Flokkur: "Lífsvernd"

30.11.10

  18:41:24, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 654 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Frjósemi hjónabandsins

ÚR TKK 2366-2372

2366. Frjósemi er gjöf, markmið hjónabandsins, því hjúskaparkærleikur er í eðli sínu frjósamur. Barnið kemur ekki utan frá eins og einhver viðbót við gagnkvæman kærleika makanna, heldur sprettur það úr sjálfu hjarta þessarar gagnkvæmu gjafar, sem ávöxtur þess og uppfylling. Því kennir kirkjan, sem "stendur með lífinu," [151] að "hvergi megi hindra náttúrulegan eiginleika til getnaðar í neinum athöfnum hjónabandsins." [152] "Þessi tiltekna kenning, sem kennsluvald kirkjunnar iðulega gerir ljósa, er byggð á þeirri órjúfanlegu samtengingu sem er milli
mikilvægis samlífs og mikilvægis getnaðar en hvort tveggja er
eðlislægur hluti hjónabandsins. Þessa órjúfanlegu samtengingu sem Guð hefur komið á, má maðurinn ekki rjúfa af eigin frumkvæði." [153]

Read more »

14.05.08

  20:38:00, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 325 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Skipulögð barátta fyrir lífinu

Kafli úr hirðisbréfi biskupa Norðurlanda: "Vernd lífsins".

http://www.vortex.is/catholica/fostur.html

3.3. Skipulögð barátta fyrir lífinu.

1. Við leggjum til að í hverju biskupsdæmi eða í hverju Norðurlandanna verði gripið til skipulagðrar baráttu innan kaþólsku kirkjunnar, til þess að efla virðingu fyrir hinu ófædda lífi, með trúfræðslu, sálgæslu, prédikunum og upplýsingum. Í sambandi við það má einnig benda á að ættleiðing gæti verið leið til að bjarga barnslífi.

2. Við leggjum til að fjárhagslega verði séð fyrir slíkri starfsemi með því að stofna "Sjóði lífsins" sem komið verði á stofn í hverju biskupsdæmi í þessu skyni, samkvæmt getu hvers þeirra um sig. Fjármagn sjóðanna byggist á gjöfum fólks í biskupsdæmunum og annarra og skulu þeir styrkja það sem gert er í þágu ófæddra barna og styðja foreldra þeirra, ekki síst ef um einstætt foreldri er að ræða.

3. Kirkjan gæti stuðlað að því að verðandi foreldrar haldi ófæddum börnum sínum með því að annast það sem erfitt væri að ráða fram úr á annan hátt, svo sem með félagslegri hjálp sem margir fara á mis við nú. Kirkjan gæti komið á laggirnar samtökum fyrir fólk sem vill styðja einstæða foreldra, samtökum þar sem einstæðir foreldrar geta hist og hjálpað hver öðrum.

4. Í kaþólsku sóknunum ættu menn að kanna, hvaða möguleikar séu á að hjálpa ungum foreldrum, ekki aðeins fjárhagslega heldur einnig í öðrum hagnýtum efnum. Mikilvægt er að skapa það andrúmsloft í sóknum okkar og guðsþjónustum að barnafjölskyldur finni að þær séu velkomnar. Það verður að vera rými fyrir börnin svo að þau skilji að þau séu mikils metin.

13.05.08

  19:53:32, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 234 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Alvarlegar afleiðingar tilbúinna getnaðarvarna

KAFLI ÚR HUMANAE VITAE
UM MANNLEGT LÍF
Heimsbréf hans heilagleika Páls páfa VI, 1968.

