Flokkur: "Samkirkjuhreyfingin"

20.12.09

Séra Jón Habets – á 15. ártíð hans

Uppteknum hætti heldur undirritaður með því að vilja minnast hér genginna kaþólskra kennimanna. Hér er endurbirt nánast óbreytt 15 ára minningargrein um einn merkilegra manna í presta röð, erlendan mann, Jan Habets, sem varð þó svo inngróinn umhverfi sínu í Stykkishólmi og þátttakandi í andlegu lífi Íslendinga, að það var ekkert eðlilegra en að tala um hann sem séra Jón Habets, eins og hann kallaði sjálfan sig í greinarskrifum. En því er þessi grein birt nú, svo skömmu fyrir jól, að þessi fjórði sunnudagur í aðventu er ártíðardagur hans.

Read more »

05.03.07

  02:40:49, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 97 orð  
Flokkur: Samkirkjuhreyfingin

Sameinast Þjóðkirkjan kaþólsku kirkjunni?

Um það var m.a. rætt í Silfri Egils í gær, og um það efni á ég nú alllanga grein á þessari Moggabloggsíðu minni og vísa hér með til hennar. En í Bretlandi og hinu alþjóðlega biskupakirkjusamfélagi (Anglican Church) er nú rætt af nokkurri alvöru (og að gefnum mörgum tilefnum) um hugsanlega sameiningu þess við kaþólsku móðurkirkjuna. Þjóðkirkjupresturinn Baldur Kristjánsson hefur nú gerzt opinber málsvari þess, að hans eigin kirkja "sameinist undir merkjum páfans í Róm." Þetta eru nokkur tíðindi, bræður og systur.

15.05.06

  18:36:31, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 985 orð  
Flokkur: Úr lífi og starfi kirkjunnar, Lúthersk kristni, Samkirkjuhreyfingin

Enn bætast guðfræðingar og prestar úr röðum lútherskra í kaþólsku kirkjuna

Án efa eru það nokkur tíðindi, að allmargir lútherskir guðfræðingar, sumir þeirra prestar, hafa á síðari árum gengið í kaþólsku kirkjuna – því að ef þetta er frétt hér á Kirkjunetinu:

“Það hefur vakið athygli að meðal þeirra sem hlutu prestvígslu í Washington D.C. nú fyrir páskana voru þó nokkrir fyrrverandi lúterskir prestar sem snúið hafa heim til móðurkirkjunnar,”

þá hlýtur eftirfarandi líka að vera frétt hér á Íslandi:

Nú þegar hafa fjórir Þjóðkirkjuprestar og þrír guðfræðingar til viðbótar verið teknir upp í Kaþólsku kirkjuna á Íslandi. Þeir eru, úr röðum presta:

Read more »

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

powered by b2evolution free blog software