá himnum.

Kom þú, faðir fátækra,
þú gjafari gæðanna
og ljós hjartnanna.

Hjálparinn besti,
ljúfi gestur sálarinnar,
ljúfa hressing hennar.

Read more »

28.05.10

  21:54:24, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 290 orð  
Flokkur: Bænir

Sólarsöngur hl. Frans frá Assisi

Sólarsöngurinn

Þú hinn æðsti, almáttugi, góði Drottinn,
þín er öll lofgerð, vegsemd, heiður og blessun öll,
allt ber þetta þér einum, þú hinn hæsti
og enginn maður er þess verður að nefna þig.

Read more »

26.05.10

  22:12:15, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 60 orð  
Flokkur: Bænir

Blessunarorð hl. Frans frá Assisi

Drottinn blessi þig og varðveiti þig.
Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur.
Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið.
Drottinn blessi þig.

Amen.

Áletrun á bókamerkimiða sem fylgdi með bókinni: „Hl. Frans frá Assisi, ævi hans og starf.“ Höf. Friðrik J. Rafnar. Torfi Ólafsson bjó undir prentun. Útg. kaþ. kirkjan á Íslandi 1979.

15.05.10

  14:54:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 131 orð  
Flokkur: Bænir

Friðarbæn eignuð hl. Frans frá Assisi

Drottinn, ger þú mig að farvegi friðar þíns,
svo að ég færi kærleika þangað sem hatur er,
fyrirgefningu þangað sem móðgun er,
einingu þangað sem sundrung er,
sannleika þangað sem villa er,
trú þangað sem efi er,
von þangað sem örvænting er,
ljós þangað sem skuggi er,
gleði þangað sem harmur er.

Veit þú, Drottinn,
að ég sækist fremur eftir að hugga en láta huggast,
skilja en njóta skilnings,
elska en vera elskaður,
því að okkur gefst ef við gefum,
við finnum sjálf okkur ef við gleymum okkur sjálfum,
okkur fyrirgefst ef við fyrirgefum
og fyrir dauðann fæðumst við til eilífs lífs.

Amen.

Tekið af bókamerkimiða innan úr bókinni: „Hl. Frans frá Assisi, ævi hans og starf.“ Höf. Friðrik J. Rafnar. Torfi Ólafsson bjó undir prentun. Útg. kaþ. kirkjan á Íslandi 1979.

30.10.09

  22:23:49, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 167 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Bænir

Um nafnið „Rósakrans“

„Með öllum þjóðum, sem þekktu rósina, var hún tákn ástar og kærleika. Krossfarar fluttu persneska skáldverkið 'Gulistan' með sér til Vesturlanda. Á öndverðri 13. öld varð ljóðið alþekkt meðal aðalsmanna í frönsku gerðinni 'Roman de la Rose'. Ljóðið lýsir ástinni á myndrænan hátt sem gönguför inn í fagran rósagarð.“

„Er almenn menntun hirðfólks jókst voru mansöngvar oft nefndir 'Rosarium' og hirðmeyjar gáfu riddurum sínum 'blómsveiga úr rósum'. Það er því ekki að undra þótt mansöngvum, sem ortir voru til heilagrar Guðsmóður, væri einnig gefið þetta nafn: Rosaria.

Read more »

26.10.09

  22:42:12, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 99 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Bænir

Kristin íhugun: Rósakransinn II. hluti

„Naumast finnst svo illa spilltur maður, að ekki verði á honum sjáanleg breyting ef hann biður Rosarium í eitt ár.“ Svo mælti príorinn í Karþúsaklaustrinu í Trier, Adolf von Essen er þangað leitaði vorið 1409 andlega og líkamlega magnþrota maður Dominkus von Preussen. það var Dominikus þessi sem endurbætti rósakransbænina og skrifaði niður ævi Jesú í fimmtíu setningum og hugleiddi við hvert Ave eitt atriði. Hér á eftir kemur annar hluti myndarinnar um rósakransinn sem kynnt var í síðustu bloggfærslu.

[youtube]KAstNjDzy1U[/youtube]

Úr bókinni Rósakransinn. Sr. Hjalti Þorkelsson tók saman. Útg. Kaþ. kirkjan á Íslandi 1978.

