Flokkur: "Hinir þrír myrku dagar"

08.11.06

  09:45:46, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 4898 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (7)

7. Þrengingartími kirkjunnar og endatíminn

Þrengingartími kirkjunnar eftir ofsóknir siðaskiptanna [1] hófst með frönsku stjórnarbyltingunni. Byltingarráðið krafðist þess að allir prestar sværu stjórnarskrá byltingarmanna hollustueið. Píus páfi VI bannaði prestum að gera þetta og ríflegur meirihluti þeirra varð við beiðni hans. Brátt hófust nauðungarflutningar á prestum til Guiana eða þeir voru dæmdir til dauða. Í stjórnarskrárráðinu á árunum 1792 til 1795 sem lýsti yfir stofnum lýðveldisins varð byltingin andsnúin kristindóminum. Kaþólskir voru ofsóttir, fjölmargir prestar myrtir og eitt sinn voru 1500 prestar barðir til dauða. Altari var reist í Notre Dame basilíkunni til heiðurs gyðju skynseminnar og Robespierre reyndi að innleiða dýrkun á hinni æðstu verund.

Read more »

05.11.06

  10:27:20, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2165 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (6)

6. Þrengingartímar en ekki heimsendir

Í ávarpi því sem Angelo Sodano kardínáli og forsætisráðherra hins heilaga Sætis flutti þann 13. maí árið 2000 í lok messunnar í Fatíma sem Jóhannes Páll páfi II tók þátt í, komst hann meðal annars svo að orði: „Opinberunin í Fatíma snýst fyrst og fremst um þá styrjöld sem guðsafneitunin háir gegn kirkjunni og kristnum mönnum og sjá má í þeim takmarkalausu þjáningum sem vottar trúarinnar hafa gengið í gegnum í síðustu öld annars árþúsundisins. Þetta er þrengingarganga Krossferils páfa tuttugustu aldarinnar.“

Read more »

04.11.06

  11:30:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3948 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (5)

Opinberanir þeirra Anna-Maria Taigi og Marie Julie Jahenny frá La Fraudais

Ég birti hér loks opinberanir tveggja kvenna til mótvægis við karlana tvo hér að framan sem víkja berum orðum að hinum þremur myrku dögum því að það er ekki tilgangur þessarar umfjöllunar að fara út fyrir þennan ramma. [1] Önnur þeirra er ítölsk og hin frönsk.

Blessuð Anna-Maria Taigi (1769-1837)

Hún fæddist í Síena á Ítalíu þann 29. maí árið 1769 og andaðist í Róm þann 9. júní 1837. Páfar og kardínálar hafa talað um þessa kvæntu konu sem einhverja heilögustu konu allra tíma. Benedikt páfi XV komst svo að orði þegar hún var tekin í tölu blessaðra þann 20. maí 1920, að hún hefði verið fyrirmyndar móðir við þær verstu kringumstæður sem hugsast getur. Iðulega dvaldi hún í andlegum hrifum, vann ótal kraftaverk þegar hún læknaði fólk, gat lesið í hjörtu manna, sagði fyrir um andlát fólks og sá sýnir og óorðna atburði. Hún sagði fyrir um báðar heimsstyrjaldirnar á tuttugustu öldinni. Átján árum eftir andlát hennar var líkami hennar svo vel varðveittar að það var eins og hún hefði sofnað daginn áður. Hér verður nú greint frá spádómi hennar um hina þrjá myrku daga.

Read more »

03.11.06

  08:55:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3566 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (4)

Opinberun bróður Davíðs í Medjugorje

Inngangsorð eftir Wayne Weible (1996) [1]

Lesendur fréttabréfs okkar minnast ef til vill frásagnar minnar af því þegar ég snérist til kaþólskrar trúar og einkum þó frásagnar minnar af kynnum mínum af fransiskanabróðurnum David Lopez. Ég minnist á þetta vegna þess sem kemur á eftir um reynsla bróður Davids í Medjugorje og hvernig hann hefur meðtekið yfirskilvitlegar náðargjafir frá þeim Jesú og Maríu.

Ég hitti bróður Davíð í fyrsta skipti í janúar 1990 meðan ég var á löngu ferðalagi um Texas og kom í lítinn bæ á landamærum Texas og Mexíkó sem nefnist Welasco. Hann býr í reynd á stað sem heitir El Ranchilo í einsetumannabyggð sem kennd er við Vora Frú af gæskunni.

Read more »

02.11.06

  09:04:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2274 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (3)

3. Opinberun heil. Padre Píós frá árinu 1949.

Þetta er þýðing á einkabréfi sem Padre Pió skrifaði til Herolsbachnefndarinnar sem Vatíkanið skipaði og staðfestir sannleiksgildi og raunveruleika þessarar opinberunar sem Drottinn opinberaði kapúsínaföðurnum frá Pietrelcina sem bar sáramerki (stigmata) Krists. [1]

Nýárskvöld 1949
Jesús: „Sonur minn, sonur minn! Ég hef þráð þessa stund þar sem ég mun að nýju opinbera þér mikla elsku Hjarta míns. Ég elska mennina afar heitt, einkum þá sem gefast mér. Þeir eru mér skjól og huggun í þeirri miklu vansæmd sem mér er sýnd í Sakramenti elsku minnar.

Read more »

01.11.06

  09:10:27, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1729 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (2)

2. Hinir þrír myrku dagar í Ritningunni.

Í einni hugvekja sinna kemst heil. Jóhannes Chrysostomos svo að orði: „Það er auðveldara fyrir sólina að gefa ekki frá sér yl og ljós, en að ljósið streymi ekki frá kristnum einstaklingi. [1] Það er þetta sem Guð vill leiða okkur fyrir sjónir með myrkri hinna þriggja myrku daga: LÍFSHATUR DAUÐAMENNINGAR BARNAMORÐANNA MIKLU þar sem sakramenti dauðans leysir sakramenti elskunnar eða Evkaristíuna af hólmi. Glæpir veraldarhyggjunnar eru því orðnir miklir því að hún hefur iðkað mannfórnir sínar til Móloks af þvílíkum ofsa, að mannfórnir hinna fornu Fönikíumanna blikna gagnvart þessari kosmísku illsku. Okkur er ætlað það hlutverk á endatímanum að skína sem ljós í heiminum til að miðla öðrum af ljósinu: „Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því“ (Jh 1. 5). Og þetta ljós er lífið (Jh 1. 4) sem veraldarhyggjan hafnar. EN LJÓSIÐ VERÐUR AÐ SKÍNA ÞÓ AÐ ÞVÍ VERÐI HAFNAÐ! ÞANNIG GETUR SATAN EKKI ÁSAKAÐ GUÐ (sjá Job 1. 6-12).

Read more »

30.10.06

  16:30:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2285 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (1)

1. Um tákn Guðs á himinhvelfingunni
Eftir sólarundrið í Fatíma þann 13. október árið 1917 sem 70.000 manns urðu vitni að og greint var frá í fjölmörgum dagblöðum á sínum tíma reynist nútímamanninum ekki eins erfitt að trúa því, að Guð geti í raun og veru gripið til kraftaverka til að koma boðskap sínum á framfæri við mannkynið þegar mikið liggur við.

Read more »