Flokkur: "Trúarljóð"

17.06.08

  17:33:09, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 481 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Óður sálar sem gleðst yfir því að þekkja Guð í trú – Hl. Jóhannes af Krossi

Hversu vel þekki ég ekki uppsprettuna
sem streymir fram, þótt það sé nótt.

1. Þessi eilífa uppspretta er hulin,
en ég veit vel hvaðan hún streymir fram,
þótt það sé nótt.

2. Upphaf hennar er mér ókunnugt,
en ég veit að allt upphaf er frá henni komið,
þótt það sé nótt.

3. Ég veit að ekkert annað er svona fagurt,
og himininn og jörðin bergja af henni
þótt það sé nótt.

4. Ég veit vel að botn er ekki í henni að finna,
að enginn geti komist hér yfir,
þótt það sé nótt.

Read more »

13.05.08

  16:13:22, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 470 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Hinn guðdómlegi gleðileikur Dante – í þýðingu Guðmundar Böðvarssonar, bónda og skálds frá Kirkjubóli

Nú þegar Borgarleikhúsið hefur sett á fjalirnar verk sem byggist á Hinum guðdómlega gleðileik (Divina commedia) eftir Dante vil ég minna kaþólska lesendur á hina undurfögru þýðingu Guðmundars skálds Böðvarssonar frá Kirkjubóli (1904-1974). Tólf kviður úr Gleðileiknum komu út í þýðingu hans í bundnu máli á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs árið 1968. Vert er að hafa þetta verk í hávegum. Hinn Guðdómlegi gleðileikur Dante er ein af perlum kaþólskra dulúðarbókmennta.

Sjálfskipaður hópur menningarforkólfa gagnrýndi þýðingu Guðmundar harkalega og án allrar sanngirni á sínum tíma (vafalaust blöskrað djörfung bóndans og erfiðismannsins að ráðast í slíkt verk!). Ég birti hér því brot úr þýðingu Guðmundur úr Paradísarkviðunni 33. 82, 121 ásamt ítalska textanum.

„O abbodante grazia, ond’ io presunsi
ficcar lo viso per la luce eterna,
tanto che la veduta vi consunsi!
Nel suo profondo vidi che s’ interna,
legato con amore in un volume,
ciò che per l’universo si squaderna;

Read more »

24.12.06

  13:33:15, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 277 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Nóttin var sú ágæt ein!

1. Emmanúel heitir hann
herrann minn enn kæri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

2. Nóttin var sú ágæt ein,
í allri veröldu ljósið skein,
það er nú heimsins þrautar mein
að þekkja hann ei sem bæri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

3. Í Betlehem var það barnið fætt
sem best hefur andar sárin grætt;
svo hafa englar um það rætt
sem endurlausnarinn væri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

4. Fjármenn hrepptu fögnuð þann,
þeir fundu bæði Guð og mann;
í lágan stall var lagður hann
þó lausnarinn heimsins væri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

5. Lofið og dýrð á himnum hátt
honum með englum syngjum þrátt;
friður á jörðu og fengin sátt,
fagni því menn sem bæri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

6. Í Betlehem vil eg nú víkja þá
vænan svein í stalli sjá,
með báðum höndum honum að ná
hvar að eg kemst í færi.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

7. Betlehem kallast kirkjan svinn,
kórinn held eg stallinn þinn,
því hef eg mig þangað, herra minn,
svo heilræðin að þér læri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

8. Upp úr stallinum eg þig tek
þó öndin mín sé við þig sek;
barns mun ekki bræðin frek,
bið eg þú ligg mér nærri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

Einar Sigurðsson frá Heydölum.

GLEÐILEG JÓL!

04.12.06

  07:40:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 72 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Hinn takmarkalausi vöxtur – Dionysíus Areopagíti.

Vegvísir kristinna
í himneskri speki!
Leið oss handan óvitundar og ljóss,
til fjærsta og hæsta tinds
huliðsheims Ritninganna
þar sem leyndardómur Orðs Guðs
er einfaldur, algildur, óumbreytanlegur
í lýsandi myrkri huldrar þagnar.
Úr djúpi skuggsýni
streymir óumræðilegt ljós
til þess sem er séð.
Í hinu óskynjaða og óséða
liggur fjársjóður handan fegurðar
sem streymir til blinds huga.

