Flokkur: "Skólaspekin"

02.09.10

Skapaði Guð ekki heiminn? Stjarneðlisfræðingur ratar út á svið sem er handan eðlisfræðinnar

„Þyngdaraflið eitt sér er nægilegt til að skapa alheiminn úr engu,“ segir Stephen Hawking, hinn vinsæli vísindamaður, samkvæmt frétt Rúv í dag.

En þetta gengur gegn allri skynsemi og eðli hlutanna. Ex nihilo nihil fit er gömul vizka: úr engu verður ekkert til – nema því aðeins, að um nægileg utanaðkomandi áhrif sé að ræða af einstöku tagi, eins og á sér stað í þessu tilviki að mati fjölda heimspekinga – og vitaskuld kristinna manna líka.

Ef ekkert er til, hvernig getur þá ríkt þar þyngdarafl?! Þarf ekki eðlisfræðingur að fara í hugsunarkollhnís til að gera grein fyrir því? Samt ályktar hann af framangreindum þönkum sínum, að Guð hafi ekki skapað heiminn, af því að tilvist og sköpunarafl hans séu ónauðsynleg til skýringar á tilurð heimsins.

Read more »

08.03.08

  10:33:34, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 100 orð  
Flokkur: About our website. Kirkju.net, Bænamál, Miðaldasaga og kirkjan, Skólaspekin

Bæn heil. Tómasar frá Aquino

Sit, Jesu dulcissime, sacratissimum corpus tuum et sanguis dulcedo et suavitas animae, salus et sanctitas in omni tentatione, gaudium et pax in omni tribulatione, lumen et virtus in omni verbo et operatione, et finalis tutela in morte.
Megi hinn alhelgi líkami þinn og sætleiki blóðs þíns, blíðasti Jesú, vera yndi sálar minnar, hjálpræði og heilagleiki í sérhverri freisting, fögnuður og friður í sérhverri raun, ljós og styrkur í hverju orði og verki og hinzta vernd mín á dauðastundinni.

Tekið af vefsetrinu Corpusthomisticum.org, sem inniheldur verk Thómasar.

23.07.06

  12:16:21, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1374 orð  
Flokkur: Miðaldafræði íslenzk, Skólaspekin

Maurice De Wulf um athyglisverð riteinkenni skólaspekinga

Maurice De Wulf er einn þeirra fræðimanna um skólaspekina, sem höfundur þessara lína hefur leitað mikið til [1]. De Wulf skrifar jafnan ljósan stíl og læsilegan, svo að unun er að, og má telja hann með ritfærustu höfundum eins og Étienne Gilson, Jacques Maritain, Frederick Copleston, Christopher Dawson, M.C. D'Arcy, E.K. Rand, David Knowles og G.R. Evans, sem öll hafa með sínum hætti brugðið ljóma á viðfangsefni miðaldafræða í skýru yfirliti og meitluðum stíl. Eftirfarandi stuttan kafla er að finna í bók De Wulf um heimspeki og siðmenningu á miðöldum [2]. Hann verður nú fyrir valinu, sem fyrsti höfundur í röð greina og þýðinga um skólaspeki hámiðalda, með tilliti til þess, að hér segir hann frá sérstökum rithætti skólaspekinga, sem tengir þá óbeint við hinar merku bókmenntir okkar Íslendinga á miðöldum.

Read more »

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

powered by b2evolution free blog software