Flokkur: "Hirðisbréf páfa"

12.02.07

  15:21:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1292 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 121-127)

121. Nú þegar vér fylgjum í fótspor forvera vors ávörpum vér fullir gleði enn einu sinni alla ástfólgna bræður vora í Kristi með þeim hvatningarorðum sem Leó XIII af eilífri minningu greip til í lok síðustu aldar í ávarpi sínu til allra hinna trúuðu og allra þeirra sem bera hjálpræði sitt og borgaralegs samfélags síns fyrir brjósti: „Sjá, í dag hefur annað sannverðugt tákn um náð Guðs verið sett oss fyrir sjónir, það er að segja hið Alhelga Hjarta Jesú Krists . . . sem ljómar í ósegjanlegri dýrð úr logunum. Vér verðum að setja alla von vora á það og í því ber að leita alls hjálpræðis og vonar.“ [121]

Read more »

  15:21:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1292 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir, Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 121-127)

121. Nú þegar vér fylgjum í fótspor forvera vors ávörpum vér fullir gleði enn einu sinni alla ástfólgna bræður vora í Kristi með þeim hvatningarorðum sem Leó XIII af eilífri minningu greip til í lok síðustu aldar í ávarpi sínu til allra hinna trúuðu og allra þeirra sem bera hjálpræði sitt og borgaralegs samfélags síns fyrir brjósti: „Sjá, í dag hefur annað sannverðugt tákn um náð Guðs verið sett oss fyrir sjónir, það er að segja hið Alhelga Hjarta Jesú Krists . . . sem ljómar í ósegjanlegri dýrð úr logunum. Vér verðum að setja alla von vora á það og í því ber að leita alls hjálpræðis og vonar.“ [121]

Read more »

  11:20:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1628 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 111-120)

111. Fyrst þessu er svo varið, þá leikur ekki á því nokkur vafi að þegar kristið fólk auðsýnir hina Alhelga Hjarta Endurlausnarans lotningu uppfyllir það mikilvægan þátt skyldna sinna í þjónustu sinni við Guð og jafnhliða beygir það sig undir Skapara sinn og Endurlausnara, bæði í ástúð hjartna sinna og í sinni ytri breytni í lífinu. Með þessum hætti hlýðnast það boðorðinu guðdómlega: „Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum.“ [113]

112. Auk þess ber það þá óhagganlegu fullvissu í brjósti að það sé ekki einungis knúið til að heiðra Guð fyrst og fremst sjálfu sér til ávinnings til sálar og líkama í þessu lífi og hinu komandi, heldur sé það vegna gæsku Guðs sem það leitast við að auðsýna honum lotningu með því að endurgjalda honum elsku með elsku, að tilbiðja hann og færa honum þakkir. Ef sú væri ekki raunin væri guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú Krists ekki í nokkurri samhljóðan við kjarna kristindómsins vegna þess að maðurinn beindi þá ekki lotningu sinni þegar í stað til hinnar guðdómlegu elsku. Þannig og ekki að ástæðulausu, eins og stundum vill bera við, væri unnt að ásaka þá sem annað hvort misskilja þetta háleita afbrigði guðrækni eða iðka hana með röngum hætti um öfgakennda sjálfselsku og sjálfsþjónkun. Þannig ber öllum að gera sér fullkomlega ljóst að þegar þeir auðsýna hinu Alhelga Hjarta Jesú guðrækni er það ekki hin ytri viðleitni sem vegur þyngst, fremur en að kjarni hennar felist í ávinningnum. Ef Kristur hefur gefið fyrirheit um slíkt í persónulegum opinberunum, þá var það til að hvetja menn til að iðka af enn meiri eldmóði frumskyldur kaþólskrar trúar, það er að segja elsku og fórn og þannig að grípa til allra tiltækra ráða sér til andlegs ávinnings.

