Flokkur: "Opinberanir heilagrar Þeotokos í Medjugorje"

15.01.07

  11:19:01, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 5950 orð  
Flokkur: Opinberanir heilagrar Þeotokos í Medjugorje

DROTTING FRIÐARINS: OPINBERANIR MARÍU GUÐSMÓÐUR Í MEDJUGORJE

Frásögn þessi birtist upphaflega í Úrvali, 1. hefti, janúar 1990. Fróðlegt er að sjá nú í upphafi árs 2007 hvernig spádómsorð Guðsmóðurinnar í Fatíma og Medjugorje hafa ræst til fulls.

medjugorje_1

Krossinn á Krizevac

Tæplega hefur faðir Smoljan, sóknarprestur við Jakobskirkjuna í Medjugorjesók í Herzegóveníu í Júgóslavíu grunað hvað framtíðin átti eftir að bera í skauti sér þegar honum bárust boð frá Píusi páfa XII vorið 1932 um að koma samstundis til Rómar. Undrun hans varð enn meiri er hinn heilagi faðir tjáði honum að hann hefði meðtekið opinberun um að reisa skyldi kross á hæstu hæðinni í sókninni. Faðir Smoljan sneri þegar í stað heimleiðis til að láta reisa krossinn á Krizevachæð (Krosshæðinni).

Read more »

28.12.06

  09:43:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 4788 orð  
Flokkur: Opinberanir heilagrar Þeotokos í Medjugorje

Upphaf opinberananna í Medjugorje

Erindi sem flutt var á Patriciufundi í Stigahlíðinni hjá fransiskusarsystrunum um 1990.

Ungmennin sem meðtekið hafa boðskap Guðsmóðurinnar í Medjugorje frá upphafi eru sex að tölu og kom úr ýmsum áttum. Þau heita Ívanka (15 ára), Mírjana (16 ára), Vicka (17 ára), Ívan (16 ára), Marija (16 ára) og Jakov (10 ára), en þetta var aldur þeirra við upphaf opinberananna sem hófust þann 24. júní 1981. Auk þeirra bættust síðan tvær telpur í hópin, Jelena og Marija, báðar 10 ára gamlar (árið 1982) og meðtaka einungis opinberanir hið innra líkt og Catherine Labouré í París árið 1830. Önnur þessara stúlkna, Maríja, hefur sagt að Guðsmóðirin vilji leiða hana með sérstökum hætti til mikillar helgunar og heilagleika. Öll hin eru sjáendur, það er að segja meðtaka myndrænar opinberanir. Sjáendurnir hafa bæði verið rannsakaðir meðan opinberanirnar hafa staðið yfir og að þeim loknum. [1] Í þessum rannsóknum hafa menn beitt allri þeirri tækni sem nútíma læknavísinda hafa yfir að ráða, bæði með töku hjarta- og heilulínurita, auk nákvæmra sjón- heyrnar,- og raddmælinga. Þar fyrir utan hafa verið gerðar nákvæmar mælingar á ljósmagni því sem leikið hefur um sjáendurnar.

Read more »