Flokkur: "Greinar eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993)"

21.03.08

  08:42:35, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 554 orð  
Flokkur: Greinar eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993)

Föstudagurinn langi

Við höldum hátíðlega í dag þjáningar og dauði Jesú ……… á föstudaginn langa fyrir tvö þúsund árum.

Í guðþjónustunni í dag tökum við okkur tíma til að hugsa og biðja um hið saklausa lamb Guðs sem var fórnað vegna synda okkar. Saklausa lambið sem var drepið í staðinn fyrir syndugar geitur! Þetta er dagurinn sem við sýnum sérstaka virðingu fyrir krossinum og við biðjum fyrir öllum heiminum, vegna þess að Jesús dó á krossinum fyrir alla.

Föstudagurinn langi er dagur föstu og bindindis, dagur sem við verðum að gera iðrun. Hann er sérstakur dagur til bæna "Krossferillinn", bæn sem notar ………

Read more »

12.03.08

  21:50:11, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 431 orð  
Flokkur: Greinar eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993)

SMURNING SJÚKRA EÐA SAKRAMENTI SJÚKRA

Á jarðvistardögum sínum ausýndi Jesús sjúkum mikla umhuggju og hluttekningu. Svo mjög bar hann hag þeirra fyrir brjósti, að hann mælti fyrir um sérstakt sakramenti þeim til handa. Það er nefnt "smurning sjúkra". Þetta sakramenti ætti hver sá (sem er kaþólskur) að meðtaka er þjáist af alvarlegum sjúkdómi eða er í lífshættu af völdum slyss eða þjáist af öldrunarsjúkdómum.…………

………… Áhrif þess sakramentis eru óviðjafnanleg:
1. Það færir sálinni þrek á þessari mikilvægu stund í lífi hvers manns.
2. Það veitir aflausn hinna smærri synda og jafnvel dauðasynda ef hinn sjúki hefur iðrast en er ekki fær um að skrifta - t. d. þegar hann er meðvitundarlaus.
3. Það hreinsar og fegrar sálina með hinni helgandi náð.
4. Stundum veitir hún jafnvel fullan bata, þegar það er sál hins sjúka til velferðar.
5. Það veitir hinum sjúka styrk til að bera vel þjáningar sínar, einnig kjark og hughreystingu í dauðastríðinu og frammi fyrir dómi Guðs almáttugs.

Presturinn smyr enni og hendur hins sjúka með vígðri olíu. Hin vígða olía er tákn styrks og lækningar.…………

…………Ef dauða einhvers ber bráðan að skal engu að síður sent eftir presti, þar eð óvíst er á hvaða augnabliki sálin yfirgefur líkamann. Læknavísindin fræða okkur um að stundum lifir maðurinn eftir að hjarta hans hefir stöðvast. Því mun presturinn veita sakramentið í þeirri von að maðurinn sé enn á lífi.

Vitanlega ættu aldraðir og sjúkir, þó ekki séu þeir í lífshættu, að senda eftir presti svo að hann geti fært þeim heilagt altarissakramenti.………

…………Við vitum hvorki þá stund né stað er Drottinn kallar okkur til dóms. "Betra er að forðast syndina en að óttast dauðann. Verið því ávallt viðbúin og hagið lífi yðar þann veg að dauðinn komi yður ekki að óvörum". (Tómas á Kempis).

"Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir, og þar sem þjófar brjóstast inn og stela. En safnið yður fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð, og þar sem þjófar brjótast ekki inn og stela, því að þar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera. " (Matt 6: 19-21)

04.03.08

  18:00:04, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 673 orð  
Flokkur: Greinar eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993)

Heilög Margrét María Alacoque

Í Burgundy héraði í Frakklandi fæddist lítið stúlkubarn árið 22. júlí 1647. Barnið var skírt Margrét María Alacoque.

