Falleg var messan í morgun kl. 8 á Þorláksmessudegi í Dómkirkju Krists konungs. Séra Jakob Rolland las og söng þar messu með þremur tylftum kirkjugesta, en þetta hefur hann gert allt frá 1993 og er mikill Þorláksmaður í sér, það heyrist á öllu. Sungin var hefðbundin messa, en í predikun sinni las hann m.a. úr Þorláks sögu helga. Í lok messunnar sungum við sálm tileinkaðan Þorláki, eftir Stefán frá Hvítadal, og stóðum þá fyrir framan líkneski hins helga manns nærri inngangi kirkjunnar.
Eftir messuna var morgunverður í safnaðarheimilinu, kaffi og súkkulaði, rúnnstykki með osti og sultum og pönnukökur beggja gerða, ljúffengt mjög, og ágæt samvera fólks, sem hristist þarna saman með eilítið frábrugðnum hætti frá því sem vant er, því að hér voru líka í messu margir sem gjarnan mæta í ensku sunnudagsmessuna kl. 18 fremur en íslenzku hámessuna kl. hálfellefu, sem og ýmsir aðrir sem sjaldnar sjást eða í öðrum kirkjum.
Á morgun, aðfangadag, vill svo til, að þá er í raun 4. sunnudagur í aðventu, henni er sem sé ekki lokið fyrr en eftir það, og er hámessan í Landakoti kl. hálfellefu að vanda og þá kveikt á fjórða aðventukertinu. Jólavakan byrjar svo á miðnætti sama kvöld.
Gleðileg jól, allir lesendur hér nær og fjær!
PS. Hér á Björn Bjarnason, fyrrverandi. menntamálaráðherra, góða, fróðlega grein um Þorlák biskup í vefdagbók sinni á Moggabloggi í dag: Messa verndardýrlings Íslands = http://www.bjorn.is/dagbok/nr/8631
Mikill er máttur Lilju. 62. og 69. erindi:
Miðaldir eiga meiri' en flestir hyggja
málsbót og rómversk kirkjan af þar ber. [Frh. neðar]
Ákveðin hefur verið minningarstund um píslarvotta trúarinnar, Jón biskup Arason og syni hans Ara og Björn, sem hálshöggnir voru við Skálholtskirkju 7. nóvember 1550. Athöfnin er í fullri samvinnu við vígslubiskupinn í Skálholti, herra Kristján Val Ingólfsson. Eru menn hvattir til að mæta, en rúta verður útveguð til ferðarinnar, og verður nánar sagt frá þessu hér bráðlega.
Eftir hámessu í dag hélt Gunnar Eyjólfsson fallegt ávarp í safnaðarheimilinu, þar sem hann minntist þeirra feðga eftirminnilega og sagði frá einni slíkri pílagrímsferð að þeim helgistað, þar sem blóði þeirra var úthellt af þjónum konungsins danska. Gunnar hefur lengi verið hvatamaður þess, að kaþólska kirkjan taki biskup Jón í tölu heilagra. Og svo sannarlega eru full rök til þess.
Það var fögur og hrífandi stund í dómkirkju Krists konungs í gær, þegar í helgigöngu presta og leikmanna var borin inn ný Messubók kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, raunar sú eina í fullkominni mynd, og lögð á altarið. Biskup okkar, Pétur Bürcher, stýrði athöfninni og sjálfur forseti Íslands viðstaddur, einnig megnið af prestum biskupsdæmisins, enda eru þeir með synodus þessa dagana. Biskupinn, séra Jakob Rolland og séra Patrick Breen fluttu ávörp, og fagurlega spilaði kaþólsk nunna á fiðlu – og systurnar sungu fagra hymna, síðast Regina Coeli (Himnadrottningin) sem margir tóku undir.
Meðal þess, sem séra Jakob vék að í ávarpi sínu, var hin gleðilega fjölgun kaþólskra hér á landi, en tala þeirra hefur ... [frh. neðar]
Í nýrri Kilju Egils Helgasonar, endursýndri í gær, átti hann mjög gott viðtal við dr. Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðing, sem staðið hefur fyrir víðtækum uppgreftri rústa Skriðuklausturs á Austurlandi, fyrsta heildar-uppgreftri klausturs á Norðurlöndum. Vegna þess að klaustrinu og hjúkrunar-húsnæði þess var einfaldlega lokað með siðaskiptunum og ábúendur á jörðinni (oft sýslumenn) tóku sér búsetu í bæjarhúsunum þar, þá hefur húsaskipan þarna, þótt grotnað hafi niður, varðveitzt í óbreyttri mynd að öðru leyti en því, hvernig náttúran braut þetta niður.
Konungur lagði undir sig þessa klausturjörð eins og allar aðrar, ...