http://lifsvernd.com/mariukirkja/humanevitae.html

"……… 17. Ábyrgir menn munu verða langtum sannfærðari um sannleika kenningarinnar, sem kirkjan heldur á lofti í þessu máli, ef þeir íhuga afleiðingar þeirra aðferða og áforma þegar náttúrulegar aðferðir eru ekki notaðar til að koma í veg fyrir fjölgun fæðinga. Þeir skulu fyrst íhuga hve auðveldlega sú leið getur boðið heim hættunni á hjúskaparbroti og hnignun siðferðis. Það þarf ekki að búa yfir mikilli reynslu til að skynja að fullu mannlegan veikleika og skilja að menn - og þá sérstaklega þeir yngri sem eru opnir fyrir freistingum - þurfa á hvatningu að halda til að halda í heiðri siðferðislögmálið og að það er beinlínis syndsamlegt að auðvelda þeim að brjóta lögmálið. Annað er það sem gefur tilefni til að vera á varðbergi. Sá maður, sem venst því að nota getnaðarvarnir á það á hættu að virðing hans fyrir konunni minnki. Með því hættir hann að virða líkamlega og andlega velferð konunnar og í hans augum verður hún einungis tæki til að fullnægja þörfum hans. Hún verður ekki lengur sá lífsförunautur sem hann á að umvefja umhyggju og ástúð. ………"

07.05.08

  20:41:15, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 334 orð  
Flokkur: Lífsvernd

María mey frá Guadalupe

Sá atburður gerðist árið 1531 að 9. 10. og 12. desember það ár, birtist mær frá himni fátækum Asteka indíána, Juan Diego að nafni, á hæð nokkurri norðvestur af Mexíkó borg. Þessi kona skilgreindi sig sem móður hins sanna Guðs. Hún skildi eftir mynd af sjálfri sér, sem hafði verið, eins og stimplað á yfirhöfn Juan Diegos, eins og um kraftaverk væri að ræða. þetta er hin vel þekkta mynd af Maríu mey frá Guadalupe.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði yfirhöfn Juan Diegos átt að rotna á 20-60 árum, þar sem hún var gerð úr óvönduðum vefnaði, sem búinn var til úr trefjum kaktusjurtarinnar. En sannleikurinn er sá að eftir 474 ár sést engin merki um rotnun, staðreynd sem vísindin ein ………

Read more »

04.05.08

  19:44:17, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 951 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk, Lífsvernd

Fóstureyðing

2270. Mannlegt líf verður að virða og vernda með öllum ráðum frá því andartaki að getnaður á sér stað. Það ber að viðurkenna að mannsbarninu ber réttur einstaklings frá fyrsta andartaki tilveru þess - þar á meðal órjúfanlegur réttur hverrar saklausrar mannveru til lífs. [72] "Áður en ég myndaði þig í móðurlífi, útvaldi ég þig, og áður en þú komst af móðurkviði, helgaði ég þig." [73] "Beinin í mér voru þér eigi hulin þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar." [74]

2271. Alveg frá fyrstu öld hefur kirkjan lýst því yfir að allar fóstureyðingar væru siðferðisbrot. Þessi kenning hefur ekkert breyst og er hún eftir sem áður óbreytanleg. Bein fóstureyðing, það er að segja fóstureyðing sem annaðhvort er markmið aðgerðar eða leið að því, brýtur með alvarlegum hætti gegn siðalögmálinu: Nýtt líf skalt þú ekki drepa með fóstureyðingu og ekki skaltu stuðla að því að nýfæddu barni sé eytt. [75] Guð, Drottinn lífsins, hefur falið mönnunum það göfuga hlutverk að ………

Read more »

10.04.08

  20:57:33, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 49 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Leyf mér að lifa.

Leyf mér að ganga inn í sólskinið.
Leyf mér að lifa.
Leyf mér að finna arma móður minnar umlykja mig.
Leyf mér að finna kærleika föður míns allt í kringum mig.
Leyf mér að vera hluti af sköpunarverki Guðs.

25.03.08

  17:56:53, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 332 orð  
Flokkur: Lífsvernd

"Á ég að gæta bróður míns?”