Þegar hún var 23 ára gömul gekk hún í Paray le Monial klaustrið. Þegar Margrét María hafði verið um tvö ár í klaustrinu, varð hún fyrir undursamlegri reynslu: Jesús birtist henni. Þar sem hún kraup frammi fyrir ………

Read more »

10.02.08

  21:13:15, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 896 orð  
Flokkur: Greinar eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993)

Himnaríki

Ef sum alvarlegustu orð Biblíunnar varða helvíti, þá fjalla líka sum þeirra yndislegustu um himnaríki. Þar er sýnt fram á, að himnaríki er hin sönnu heimkynni okkar og sá staður þar sem Guð óskar þess, að við dveljum með sér í eilífðinni. Augu kristins manns ættu að beinast staðfastlega að himnaríki, en ekki hvika undan, til þess að reyna að forðast hugsunina um helvíti.

Guð vill, að við frelsumst, og þess vegna sendi hann ………

Read more »

02.03.07

  00:05:59, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 917 orð  
Flokkur: Greinar eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993)

BIBLÍAN - ORÐ GUÐS

Biblían er helgasta bók, sem rituð hefur verið. Hún hefur að geyma orð Guðs; hún segir okkur frá Guði og því, sem hann hefur kennt okkur. Í Biblíunni fræðumst við um þýðingu og tilgang lífsins; við lærum, hvað það er, sem Guð ætlast til af okkur; okkur eru kennd boðorð Guðs; við erum vöruð við því, að eftir dauðann bíður okkar dómur; við lærum um lífið eftir dauðann.

Biblían er raunar ekki ein bók, heldur safn bóka. Í henni eru alls 72 bækur. 45 þeirra voru ritaðar fyrir daga Krists, og nefnast Gamla testamentið. 27 bækur Biblíunnar voru ritaðar eftir daga Krists og nefnast Nýja testamentið.

Orðið "testamenti" merkir samningur eða sáttmáli, sem Guð gerir við mennina. Bókin Exodus, sem gjarnan er kölluð Önnur Mósebók, er þungamiðja og mikilvægasta bók Gamla testamentisins, því að hún greinir frá þeim sáttmála, eða því testamenti, sem Guð gerði við þjóð sína. Inntak hans er þetta: "Ef þið haldið boðorð mín, getið þið verið þess fullviss, að ykkur bíður eilíf hamingja. Þið eruð þjóð mín, og ég er Guð ykkar." Og síðan innsiglar hann þennan sáttmála með því að leiða þjóð sína, undir forystu Móse, út úr þrælahúsinu Egyptalandi inn í frelsi hins fyrirheitna lands.

Það er auðvelt að sjá, hvernig Nýja testamentið hefur hlotið nafn. Það greinir frá alveg nýju skipulagi eða sáttmála, þar sem Guð sendir, ekki aðeins spámann, heldur sinn eigin Son, til þess að deyja fyrir okkur á Golgata og frelsa okkur þannig úr þrældómi syndarinnar.

Mikilvægustu bækur Nýja testamentisins eru hin fjögur guðspjöll Matteusar, Markúsar, Lúkasar og Jóhannesar. Þau segja frá lífi og kenningum Jesú Krists, stofnun kirkjunnar og dauða og upprisu Jesú. Fimmta bókin í Nýja testamentinu, sem er Postulasagan, er sömuleiðis mjög þýðingarmikil, því að hún greinir frá komu hins Heilaga Anda og sögu frumkirkjunnar.

Hver ritaði Biblíuna? Það voru menn, sem Guð valdi sérstaklega til þess hlutverks. Sennilega hafa margir þeirra ekki gert sér grein fyrir því, að það væri Guð sjálfur, sem leiðbeindi þeim og stjórnaði við skriftirnar. Höfundarnir höfðu hver sinn eigin stíl, sín persónueinkenni og meira að segja sínar takmarkanir. En þeir voru innblásnir af Guði, svo að þau trúarlegu sannindi, sem þeir skrásettu, voru í raun og sannleika opinberun frá Guði. Þess vegna getum við sagt, að Biblían sé innblásið rit, hún sé Guðs orð.