Read more »

11.02.07

  15:30:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2013 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 101-110)

101. Kirkjan, uppfræðari mannanna, hefur því ávallt verið fullviss um það frá því að hún gaf opinberlega út fyrstu skjölin um guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú að kjarni hennar, það er að segja elskan og fórnin þegar takmarkalaus elska Guðs á mannkyninu er vegsömuð, sé með engum hætti lituð af svo nefndri „efnishyggju“ eða eitri hindurvitna. Miklu fremur er guðrækni þessi afbrigði trúrækni sem er í fullri samhljóðan við þá andlegu tilbeiðslu sem sjálfur Frelsarinn boðaði þegar hann talaði við samversku konuna: „En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja Föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra, er þannig tilbiðja hann. Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika." [104]

Read more »

  10:28:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1549 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 91-100)

91. En staðreyndin er sú að ætíð hafa verið uppi einstaklingar sem hafa helgast Guði og þar með fylgt fordæmi hinnar hjartfólgnu Guðsmóður. Postularnir og hinir miklu feður kirkjunnar hafa lagt rækt við þessa guðrækni þakkargjörðar, tilbeiðslu og elsku á hinni háheilögu mennsku Krists, einkum þó á sárum þeim sem gegnumnístu líkama hans þegar hann þjáðist sökum hjálpræðis okkar.

92. Felst auk þess ekki í þessum orðum „Drottinn minn og Guð minn!“ [96] sem hl. Tómas postuli tók sér í munn, orðum sem leiða í ljós að hann hafði breyst úr vantrúarmanni í trúaðan lærisveim, trúarjátning, tilbeiðsla og elska sem rís frá særðri mennsku Drottins hans til hátignar hinnar guðdómlegu Persónu?

Read more »

10.02.07

  07:43:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1497 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 81-90)

81. Gjöf Heilags Anda sem úthellt var yfir lærisveina hans er fyrsta áþreifanlega táknið um ríkidæmi kærleika hans eftir sigur uppstigningar hans til hægri handar Föðurins. Að tíu dögum liðnum kom Heilagur Andi sem Faðirinn gaf yfir þá þar sem þeir voru saman í loftsalnum í samhljóðan við það fyrirheit sem gefið var við síðustu kvöldmáltíðina: „Ég mun biðja Föðurinn, og hann mun gefa yður annan Hjálpara, að hann sé hjá yður að eilífu.“ [84] Og þessi Hjálpari sem er hin gagnkvæma elska milli Föðurins og Sonarins er sendur af þeim báðum í mynd eldtungna sem úthellti í sálir þeirra guðdómlegum kærleika í gnægtum og öðrum himneskum náðargjöfum.

82. Innblástur þessa guðdómlega kærleika á sér einnig upptök í Hjarta Frelsarans, en „í honum eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir.“ [85]. Þessi kærleikur er gjöf Jesú Krists og Anda hans og hann er í reynd Andi Föðurins og Sonarins, sem er uppspretta kirkjunnar sem opinberar undursamlegan vöxt hennar fyrir heiðingjunum sem saurgast höfðu af skurðgoðadýrkun, hatri innan fjölskyldunnar, siðspillingu og ofbeldi.

Read more »

09.02.07

  06:58:01, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1012 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 71-80)

71. Það má því lýsa því yfir að hin guðdómlega Evkaristía, bæði sakramentið sem hann gefur mönnunum og fórnin þar sem hann fórnar sér óaflátanlega „frá upprás sólar allt til niðurgöngu hennar “ [73] og jafnframt prestdómurinn, séu með sanni gjafir hins Alhelga Hjarta Jesú.

72. Önnur afar dýrmæt náðargjöf hins Alhelga Hjarta er, eins og vér höfum sagt, María, hin hjarttfólgna Móðir Guðs og elskurík Móðir okkar allra. Hún sem ól Frelsara vorn með holdlegum hætti og ásamt honum kallaði börn Evu til lífs guðlegrar náðar hefur með réttu verið heiðruð sem andleg Móðir alls mannkynsins. Og það er þannig sem hl. Ágústínus skrifar um hana: „Augljóslega er hún Móðir lima Frelsarans (en það erum við) vegna þess að hún deildi með honum erfiðinu í elsku svo að hinir trúföstu limir Höfuðsins gætu fæðst í kirkjunni“ [74]

Read more »

08.02.07

  06:16:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1269 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 61-70)

61. En eftir að dýrlegur líkami hans hafði að nýju sameinast sál hins guðdómlega Endurlausnara eftir sigurinn yfir dauðanum, hætti hið Alhelga Hjarta hans ekki og mun aldrei hætta að slá með kyrrðarríkum og órjúfanlegum hjartaslætti. Þannig mun það heldur aldrei hætta að vera tákn þeirrar þríþættu elsku sem bindur hann hinum himneska Föður og öllu mannkyninu, en hann hefur allan rétt til að vera leyndardómsfullt Höfuð þess.

