Flokkur: "Ýmsir höfundar"

06.05.17

  20:28:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 119 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Rannsóknir á stofnfrumum úr fullorðnum lofa góðu

Þrívíddarprentun vefja í menn og líffæraígræðsla fyrir fórnarlömb krabbameins í mönnum (sem dregur úr dauðsföllum um 75 prósent), er þróun sem jafnast á við það besta sem stofnfrumur fullorðinna geta gert á sviði læknisfræðinnar. Kaþólska kirkjan styður þessar rannsóknir, enda skilar þetta siðferðilega form rannsókna vænlegustu niðurstöðunum. Á ráðstefnu í Vatíkaninu fyrr á þessu ári var lögð sérstök áhersla á siðferðileg form stofnfrumurannsókna með þátttöku fyrirtækja og leiðandi sérfræðinga, sem ræddu framtíð þessara rannsókna sem þróast hratt um þessar mundir. Kirkjan hefur ávallt reynt að tryggja að vísindamenn legðu alla áherslu á rannsóknir á stofnfrumum úr fullorðnum, en þar með er sneitt hjá siðferðilegum vandamálum sem koma upp við rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum.

Úr Kaþólska kirkjublaðinu 27. árg. 1.-2. tbl. 2017 bls. 4. 

18.04.17

  15:50:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 121 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Frans páfi fer til Fatíma í tilefni af 100 ára afmæli birtinganna þar

Frans páfi mun fara til Fatíma í tilefni af 100 ára afmælinu Vatíkanið hefur staðfest að Frans páfi mun heimsækja Portúgal árið 2017 í tilefni af því að 100 ár eru síðan María birtist í Fatíma. Páfinn, sem tók boði forsetans, Marcelo Rebelo de Sousa, og biskupanna í Portúgal, „mun fara í pílagrímsferð til helgistaðar Maríu meyjar frá Fatíma dagana 12.-13. maí,“ segir í tilkynningu Vatíkansins frá 17. desember sl. Pílagrímsförin markar aldarafmæli birtingar Maríu, sem fyrst birtist þann 13. maí 1917, þegar þrjú börn sem voru þar að gæta hjarðar, sögðu að þau hefðu séð Maríu mey. Hún birtist áfram einu sinni í mánuði til 13. október 1917, og Kaþólska kirkjan lýsti því yfir árið 1930 að hér væri um trúverðugan atburð að ræða.

Úr Kaþólska kirkjublaðinu 27. árg. 1.-2. tbl. 2017 bls. 4. 

18.03.17

  19:44:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 254 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Píslarvottar nú á tímum eru fleiri en í frumkirkjunni

Frans páfi hefur hvatt kaþólskt fólk til muna eftir trúsystkinum sínum sem þjást daglega í ofsóknum vegna trúar sinnar. Í ræðu á Stefánsmessu, hátíð fyrsta kristna píslarvottsins – sagði páfi: „Þegar við lesum sögu fyrstu aldanna hér í Róm, kynnumst við mikilli grimmd í garð kristinna manna. Þetta gerist í dag líka, í jafnvel enn meira mæli. Ég skal segja ykkur nokkuð,“ sagði páfi við pílagríma sem safnast höfðu saman á Péturstorginu söfnuðust, „fjöldi píslarvotta í dag er meiri en í fyrstu öldunum. Heimurinn hatar kristna menn af sömu ástæðu sem hann hataði Krist,“ sagði Frans, „því að hann færði ljós Guðs, og heimurinn kýs skuggann til að fela sín vonda verk.“

Read more »

05.03.17

  21:13:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1506 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Föstuboðskapur Frans páfa 2017

Orð Guðs er gjöf. Aðrir menn eru gjöf.

Kæru bræður og systur,

Föstutíminn markar nýtt upphaf, leið að öruggu marki: Til framhjágöngu upprisunnar, til sigurs Krists yfir dauðanum. Og ævinlega beinir þessi tími til okkar ákveðnu boði um afturhvarf: Hinn kristni maður er „af öllu hjarta“ (Jl 2,12) hvattur til að snúa sér til Guðs og láta sér ekki nægja að lifa lífi sínu í meðalmennsku, heldur vaxa í vináttunni við Drottin. Jesús er hinn trausti vinur sem yfirgefur okkur aldrei, því að einnig eftir að við höfum syndgað er hann reiðubúinn að fyrirgefa okkur (sbr. Prédikun, Domus Sanctae Marthae, 8. janúar 2016).

Föstutíminn er rétti tíminn til að styrkja líf andans með þeim helgu meðulum sem kirkjan býður okkur: Með föstum, bænum og ölmusugjöfum. Grundvöllur alls þessa er Guðs Orð, og á þessum tíma er okkur boðið að leggja enn betur við hlustir og stunda íhugun. Einkum vildi ég í þessu sambandi benda á dæmisöguna um ríka mann og Lasarus hinn fátæka (sbr. Lúk 16,19-31). Við skulum láta þessa þýðingarmiklu frásögn verða okkur til hvatningar: Hún færir okkur lykilinn svo að við fáum skilið hvað við verðum að gera til þess að öðlast hina sönnu hamingju og eilíft líf, og hvetur okkur til einlægra sinnaskipta.

