Flokkur: "Kaþólska kirkjan, uppspretta vestrænnar menningar"

27.10.10

  17:03:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 532 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan, uppspretta vestrænnar menningar

Hvernig kaþólska kirkjan lagði grunninn að vestrænni menningu (1)

Nú að undanförnu hef ég verið að lesa hið merka rit Thomas E. Woods, Jr., Ph. D sem kom út á vegum Regnery Publishing, Inc. í Boston árið 2005. Heiti þess er Hvernig kaþólska kirkjan lagið grundvöllinn að vestrænni menningu (How the Catholic Church Built Western Civilization), en ritið hefur valið mikla athygli meðal fræðimanna bæði vestan hafs og austan.

Í reynd ætti þetta ekki að koma okkur Íslendingum svo mjög á óvart vegna þess að það var einmitt kirkjan sem skapaði gullöld íslenskrar menningar og færði þjóðinni dýrmætan menningararf í hendur með „bókaiðju“ klaustranna. Uppgröfturinn á Skriðuklaustri hefur jafnframt leitt í ljós að þar var rekið líknarheimili (hospicio) eins og tíðkaðist í kaþólskum löndum Evrópu á sama tíma. Hl. Þorlákur samdi einnig lög í miklum mæli sem eru í gildi allt fram á daginn í dag. Í reynd var hl. Þorlákur afar vellesinn í lögum hámiðaldanna, svo mjög, að Jóhann IV Englandskonungur fékk hann til að semja lögbók Englendinga og enn í dag er honum auðsýnd sérstök heiðrun í Lincoln eins og margir vita.

Read more »

26.10.10

  17:46:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 769 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan, uppspretta vestrænnar menningar

Hvernig kaþólska kirkjan lagði grunninn að vestrænni menningu (2): Hagfræðin

Ragnar Kristjánsson kemst svo að orði í aðsendri athugasemd: „Ég lærði það í félagsfræði að uppruni kapítalismans má rekja til trúar skiptanna. Þar segja þegar Lúterskirkjan kom til sögunnar og mörg lönd tóku þá trú. Þetta vil Marx Weber meina.“ Sem háskólaborgari ætti téður Ragnar að gera sér ljóst að hugtakið „símenntun“ vegur þungt í akademískri umræðu innan háskólasamfélagsins. Ég minnist eins kunningja míns sem lærði líffræði við HÍ. Hann snéri sér síðan að kennslustörfum. Að fimmtán árum liðnum þegar hann sótti síðan um starf í sérgrein sinni var honum tjáð að menntun hans væri orðin úrelt. Hann yrði því að fara í „endurmenntun“ ef hann hefði áhuga á að starfa sem líffræðingur.

Read more »

24.10.10

  21:49:46, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2529 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan, uppspretta vestrænnar menningar

Vísindin og kirkjan – Galíleómálið

Af gefnu tilefni vil ég taka fram að þetta er þýðing úr ritinu „How the Catholic Church Built Western Civilization“ eftir Thomas E. Woods, Jr., Ph. D sem kom út á vegum Regnery Publishing, Inc. í Boston árið 2005. Þýðing ritsins mun birtast smám saman hér á kirkju.net á næstu mánuðum. Til stendur að gefa ritið út að þýðingu þess lokinni. Þetta er rit sem ætti að vera til í bókaskáp sem flestra kaþólskra heimila í landinu unglingum til uppfræðslu, ekki síður en þeim sem eldri eru. Í sannleika sagt getum við verið afar „stolt“ af kirkjunni okkar.

Var einungis um tilviljun að ræða að vísindi nútímans þróuðust að stórum hluta til í kaþólsku andrúmslofti, eða var það eitthvað við kaþólskuna sem stóð framförum vísindanna að baki? Jafnvel það eitt að brydda upp á þessari spurningu er að brjóta í bága við tískustefnu samtíma okkar. Stöðugt fleiri vísindamenn hafa engu að síður tekið að velta þessari spurningu fyrir sér og svarið gæti komið sumum á óvart.

Hér er ekki um neitt smámál að ræða. Í hugum almennings var það einmitt kaþólska kirkjan sem ól á fjandskap gagnvart vísindunum. Hin einhliða umfjöllun um mál Galíleós sem flestum er kunnugt um má að mestu kenna um þá útbreiddu skoðun, að kirkja hafi staðið í vegi fyrir þróun vísindanna. En jafnvel mál Galíleós er fjarri því að vera jafn slæmt og illgjarnir menn halda fram. Hinn víðkunni trúskiptingur nítjándu aldarinnar, John Henry Newman kardínáli, sem sagði skilið við anglíkanismann, taldi það umhugsunarvert að þetta væri eina dæmið sem kæmi upp í hugum manna.

Read more »