62. Og nú, æruverðugu bræður, og til þess að vér getum safnað saman ríkulegum og sáluhjálplegum ávöxtum með þessum heilögu íhugunum, viljum vér hugleiða og íhuga lauslega þau fjölmörgu geðhrif, mennsk og guðleg, sem Hjarta Frelsara vors Jesú Krists opinberaði okkur í dauðlegu lífi hans og heldur áfram að gera að eilífu. Það er einkum af síðum guðspjallanna sem ljós skín til vor og í styrk þess og birtu megnum vér að ganga inn í hinn hulda stað hins guðlega Hjarta og horfa ásamt postula heiðingjanna á „hinn yfirgnæfandi ríkdóm náðar hans með gæsku sinni við oss í Kristi Jesú.“ [57]

Read more »

07.02.07

  06:42:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 905 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 51-60)

51. Í styttra máli en ekki áhrifaminni orðum boðar eftirfarandi tilvitnun hl. Jóhannesar frá Damaskus kenningar kirkjunnar: „Fullkominn Guð samlíktist mér fullkomlega og fullkominn maður sameinast fullkomnum Guði, þannig að hann gæti borið fullkomnum manni hjálpræðið. Það sem ekki fólst í samlíking var ekki unnt að græða.“ [49] „Hann samlíktist því öllum til að helga alla.“ [50]

52. Engu að síður ber að taka fram að þessar völdu tilvitnanir í Ritninguna og feðurna og margar áþekkar sem vér höfum ekki gripið til bera því ljóst vitni, að Jesús Kristur var gæddur geðbrigðum og skynhrifum og íklæddist mennsku eðli til að vinna að eilífu hjálpræði voru, en aldrei er hér skírskotað með þessum geðbrigðum til líkamlegs hjarta hans með slíkum hætti að vikið sé að því með beinum orðum sem tákni um takmarkalausa elsku hans.

Read more »

06.02.07

  06:12:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1113 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 41-50)

41. Þannig leikur ekki á því nokkur vafi að Jesú Kristur íklæddist sönnum líkama og hafði allar þær eigindir til að bera sem eru hans, en þar er það elskan sem er ríkjandi um fram allt annað. Það er einnig hafið yfir allan vafa að hann var gæddur líkamlegu hjarta eins og voru vegna þess að án þessa göfuga líkamshluta eru venjubundnar mennskar tilfinningar óhugsandi. Í þessu ljósi slær Hjarta Jesú Krists sem er sameinað hinni guðdómlegu Persónu í einingu í elsku ásamt öðrum tilfinningum – en sameinuðu mennskum vilja gagnteknum guðdómlegum kærleika og þeirri takmarkalausu elsku sem Sonurinn deilir með Föðurnum og Heilögum Anda og í slíkri einingu og samhrynjan, að í þessari þríþættu elsku var ekki um neinar andhverfur eða missamræmi að ræða. [40]

Read more »

05.02.07

  06:40:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1477 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 31-40)

31. Jeremía spámaður virðist segja fyrir um þessi undursamlegum áhrif sem áttu að ná fram að ganga sökum miskunnarríkrar og eilífrar elsku Guðs með eftirfarandi orðum: „Með ævarandi elsku hefi ég elskað þig. Fyrir því hefi ég látið náð mína haldast við þig . . . En í þessu skal sáttmálinn fólginn vera, sá er ég gjöri við Ísraels hús eftir þetta – segir Drottinn: Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra, og ég skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð. Og þeir skulu ekki framar kenna hver öðrum, né einn bróðirinn öðrum, og segja: „Lærið að þekkja Drottin," því að þeir munu allir þekkja mig, bæði smáir og stórir – segir Drottinn. Því að ég mun fyrirgefa misgjörð þeirra og ekki framar minnast syndar þeirra“ [25]