Þessi grein birtist í Morgunbl. 4. jan. 2001. Orðhvöss er hún, einkum framan af. Það skýrist af herskáum anda í blaðaskrifum um Þjóðkirkjuna og kristna trú árið 2000, er greinin var rituð; upp hafði því safnazt "réttlát gremja" hjá höf. þessarar greinar. Þótt í lófa lagið væri að lina hér tóninn, eins og betra hefði verið í upphafi, er ótrúverðugt að láta þetta líta neitt öðruvísi út en það gerði, þegar það birtist fyrir ellefu árum. Því er greinin hér óbreytt. –JVJ.
Tilhæfulausar ásakanir á hendur kristindómi og kirkju eru orðnar næsta algengur lestur á síðum þessa blaðs á kristnihátíðarári. Þegar um þverbak keyrir, er ekki auðvelt að leggja frá sér blaðið, hristandi hausinn yfir fáfræði náungans, en umbera allt í nafni málfrelsis. Rennur mér blóðið til skyldunnar þar sem ég nam guðfræði og miðaldafræði við háskóla heima og heiman og get ekki endalaust horft upp á sögufalsanir manna sem hafa það mark og mið að gera aðra jafnfordómafulla og þeir eru sjálfir.
Í fyrradag var glæsilegur tónlistarþáttur á Rás 1, "Endurreisninni þeytt", þar sem þáttarstjórnandi, Halla Steinunn Stefánsdóttir, ræddi við Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing. Fjallaði hann um endurreisnartímabilið, ekki sízt kaþólska tónlist síðmiðalda og fram undir lok 16. aldar, m.a. um Thomas Tallis og William Byrd í Bretlandi (sbr. fyrri pistil um þá HÉR á Kirkjunetinu).
Þessi þáttur ber kaþólskri menningu fagurt vitni, tónlistin hafði náð þar svo miklum hæðum í lok miðalda, að tónverkin, sem varðveitzt hafa, sýna, með greiningu fræðimanna, að það hefur útheimt ótrúlega þjálfun og færni, sem fáir kórar ráða við nú, til að geta flutt margt af þeim verkum.
Hér er um fróðlegan lista að ræða sem nær yfir alla páfana frá upphafi. Má smella á hvert nafn til að fá æviskrá viðkomandi páfa á latínu, stutta eða langa eftir atvikum, með myndum o.fl. Í dálki þar til vinstri má finna vísanir á æviskrár á öðrum tungumálum, m.a. er sú spænska gjarnan ýtarlegri en ýmsar aðrar, en þær frönsku, ensku og þýzku einnig góðar um marga páfa.
Mjög fræðandi vefur um kardínála kaþólsku kirkjunnar reynist vera HÉR, og spannar hann yfir heil 1897 ár. Þar eru ýmsar vefslóðir til upplýsingar um þá, m.a. þessi listi í tímaröð frá árinu 112 til 2009; þar má síðan smella á nafn-línu hvers kardínála til að sjá æviágrip hans. Svo eru þarna ennfremur heil æviágrip þeirra á tímabilinu 999–2009, rúmum þúsund árum,
De consolatione philosophiæ, liber II, metrum VIII
(þ.e. 8. ljóð í 2. bók í ritinu Huggun heimspekinnar)
Að heimur stöðugur standi,
þótt stórum breytist í þróun ;
að eining endalaus haldist
með öllu kviku, þó stríði ;
að röðull rósrauðan morgun
fram reiði gullnum í vagni,
en nótt, sem vísað er veginn
af Venus, ljómi í tungli ;
Nokkur gömul handrit á ég, þar á meðal vísna- og bænamál, og var vísan sú undarlega úr einu þeirra. Er þar um að ræða 3. erindi úr átta vísna bréfi, ortu af Ólafi Erlindssyni til Jóns í Bót. Er það austfirzkt efni, ritarinn B. Sveinsson í Viðfirði.
En efnið, sem hér fer á eftir, handrit sem ég birti nú þennan hluta úr: Karla-Magnúsar bæn, er fagurlega ritað, en skrifarans eða eiganda ekki getið. Tvískipt er það og hér aðeins birt úr fyrri hlutanum, en í upphafsorðum þess seinni sést, að skrifað er þetta örugglega eftir 1747.
Fagnaðarefni er, að Ólafur Haukur Árnason, sagnfræði- og latínunemi, hyggst deila með okkur þekkingu sinni og rannsóknum á útbreiðslu kristninnar í Asíu, allt til Kyrrahafs og Indlandshafs og lengst inn í Mið-Asíu, ekki nú á dögum, heldur strax í fornöld og á miðöldum. Þar kemur bæði kaþólska kirkjan, sú orþódoxa og ýmsar frávikskirkjur, einkum Nestoringa, við sögu.
