Flokkur: "Gunnar F. Guðmundsson"

12.12.06

  08:08:16, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 8454 orð  
Flokkur: Gunnar F. Guðmundsson

Ignatíus Loyola og Jesúítareglan

Grein eftir Gunnar F. Guðmundsson sem birtist áður í Merki krossins, tímariti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, III. hefti 1991 og er endurbirt hér með leyfi höfundarins. (Aths. RGB )

Um þessar mundir eru 500 ár liðin frá fæðingu Ignatíusar Loyola, stofnanda Jesúítareglunnar. Jafnframt minnast jesúítar þess um allan heim, að fyrir 450 árum var regla þeirra formlega stofnuð með bréfi, sem Páll III páfi gaf út 27. september 1540.

Read more »

11.12.06

  12:26:19, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1042 orð  
Flokkur: Gunnar F. Guðmundsson

Dr. Hinrik H. Frehen biskup – Minning

Dr. Hinrik Hubert Frehen biskup kaþólska safnaðarins á Íslandi andaðist að morgni síðasta dags októbermánaðar 1986. Hinrik Frehen fæddist 24. janúar 1917 í héraðinu Waubach syðst í Hollandi við landamæri Þýskalands og Belgíu. Að loknu námi í menntaskóla Montfort-presta í Schimmert gekk hann í reglu þeirra og vann regluheit sín 8. september 1937. Þá hóf hann nám í heimspeki og guðfræði í prestaskóla Montfortpresta í Oirschot í Hollandi og meðtók prestvígslu 18. desember 1943.

Read more »

02.12.06

  21:59:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 7711 orð  
Flokkur: Gunnar F. Guðmundsson

Jón Arason í vitund Íslendinga

Grein eftir Gunnar F. Guðmundsson sem birtist áður í Merki krossins, tímariti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, 1. hefti 1989 og er endurbirt hér með leyfi höfundarins. (Aths. RGB )

I

Hinn 7. nóvember árið 1950 voru 400 ár liðin, síðan Jón Arason Hólabiskup og synir hans tveir, Ari og Björn, voru teknir af lífi í Skálholti. Þessa viðburðar var minnst með ýmsum hætti bæði norðan lands og sunnan. Minningarathöfn fór fram í Háskóla Íslands á vegum heimspekideildar, og fjölmenn hátíð var haldin á Hólum 13. ágúst það ár.

Read more »