Read more »

04.02.07

  09:31:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1595 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 21-30)

21. Svo að allir megi gera sér betur ljóst þá uppfræðslu sem ákveðnar tilvitnanir í Gamla og Nýja testamentinu hafa fram að færa hvað áhrærir þessa guðrækni, verða þeir að skilja til fulls hvers vegna kirkjan auðsýnir Hjarta hins guðdómlega Endurlausnara æðstu tilbeiðslu. Eins og þér vitið, æruverðugu bræður, þá eru þessar ástæður tvær að tölu. Önnur þeirra sem einnig skírskotar til annarra heilagra lima líkama Jesú Krists, hvílir á þeirri forsendu, að vér lítum á Hjarta hans sem göfugusta hluta manneðlisins, persónulegri einingu við Persónu hins guðdómlega Orðs. Þar af leiðandi ber að auðsýna því þá vegsemd og lofgjörð sem kirkjan heiðrar Persónu hins holdgaða Guðson sjálfan með. Hér víkjum vér að trúarsetningu vegna þess að hún hefur verið skilgreind á hinu almenna kirkjuþingi í Efesus og öðru kirkjuþinginum í Konstantínópel. [15].

Read more »

02.02.07

  09:09:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1636 orð  
Flokkur: Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 11-20)

11. Enn aðrir telja þessa guðrækni til byrði eða hafa lítið gildi eða þá gagnslausa með öllu fyrir þá sem berjast í hersveitum hins guðdómlega Konungs og láta að mestu stjórnast af þeirri hugsun, að vinna beri í eigin mætti og grípa til eigin úrræða og hvernig verja beri tímanum í vörn sinni fyrir kaþólskum sannindum, að boða þau og kenna, að samfélagslegar kenningar kristindómsins eigi að leysa hana af hólmi og leggja beri rækt við þá trúrækni sem þeir telja vera meira aðkallandi í dag.

12. Svo eru það þeir sem telja það fjarri sanni að þessi guðrækni veiti mikinn stuðning í réttu kristnu siðgæði og endurnýjun þess bæði í persónulegu lífi einstaklingsins og innan veggja heimilsins og líta fremur á hana sem guðrækni sem nærist hvorki á sál né huga heldur á tilfinningasemi og þar af leiðandi betur við hæfi kvenna vegna þess að hún sé ekki við hæfi menntaðra manna að öllu leyti.

Read more »

16.01.07

  08:52:40, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 514 orð  
Flokkur: Hið flekklausa hjarta Maríu, Hirðisbréf páfa

Útdráttur úr hirðisbréfi Píusar páfa XII, Mystici Corporis, frá 29. júní 1943

heart_of_mary

„Elskuverðu bræður! Megi Meymóðir Guðs heyra bænir föðurhjarta vors – sem er jafnframt vorar eigin bænir – að allir megi öðlast elsku á kirkjunni sökum hennar sem var fyllt guðlegum anda Jesú Krists í syndlausri sál sinni umfram allar aðrar skapaðar verur, hennar, sem „í nafni alls mannkynsins“ gaf samþykki sitt svo að „Guðsonurinn gæti sameinast mennsku eðli í hinu andlega brúðkaupi.“

Þegar í skauti Meyjarinnar bar Kristur og Drottinn okkar þegar þann háleita titil að verða höfuð kirkjunnar. Í undursamlegri fæðingu opinberaði hún hann sem uppsrettu yfirskilvitlegs lífs og boðaði hann nýfæddan sem spámann, konung og prest fyrir gyðingunum og heiðingjunum sem komu til að tilbiðja hann. Auk þess varð Sonur hennar við bænum Móður sinnar í „Kana í Galíleu“ þar sem hann framkvæmdi kraftaverk svo að „lærisveinar hans trúðu á hann.“

Read more »