En verðum við þá að trúa öllu, sem í Biblíunni segir? Eigum við, svo að dæmi sé tekið að trúa því að Guð hafi skapað heiminn á sjö dögum, eins og stendur í Biblíunni? Svarið er það, að við verðum að trúa því, sem Biblían segir, þegar hún greinir frá sannindum trúarinnar, og þar á meðal auðvitað opinberunum Guðs til mannanna og sögu hinnar útvöldu þjóðar hans. En Biblían var ekki skrásett sem vísindarit og gerir enga kröfu til þess að teljast nákvæm í vísindalegum efnum. Ef höfundur Genesis, sem gjarnar er nefnd Fyrsta Mósebók, ætlar sér að skýra út einhver þýðingarmikil sannindi um Guð, hikar hann ekki við að setja á blað ólíkindalega frásögn, til þess að einfalda mál sitt, alveg eins og kennari leggur áherslu á mikilvæga hluti, með því að segja börnunum dæmisögu. Þess vegna skipti það höfund Genesis ekki meginmáli, hvenær eða hvernig Guð skapaði heiminn. Aðalatriðin eru þau sem koma fram í lýsingu hans, að það hafi verið Guð, sem skapaði heiminn og alla hluti; að hann hafi skapað þetta úr engu; að sköpunarverk Guðs sé háð þeim reglum, sem hann ákvað; og að sköpun mannsins sé hápunkturinn í sköpunarverki Guðs.

Allir ættu að eiga Biblíuna og sýna henni mikla lotningu. Hún er heilög, vegna þess að hún er Guðs orð. Það er ekki aðeins, að hún segi sögu hinna andlegu forfeðra okkar - við skulum muna það, að við erum andlegir afkomendur Abrahams - heldur finnum við einnig í henni ljóslifandi frásögn um það, að Guð sjálfur elskar hvert og eitt okkar.

Heilagri ritningu er ekki ætlað það eitt að vera til skrauts. Við ættum öll að lesa hana að staðaldri. Þó að þú hafir kannski ekki ennþá vanið þig á þennan góða sið, er ekki orðið of seint að byrja. Mig langar til að stinga upp á því, að þú byrjir þá á Nýja testamentinu, sérstaklega guðspjöllunum, því að þau eru ekki aðeins mikilvægustu bækurnar í Biblíunni, heldur einnig þær fallegustu og áhrifamestu.

Það að lesa hina heilögu ritningu er áskorun til okkar; það er tilboð; hún er saga um ást. Hún er eins og fersk uppsprettulind í eyðimörk. Við skulum ekki láta okkur sjást yfir það að neyta vatnsins úr henni.

15.12.06

  23:47:59, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 688 orð  
Flokkur: Greinar eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993)

Altarissakramentið

Þetta er hið mesta allra sakramentanna. Í því meðtökum við raunverulegan lifandi líkama og blóð Krists.

Við síðustu kvöldmáltíðina breytti Jesús brauði og vini í líkama sinn og blóð. Hann gaf postulunum tólf vald þetta, og það vald skyldi frá þeim ganga til eftirkomandi biskupa og presta innan kaþólsku kirkjunnar.

Read more »

09.06.06

  22:44:40, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 793 orð  
Flokkur: Greinar eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993)

Kirkjan er líkami Krists

Kirkjan er líkami Krists

Kirkjan er líkami Krists. Með því er ekki átt við hinn heilaga líkama Krists í altarissakramentinu. Ekki er heldur átt við hinn dýrlega líkama Krists, sem steig upp til himna eftir upprisuna.

Hverskonar líkami er þá kirkjan? Kirkjan er auðvitað stofnun, en hún er meira. Hún er persónulegt starf Krists sem haldið er áfram á jörðinni. Kirkjan er stundum kölluð hinn "algjöri Kristur." Það merkir að hún er uppbyggð af Kristi, sem er höfuð líkamans, og okkur, sem erum limir hans.

Read more »