17.11.06

  08:30:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 280 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Hl. Teresa Margrét (Redi) – Hjarðmærin Elpina

Hjarðmærin Elpina

Elpina, hjarðmærin
brann af þrá
til að vita hvernig
unnt væri að elska Guð
á jörðinni
og einn daginn grét hún sáran
og mælti þessi orð af vörum
í skóginum:

Read more »

16.11.06

  17:06:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 93 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Hl. Katrín frá Siena – Ó, eilífi Faðir!

Ó eilífi Faðir!
Við vorum hulin
í garði hjarta þíns.
Þú kallaðir okkur fram
úr heilögum huga þínum sem blóm
og krónblöðin eru sálarkraftarnir þrír.
Og í hverjum þeirra og einum
huldir þú alla jurtina
svo að þeir bæru ávöxt í garði þínum,
og gætu horfið að nýju til þín
með þá ávexti sem þú gafst þeim.
Þannig kemur þú aftur til sálarinnar
til að fylla hana með blessun þinni.
Þarna dvelja sálirnar
eins og fiskurinn í sjónum
og sjórinn í fiskinum.

Úr 20. bæninni.

02.11.06

  07:51:22, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 65 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Stef úr hljómkviðu þagnar næturvökunnar

Undursamlegt er það
þegar hjartað ummyndast
í innheima ljóss og elsku
og ljómar sem sjödægraljós.

Read more »

26.10.06

  16:52:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 172 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Samtal um nótt

Móðirin:
Ég grét sáran og var harmi lostin
þegar þeir drekktu dætrum mínum,
þeim sem höfðu heiðrað mig,
í sekkjum í gjánni í landi mínu
sem þeir gerðu að sínu.

Ég var harmi lostin þegar þeir
komu og tóku móðurina átta árum
eftir að hún ól barn sitt
og sendu til helheima.
Segðu þeim þetta. Segðu þeim þetta!

Read more »

17.10.06

  10:23:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1238 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Ljóð andans eftir Jóhannes af Krossi

SÖNGUR SÁLARINNAR OG
BRÚÐGUMANS

BRÚÐURIN

1. Hvar hefur þú hulið þig
Ástmögur minn, og skilið mig eftir í tárum?
Þú flúðir sem hjörturinn
eftir að hafa sært mig.
Ég gekk út og hrópaði, en þú varst horfinn.

2. Hirðar, þið sem farið
um sauðabyrgið til hæðarinnar,
ef þið skylduð sjá hann
sem ég elska mest af öllu,
segið honum þá að ég er sjúk, þjáist og dey.

Read more »

16.10.06

  21:57:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 32 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Þú, þú, þú eftir Martin Büber

Hvert sem ég fer, þú,
Hvar sem ég er, þú,
þú, þú.
Aftur þú, eilífur þú.
þú, þú, þú.

Í gleði minni þú,
í sorg minni þú,
þú, þú.
Aftur þú, eilífur þú,
þú, þú, þú.

Himininn þú, jörðin þú,
uppi þú, niðri þú.
Hvert sem ég sný, þú.
Að lokum þú,
þú, þú, þú.

  21:37:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 68 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Ljóðasöngur um hjartað

Í hjarta þínu er herbergi
og í þessu herbergi
er logi
sem er logi sálar þinnar
og í þessum loga
er ljós
sem er Guð í sálu þinni. [1]

[1]. Mexíkanskt íhugunarljóð eftir ókunnan höfund:

En tu corazón hay un espacio,
y en este espacio,
hay una llama,
que es la llama de tu alma,
y en este llama,
hay una luz,
que es Dios en tu alma.

  13:53:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 63 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Ljóð eftir Erika Papp Faber

LJÓS FRÁ LJÓSI

Drottinn, tendra kerti sálar minnar
með elsku þinni.
Tendra í gæsku þinni kveikinn
sem er hjarta mitt.
Skýldu með hendi þinni flöktandi loga
elsku minnar, neistann frá eldhafi þínu

Drottinn, lát logann dansa í elsku þinni,
Lát hann brenna skært sökum annarra,
Megi ég að lokum fuðra upp
í funa elsku þinnar.

02.10.06

  07:27:01, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 186 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Harmagrátur Meymóðurinnar

Hví öll þessi tár, heilaga Móðir?
Hvers vegna þessi harmagrátur
í upphafi þess mánaðar þegar
kirkjan heiðrar þig?

Hvers vegna þessi grátur?
Sonur minn! Ég græt vegna kveins
móðurinnar í Rama
sökum ekkasoganna í Sikkim
vegna brostins hjarta móðurinnar
í Pottaragötu.