Sjá fyrsta hluta myndarinnar hér: [Tengill]

24.10.09

  22:25:15, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 96 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Bænir

Rósakransinn: Kristin íhugun

„Ýmsar aðferðir íhugunar hafa komist í tísku á undanförnum árum. Óvíst er enn hversu góðan ávöxt sumar þeirra muni bera. Ein þekktasta aðferð kristinnar íhugunar er rósakransbæn. Blessun þá, sem hún getur fært, má ekki aðeins lesa af spjöldum sögunnar; hver sá sem iðkar hana getur vitnað um það af eigin reynslu.“

Svo ritar séra Hjalti Þorkelsson í inngangi að ritinu Rósakransinn sem kaþ. kirkjan á Íslandi tók saman og gaf út 1978.

Á Eftirfarandi YouTube tengli, hinum fyrsta af þrem, er fjallað um rósakransinn, guðfræðina sem býr að baki og svokallaða leyndardóma eða íhugunarefni hans: [youtube]Mxa8njqZkY0[/youtube]

14.07.07

  21:44:20, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 322 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Vitranir, Bænir

Miskunnarrósakransinn - 2. hluti

Miskunnarrósakransinn má biðja í kirkjum fyrsta sunnudag eftir páska og bænunum á að fylgja sérstök náð. Utan þess tíma er einnig hvatt til þessara bæna. Í bæklingi Maríukirkju stendur: „Drottinn Jesús sjálfur las fyrir systur Faustínu bæn sem á íslensku mætti kalla: „Miskunnar rósakransinn“ (The Chaplet of Divine Mercy). Þetta skyldi vera bæn um friðþægingu. Þeir sem biðja þessa bæn fórna Guði, Föðurnum, „líkama og blóði, sálu og guðdómi“ Jesú Krists til fyrirgefningar synda sinna, synda ættingja sinna og alls heimsins.“ [1]

Read more »

11.07.07

  19:31:24, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 336 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Vitranir, Bænir

Miskunnarrósakransinn - 1. hluti

Þó það að biðja Trúarjátningu, Faðir vor og Maríubænir sé algengusta og hefðbundin notkun talnabandsins er alveg ný notkun þess sprottin upp frá vitrunum pólskrar nunnu sem Jóhannes Páll II páfi tók í tölu heilagra 30. apríl árið 2000. Þetta er hinn svokallaði miskunnarrósakrans. Jón Rafn Jóhannsson skrifaði grein hér á kirkju.net um miskunnarrósakransinn og er tengill á hana hér: [1]. Í bæklingi sem hefur legið frammi í Maríukirkju í Breiðholti er að finna eftirfarandi texta um hl. Fástínu og miskunnarrósakransinn:

Read more »

  19:27:04, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 596 orð  
Flokkur: Bænir

Rósakransinn

Margir þekkja þá kaþólsku venju að biðja rósakransbæn eða talnabandsbæn eins og hún er líka kölluð. Til aðstoðar við bænagerðina er notað talnaband sem samanstendur af kúlum þræddum upp á band. Við bandið er fest krossmark. Hefðbundin notkun talnabandsins byggist á því að biðja Trúarjátningu, Faðir vor og Maríubænina sem hefst á orðunum: „Heil sért þú María..“ eins og bænin er skrifuð í ritum kirkjunnar. Halldór Kiljan Laxness skrifaði reyndar „Heill þér María ...“ á einum stað en sú útgáfa er ekki notuð.

Read more »

08.07.07

  15:05:37, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 487 orð  
Flokkur: Bænir

Blessun vinnunnar - margföldun tímans

Í hugskoti mínu fann ég minningarbrot um lestur á hugleiðingum einhvers heilags manns, það gæti verið haft eftir hl. Montfort um gildi þess að blessa vinnuna og gefa Guði verkið. Hann hafði fyrir sið að biðjast fyrir áður en hann hóf vinnu sína og taldi að við það afkastaði hann meiru heldur en ef hann hefði ekki beðist fyrir. Ég minnist þess einnig að hafa heyrt haft eftir einhverjum sjáendanna í Meðugorje að fólk hefði engan tíma til nokkurs hlutar af því það bæðist ekki nóg fyrir.

Read more »