Flokkur: "Friðarmál og stríðsátök"

06.06.15

  11:41:00, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 139 orð  
Flokkur: Úr lífi og starfi kirkjunnar, Friðarmál og stríðsátök, Páfadæmið í Róm

Páfinn í Sarajevo

Um hundrað þúsund manns er nú saman komið á íþróttaleikvangi í Sarajevó, höfuðborg Bosníu, til að hlýða á messu Franz páfa.

Með heimsókn sinni hyggst páfi boða frið í landinu sem enn er markað eftir borgarstríð sem lauk fyrir tuttugu árum. Í stríðinu börðust serbneskir meðlimir rétttrúnaðarkirkjunnar við bosníska múslima. Íbúar landsins halda sig enn í fylkingum eftir trúar­hópum og þjóðflokkum. Páfi hyggst funda með forsvarsmönnum múslima, réttrúnaðarkirkjunnar og gyðinga í landinu á meðan á heimsókninni stendur. Þannig vill hann boða frið og reyna að fá trúarhópa til að lifa í sátt og samlyndi. (Rúv í dag.)

Franz páfi hefur nú þegar öðlazt miklar vinsældir fyrir augljósan hug sinn til að nálgast og blanda geði við óbreytta meðlimi kirkjunnar víða um lönd, að vekja athygli á hlutskipti fátækra, vinna í þágu friðar og sýna samstöðu með bágstöddum og undirokuðum.

10.01.15

Ódæðisverk í nafni trúar

Illt er í efni að islamstrú sé í vaxandi mæli notuð sem átylla og "réttlæting" mannvíga og verstu glæpa. Þetta gerist nú í stórum stíl á vegum Boko Haram-hreyfingar öfgamanna í Nígeríu og víðar, nú síðast með stórfelldri slátrun í þorpi einu, einnig milli hópa múslima í Mið-Austurlöndum og í morð-árásum og aftöku ISIS-manna á kristnu fólki og jazídum í Írak, en einn nýjasti atburðurinn er árásin á starfsmenn Charlie Hebdo-skopblaðsins í París, þar sem 12 lágu eftir í valnum og um fimm aðrir saklausir í eftirmálum þessa í gær, auk margra særðra. Ódæðisverkin voru fjár­mögnuð af al-Qaída í Jemen.

Sumir leiðtogar múslima hafa fordæmt þessar árásir, og er mikilvægt, að sem flestir múslimar aðgreini sig algerlega frá slíkum grimmdarverkum gegn saklausum. Þeir, sem réttlæta þau, verðskulda ekki að fá að njóta óskertra borgararéttinda hér á Vesturlöndum.

15.01.12

Myrkar miðaldir?

Þessi grein birtist í Morgunbl. 4. jan. 2001. Orðhvöss er hún, einkum framan af. Það skýrist af herskáum anda í blaðaskrifum um Þjóðkirkjuna og kristna trú árið 2000, er greinin var rituð; upp hafði því safnazt "réttlát gremja" hjá höf. þessarar greinar. Þótt í lófa lagið væri að lina hér tóninn, eins og betra hefði verið í upphafi, er ótrúverðugt að láta þetta líta neitt öðruvísi út en það gerði, þegar það birtist fyrir ellefu árum. Því er greinin hér óbreytt. –JVJ.

Tilhæfulausar ásakanir á hendur kristindómi og kirkju eru orðnar næsta algengur lestur á síðum þessa blaðs á kristnihátíðarári. Þegar um þverbak keyrir, er ekki auðvelt að leggja frá sér blaðið, hristandi hausinn yfir fáfræði náungans, en umbera allt í nafni málfrelsis. Rennur mér blóðið til skyldunnar þar sem ég nam guðfræði og miðaldafræði við háskóla heima og heiman og get ekki endalaust horft upp á sögufalsanir manna sem hafa það mark og mið að gera aðra jafnfordómafulla og þeir eru sjálfir.

Read more »

02.10.06

  15:15:38, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 613 orð  
Flokkur: Friðarmál og stríðsátök

Varið land eða óvarið?

Varið land eða óvarið – "hvort er öruggara?" Þannig spyrja menn í tilefni af brottför Bandaríkjahers, sem séð hefur um varnir Íslands í rúm 60 ár (1941–1947 og 1951–2006, auk aðstöðu sem borgaralegir tæknimenn höfðu á Keflavíkurflugvelli 1947–51).

"Og hvort er kristilegra, varið land eða óvarið?" Þannig geta kristnir menn spurt. Saga afneitunar vopnaburðar meðal kristinna manna er afar löng – allt frá fornöld. Það sama þekkjum við meðal trúflokks kvekara á nýöld.

Read more »

19.09.06

  13:45:27, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 481 orð  
Flokkur: Friðarmál og stríðsátök

Fordæmdi Jesús vopnaburð?

Fordæmdi Jesús vopnaburð? Ekki með svo augljósum hætti, að postular hans hafi endurtekið þá meintu kenningu hans. Hann sagði vissulega við Símon Pétur í grasgarðinum, þegar hann hjó eyrað af Malkusi: "Slíðra þú sverð þitt; því að allir þeir, sem grípa til sverðs, munu farast fyrir sverði" (Mt.26.52; sbr. Jóh.18.11: "Sting sverðinu í slíðrin; ætti ég ekki að drekka bikarinn, sem Faðirinn hefur að mér rétt?"). En þetta felur ekki í sér, að hann fordæmi almennt vopnaburð á neinn óvefengjanlegan hátt. Hins vegar er trúlegt, að það feli í sér, að hann fordæmi það, að menn hafi frumkvæði að vopnaðri árás.

Read more »

06.08.06

  14:11:19, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 390 orð  
Flokkur: Friðarmál og stríðsátök

Enskur biskup ritar um stríðsástand í Líbanon og Ísrael

Á vefsíðu Independent Catholic News, sem er kaþólsk fréttaþjónusta sem hér hefur áður verið vísað til, er stutt, en einkar skýr yfirlýsing biskupsins í Lancaster í Englandi um núverandi kreppu í Miðausturlöndum. Bréf hans er skrifað 21. júlí, en heldur samt enn gildi sínu.

Patrick O'Donoghue biskup gaf í dag út eftirfarandi yfirlýsingu:
Með mikilli hryggð og skelfingu las ég um hin sívaxandi vopnaátök milli Ísraels og Hizbollah í Líbanon. Það er ekki hægt að leyfa það að fjöldi særðra og látinna saklausra borgara haldi áfram að aukast. Þar á ofan er þjáning manna ærin í Gaza, og Palestínuvandamálið bíður enn úrlausnar.

Read more »

29.07.06

Konur vélaðar af kaupahéðnum til að óvirða mannlegt líf

Eftirfarandi stutt frétt í Mbl. setur að manni hroll, því að brezkt fyrirtæki er greinilega byrjað á því með all-lúalegum kaupahéðna-hætti að gera konur samsekar um að láta nota egg úr sér til að frjóvga þau og gjörnýta síðan fósturvísinn (frumfóstrið) til tilraunastarfsemi.

Read more »

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

powered by b2evolution free blog software