Read more »

03.04.06

  06:22:01, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 286 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels, Trúarljóð

Llama de amor viva eða „Logi lifandi elsku“ eftir Jóhannes af Krossi

Erindin sem sálin hefur yfir í innileika
sameiningarinnar við Guð.

Ó logi lifandi elsku
sem særir sál mína ljúflega
í dýpstu miðju hennar!
Þar sem þú íþyngir ekki lengur,
ef þú vilt sjálfur, svipt nú burt
blæju þessara ljúfu endurfunda.

Ó ljúfi sviði!
Ó milda sár!
Blíða hönd! Sæta snerting,
keimur eilífs lífs
sem geldur alla sekt!
Deyðir og umbreytir dauða í líf.

Ó eldlegu lampar
sem með dýrð ykkar
opinberið hella skynhrifanna
áður blindu hulda
sem með framandi birtu
veitið Ástmögurnum yl og ljós.

Hversu mildilega og elskuríkt
vakir þú ekki í hjarta mínu,
þar sem þú dvelur einn í leynum!
Í sætum andblæ þínum
þrungnum gæsku og dýrð,
hversu elskar þú ekki í ljúfleika þínum!

Canciones que hace el alma en
la intima unión con Dios

¡Oh llama de amor viva,
que tiernamente hieres
de mi alma en el más profundo centro!.
pues ya no eres esquiva,
acaba ya, si quieres;
rompe la tela de este dulce encuentro

¡Oh cauterio suave!
¡Oh regalada llaga!
¡Oh mano blanda! ¡Oh toque delicado,
que a viva eterna sabe,
y toda deuda paga!;
matando, muerte en vida la has trocado.

¡Oh lámparas de fuego,
en cuyos resplandores
las profundas cavernas del sentido,
que estaba oscuro y ciego,
con extraños primores
calor y luz dan junto a su Querido!

¡Cuán manso y amoroso
recuerdas en mi seno,
donde secretamente solo moras!
Y en tu aspirar sabroso,
de bien y gloria lleno,
¡cuán delicadamente me enamoras!

Nú er ég að þýða ritskýringar Jóhannesar af Krossi við þetta undurfagra ljóð. Væntanlega verður þýðingunni lokið miðsumars.

TENGILL

29.03.06

  08:48:59, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 298 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels, Trúarljóð

Hin myrka nótt sálarinnar eftir Jóhannes af Krossi

Í myrka nótt
í angist og brennandi elsku
– ó sæluríka stund –
gekk ég óséð af öllum
því hús mitt hvíldist.

Í myrkri og öryggi
gekk ég dulbúin leynda stigu
– ó sæluríka stund –
hvarf óséð öllum
því hús mitt hvíldist.

Í hinni sælu nótt
óséð af öllum
og ósjáandi
án nokkurs ljóss eða skímu
en þeirrar sem brann í hjarta mér.

Þetta ljós leiddi mig
öruggar en hádegissólin
þar sem sá vænti mín
sem gjörþekkti mig
á stað óséðum öllum.

Ó nótt sem leiddi mig
Ó nótt ljúfari en dagur!
Ó nótt sem sameinaði
hinn Elskaða ástvininum
breytti ástvininum í hinn Elskaða!

Í blómskrúði brjósts míns
honum einum ætlað
hvíldist ég
og strauk hárlokka hans
og blær sedrusviðarins veitti svölun.

En una noche oscura,
con ansias, en amores inflamada,
¡oh dichosa ventura!,
salí sin ser notada,
estando ya mi casa sosegada.

A escuras, y segura,
por la secreta escala, disfrazada,
¡oh dichosa ventura!,
a escura y en celada,
estando ya mi casa sosegada.

En la noche dichosa
en secreto, que naide me veía,
ni yo miraba cosa,
sin otro luz y guía,
sino la que en el corazón ardía.

Aquésta me guiaba
más cierto que la luz del mediodía,
adonde me esperaba
quien yo bien me sabía,
en parte donde naide parescía.

¡Oh noche que quiaste!
¡Oh noche amable más que el alborada!
¡Oh noche que juntaste
Amado com amada,
amada en el Amado transformada.

En mi pecho florido,
que entero para él solo se guardaba,
allí quedó dormido,
y yo le regalaba,
y el ventalle de cedros aire daba.

TENGIILL