„Hið guðlega Hjarta er tákn elskunnar og alls hins innra lífs Jesú Krists“ – J. B. Franzelin, kardínáli.
„Uppsprettu elskunnar, Hjarta Jesú, gat enginn séð: En einn af hermönnunum stakk spjóti sínu í síðu hans, og rann jafnskjótt út blóð og vatn (Jh 19. 34)“ – Heil. Katrín frá Siena
„Þeir sem finna engan stað í bænum sínum fyrir ímynd hins gegnumnísta Hjarta munu auðveldlega gleyma eða glata að fullu og öllu hinu sanna inntaki píslargöngunnar, krossins og friðþægingarinnar“ – Henri de Lubac.
„Að gera hjartað að ímynd sinni felur í sér að helga sjálfan sig eina Hjartanu sem ber ekki fram lygar og er umvafið þyrnum“ – Jacques Maritain
„Sagt hefur verið að guðrækni sú sem auðsýnd sé hinu Alhelga Hjarta feli í sér alla aðra guðrækni. En hvort sem hún sé svo margþætt eða ekki er rétt að segja að hún eigi sér engin takmörk nema þau sem skilningsgeta okkar og máttur til að elska setur henni“ – Móðir Jane Erskine Stuart.
„Síðusár Krists opinberar gnægtir elsku hans, elsku Hjarta hans á okkur öllum“ – Heil. Anselm frá Kantaraborg.
„Ég fann þetta Hjarta í hinni tilbeiðsluverðu Evkaristíu, Hjarta Konungs míns, vinar míns, bróður míns“ – Heil. Bernard frá Clairvaux.
„Allt sem hann gerði var þrungið elsku. Á vegferð sinni á jörðinni var Kristur hið Alhelga Hjarta Guðs, sem laukst upp fyrir öllum göngumóðum“ – Francois Mauriac.
Stundum öfunda ég þá sem eru svo lánsamir að vera guðfræðingar! En rís bænin – hið guðdómlega ásæi – ekki miklu hærra í þekkingu, elsku og mætti, heldur en háleitasti lærdómur? Skynjunin er dýpri, meira upplýsandi og ber meiri ávöxt en fræðimennska. Hvað mig sjálfa áhrærir, þá er guðfræði mín – vísindi mín – elskan í sameiningu hjarta míns við Guð í Jesú Kristi og við hina blessuðu Mey. Hvorki meira né minna!
Marthe Robin, úr bókinni Prend ma vie Seigneur (Taktu líf mitt, Drottinn) eftir bróðir Peyret (Desclee De Brouwer Editions).