Kafli úr Evangelium Vitae

8 ……… Við rætur hvers ofbeldisverks gegn náunganum er eftirlátssemi gagnvart “hugsun” hins illa, hans sem var “manndrápari frá upphafi” (Jh 8:44). Eða eins og Jóhannes postuli minnir okkur á: “Því að þetta er sá boðskapur sem þér hafið heyrt frá upphafi: Vér eigum að elska hver annan. Ekki vera eins og Kain, sem heyrði hinum vonda til og myrti bróður sinn” (1Jh 3:11-12). Dráp Kains á bróður sínum við sjálfa dögun sögunnar er þannig dapur vitnisburður um hvernig hið illa breiðist út með ótrúlegum hraða: í kjölfar uppreisnar mannsins gegn Guði í hinni jarðnesku paradís kemur hinn banvæni hildarleikur manns gegn manni.

Eftir glæpinn skerst Guð í leikinn til að hefna hans sem var drepinn. Í stað þess að sýna iðrun og biðjast fyrirgefningar frammi fyrir Guði sem spyr hann um afdrif Abels er Kain hrokafullur og sneiðir hjá spurningunni: “Það veit ég ekki. Á ég að gæta bróður míns?” (1M 4:9) “Það veit ég ekki”: Kain reynir að fela glæp sinn með lygi. Þetta var og er enn tilfellið þegar alls kyns hugmyndafræði reynir að réttlæta og leyna grimmilegustu glæpum gegn mannlegum sálum. “Á ég að gæta bróður míns?” Kain kýs að hugsa ekki um bróður sinn og neitar að taka á sig þá ábyrgð sem hver og einn hefur gagnvart öðrum. Við getum ekki annað en leitt hugann að þeirri tilhneigingu í dag að fólk skuli hafna því að taka á sig ábyrgð vegna bræðra sinna og systra. Einkenni í þessa átt felur í sér skort á samstöðu með veikustu meðlimum þjóðfélagsins – svo sem hinum öldruðu, hinum vanburða, innflytjendum og börnum – og tómlætið sem iðulega má finna í samskiptum milli þjóða heims jafnvel þegar grundvallargildi eins og sjálfsbjargarviðleitni, frelsi og frið er um að tefla.

09.02.08

  17:57:39, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 261 orð  
Flokkur: Lífsvernd

……… að búa við villimennsku ………

Kafli úr Evangelium Vitae

14. ……… "Forburðarskoðun hefur ekki í för með sér neinar siðferðilegar mótbárur ef hún er gerð til að kanna hvort lækningar sé þörf á fyrir barnið í móðurkviði. Hún verður hins vegar allt of oft tilefni þess að ýta undir og framkvæma fóstureyðingu. Þetta er þannig fóstureyðing sem gerð er til að bæta erfðaeiginleika. Þetta réttlætir almenningsálitið á grundvelli hugarfars sem af misskilningi

Read more »

31.01.08

  22:15:47, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 872 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Heilög Gianna Beretta Molla (1922-1962)

Gianna Beretta fæddist í Magenta, Mílanó, á Ítalíu 4. október árið 1922.

Strax sem ung stúlka tók hún á móti gjöf trúarinnar af fúsum vilja, svo og hinni ágætu kristnu fræðslu sem hún hlaut hjá sinum góðu foreldrum. Þetta átti sinn þátt í því að Gianna leit á lífið sem einstaka gjöf frá Guði. Þá leiddi þetta til þess að hún öðlaðist sterka trú á guðlega forsjón og varð sannfærð um nauðsyn og áhrifamátt bænarinnar.

Read more »

23.02.07

  22:31:37, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 120 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Að fara með bæn daglega um að fóstureyðingum linni

Lífsverndarfólk getur skipt sköpum með bænum sínum og fórnfýsi, því lífsverndarbaráttan er fyrst og fremst andleg barátta gegn öflum hins illa.
Við getum ekki hunsað þá staðreynd að um 900 fóstureyðingar eru framkvæmdar á hverju ári á íslandi.
Sum af þessum deyddu börnum gætu hafa orðið nágrannar okkar eða vinir barna okkar.
Kannski framtíðar tengdasonur eða tengdadóttir.
Að segja ekki neitt og gera ekki neitt andspænis slíku óréttlæti gangvart deyddum börnum, er nokkurs konar þáttaka með fóstureyðingum.
Vilt þú gera eitthvað?
Að minnsta kosti fara með bæn daglega um að fóstureyðingum linni á Íslandi.