Flokkur: "Sverrir Friðriksson"

23.06.06

  19:53:33, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 931 orð  
Flokkur: Sverrir Friðriksson

Saga opinberra fólksfækkunarmarkmiða stjórnvalda í Bretlandi og BNA og tengsl þeirra við stefnumarkmið stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðastofnana

Höf.: Sverrir Friðriksson, LL.M., Reykjavík 2006. – Útdráttur:

Efnahagsþróun og menningarskrið (Davis) (skýrsla unnin á vegum mennta-málayfirvalda í BNA). – Þar er bent á að árangursrík stefnukænska til þess að lækka fæðingarhlutfallið sé að ,,draga úr ... sjálfsvitund barna sem búa hjá foreldrum, eða að draga úr ... líkum á því að þessi sjálfsvitund fullnægi þeim". Þar að auki er bent á að ákveðnar (pósitívar) menningarhneigðir sem geta stuðlað að því að draga úr fólksfjölda séu ,,mjög há skilnaðartíðni, klám og óheft kynmök..." Davis greinir jákvæða þróun að því er varðar "velferðarmál barna, þar sem aukinnar tilhneigingar gætir í þá veru að föðurnum sé í síauknum mæli ýtt til hliðar sem ómissandi fjölskyldu-meðlimi, svo og varðandi heilbrigðiskerfið, sem jafnt og þétt hefur haft að engu boðvald foreldra að því er varðar getnaðarvarnir og fóstureyðingar."

Read more »