Flokkur: "Sr. Þorbergur Kristjánsson"

04.07.06

  19:30:37, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 2573 orð  
Flokkur: Sr. Þorbergur Kristjánsson

Helgi lífsins

Ræða sr. Þorbergs Kristjánssonar á Lífsvonarfundi 12. des. 1992. Áður birt í Lífsvon, fréttabréfi Lífsvonar, samtaka til verndar ófæddum börnum, 1. tbl. 9. árg. (marz 1993), s. 1–3. Lesendur Kirkjunetsins eru hvattir til að lesa þessa grein – hér er margt djúpt hugsað og bent á afleiðingar fósturvíga, sem fram hafa komið á síðari árum. (Aths. JVJ).

Átökin um lífsgæðin, sem efnishyggjan magnar, leiðir af sér tillitsleysi og hörku – kaldræna afstöðu vonarsnauðu viskunnar. Landvinningar vísinda og tækni geta verið tvíbentir, sem dæmin sanna. Þeir hafa, á mörgum sviðum, bætt lífskjörin og veitt aukna innsýn í tilveruna. En í sumum tilvikum hefur tækninni verið beitt gegn lífinu sjálfu. Virðingin fyrir manneskjunni sem slíkri stendur höllum fæti, og birtist það með ýmsu móti. Þannig hafa nú í næstum tvo áratugi verið í gildi lög í landi okkar, sem svipta hið ófædda líf réttarvernd fyrstu 12 vikurnar eftir getnað, a.m.k.

Read more »