Það er mörgum eins og óvænt opinberun að lesa um þróttmikið starf kirkjunnar í Asíu langt fram á miðaldir, en þarna var vagga kristindómsins, við Miðjarðarhafið. Þaðan breiddist hún ört út austur á bóginn, með ótrúlegum árangri, meðan okkar "gamla Evrópa" var lengi vel að miklu leyti heiðin nema í suðlægustu löndum, á Spáni, Suður-Gallíu, Ítalíu og Grikklandi eða réttara sagt austrómverska keisaradæminu.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20, mánudaginn 9. marz, að Hávallagötu 16, í safnaðarheimili kaþólsku kirkjunnar. Kaffihlé verður og veitingar og öllum frjálst að bera fram fyrirspurnir og leggja þar sitt til málanna.
Ólafur Haukur Árnason á mjög góða grein um þetta efni: 'Róm og Bagdad: Kristin trú í Asíu á tímum mongólska heimsveldisins', í nýútkomnu hefti af Merki krossins, tímariti kaþólsku kirkjunnar, en þrátt fyrir nafn þeirrar greinar spannar hún í raun yfir miklu víðtækara svið í tíma og rúmi, frá fornöld og til trúboðsferða kaþólskra manna á miðöldum.
Ólafur hefur á ýmsum vettvangi sýnt sig að vera efnilegur ...
Sit, Jesu dulcissime, sacratissimum corpus tuum et sanguis dulcedo et suavitas animae, salus et sanctitas in omni tentatione, gaudium et pax in omni tribulatione, lumen et virtus in omni verbo et operatione, et finalis tutela in morte.
Megi hinn alhelgi líkami þinn og sætleiki blóðs þíns, blíðasti Jesú, vera yndi sálar minnar, hjálpræði og heilagleiki í sérhverri freisting, fögnuður og friður í sérhverri raun, ljós og styrkur í hverju orði og verki og hinzta vernd mín á dauðastundinni.
Tekið af vefsetrinu Corpusthomisticum.org, sem inniheldur verk Thómasar.
Eftirfarandi grein birtist í Lesbók Morgunblaðsins 7. okt. sl. Vert er að hafa hana aðgengilega hér á Kirkjunetinu, enda tengist hún öðru efni á þessu vefsetri, og hér geta menn nú rætt efni hennar í athugasemdum. –JVJ.
"Þegar æsingurinn í kringum Benedikt páfa og islam fór að hjaðna, áttaði fólk sig á því, að páfinn hafði verið grátt leikinn, orð hans tekin úr samhengi og viðbrögðin viljandi mögnuð upp." Svo segir í nýlegri frétt Páfagarðs (Zenit.org). Í fyrirlestri sínum við háskólann í Regensburg var páfinn í raun að hvetja til samræðna og rökræðu um trúarbrögð í stað þess að útiloka þau frá alvarlegri umræðu, eins og oft á sér stað í samtíð okkar, þar sem trúnni á Guð er vísað á afmarkaðan bás ætlaðan vissum menningarafkima sem að öðru leyti sé lokaður frá menningu og samfélagi Vesturlandaþjóða. Átti menn sig á þessu samhengi páfaræðunnar, "hafa fylgismenn vantrúarinnar í samtíð okkar miklu meiri ástæðu til að gremjast páfanum en nokkrir aðrir.
Grein mín, Rétt og rangt í máli Manúels í Miklagarði, birtist á baksíðu Lesbókar Morgunblaðsins í dag (á að vera aðgengileg, a.m.k. áskrifendum, gegnum blálituðu línuna). Fjallar hún um hinn sögulega og trúarlega bakgrunn þeirra umræðna, sem fram hafa farið eftir hinn umdeilda háskólafyrirlestur Benedikts páfa í Regensburg í liðnum mánuði. Ég vek einnig athygli á vefgreininni '2. Vatíkanþingið um islamstrú' (sjá athugasemdadálkinn hér til hægri), sem ég vísa í raun til í nefndri grein minni. Síðar mun ég birta hér á Kirkjunetinu ýtarlegar heimildatilvísanir og athugasemdir við Lesbókargrein mína, en velkomið er mönnum að ræða efni hennar hér á eftir.
Allt mannkyn á jörðu á sér að uppruna einn og hinn sama,
því einn er hann faðir alls, og öllum hann leiðsögn veitir.
Hann sólinni gaf sína geisla og gullin hornin á tunglið
og menn til að uppfylla jörðu––og eins á himininn stjörnur!
Hér lukti´hann í líkömum anda sótta háum af himni.
Af göfugri grein er því sprottin gervöll hin dauðlega hersing.
Hví stærið þér yður af áum og ætt? Ef skoðið þér höfund
og upptök lífs yðar, Guð, er ættlaus ei neinn, en ef hneigizt
í löstum að auvirðileik, þér eigið ætterni svíkið!
Síðustu athugasemdir