Read more »

23.05.12

  22:03:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 351 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Talnabandið

María Guðsmóðir heitir því að uppfylla 15 loforð öllum þeim til handa sem daglega biðja talnabandið.

1. Sá sem samviskusamlega biður talnabandið daglega mun öðlast örugga vissu um náð og miskunn Guðs.
2. Hin heilaga Guðsmóðir heitir því að veita sérstaka vernd og náðargjafir öllum þeim sem biðja talnabandið af einlægni.

Read more »

18.03.12

  14:33:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1738 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Heilagur Jósef - Verndari hinnar helgu fjölskyldu

Heilagur Jósef - Verndari hinnar helgu fjölskyldu
Æðstur dýrlinga á himnum
Vitnisburður vina heilags Jósefs

Heilagur Jósef stendur Himnadrottningunni næstur í vegsemd og virðingu, þar sem hann af Himnaföðurnum sjálfum var kjörinn verndari hennar og Sonar Guðs. Vegna þess heiðurs og þeirrar tignarstöðu sem hann gegndi í jarðnesku lífi, ber að heiðra hann og tigna meðal dýrlinga næst á eftir heilagri Guðsmóður.

Read more »

03.07.08

  22:39:14, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 3483 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar, Bryndís Böðvarsdóttir

Tómasarguðspjall og hin guðspjöllin fjögur

Eftir Bryndísi Böðvarsdóttur

[Eftirfarandi pistill eftir Bryndísi Böðvarsdóttur birtist upprunalega á bloggsíðu hennar og er hann endurbirtur hér með hennar leyfi. Aths. RGB]

Tómasarguðspjall

Margir vilja meina það, að hið utan-kanónska guðspjall (utan Biblíulega) sem kennt hefur verið við Tómas postula Jesú, eigi fullan rétt á því að vera í Biblíunni eins og hin kanónsku guðspjöll 4 (Matt. Mark. Lúk. Jóh). Það Tómasarguðspjall sem við þekkjum í dag leit dagsins ljós í Nag Hammadí handritafundinum í Egyptalandi 1945 c.a. Það er ritað á koptísku, en hefur nú verið þýtt úr koptísku yfir á ýmis tungumál og þar á meðal Íslensku.

Menn urðu vissulega spenntir þegar þetta guðspjall uppgötvaðist. Töldu ýmsir menn að kominn væri „týndi hlekkurinn" sem veita mundi mönnum nýja innsýn í það hver hinn ,,sögulegi Jesú" var. Ritaðar hafa verið fjölmargar bækur um þetta guðspjall og dregnar margar ályktanir um áreiðanleika þess.

Vandinn er hinsvegar sá að það er ennþá ekkert sem sannar að Tómasarguðspjall sé ritað eftir Tómas lærisvein Jesú.

Read more »

15.07.07

  18:49:38, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 2886 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Heilagir konungar Norðurlanda

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í júlí 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Eiríkur Svíakonungur, Knútur Danakonungur, Ólafur Noregskonungur
- 10. júlí

Við minnumst 10. júlí hinna miklu verndardýrlinga Norðurlandaþjóðanna. Þeir hafa hlotið sama messudag í dagatalinu. Vegna tengsla okkar við þessi lönd hafa dýrlingar þeirra líka verið skráðir í dýrlingatal okkar.

Read more »

08.06.07

  20:32:05, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1505 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Norbert frá Magdeburg

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í júní 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Norbert frá Magdeburg (6. júní)
Norbert, stofnandi Premonstratensareglunnar, fæddist á tímabilinu 1080-85 í Gennep (Hollandi), annar sonur foreldra sinna. Fjölskylda hans tilheyrði aðlinum og hún sá honum fyrir kórsbróðurstöðu við kapítula heilags Viktors í Xanten. Tekjurnar sem hann hafði af þeirri stöðu tryggðu honum að geta lifað því lífi sem aðalsmanni sæmdi. Hann var jafnan velkominn gestur við hirð Friðriks I, erkibiskups í Köln.

Read more »

19.05.07

  11:45:58, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 805 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Konráð frá Parzham

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í apríl 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Konráð frá Parzham (21. apríl)
Hinn 22. desember 1818 fæddist í Parzham drengur sem nefndur var Jóhann Birndorfer og átti eftir að verða dyravörður í hl. Önnu- klaustrinu í Altötting í Suður-Þýskalandi. Fyrir honum lá að taka við myndarlegum búgarði í Rottal en hann hneigðist til þjónustu við Guð. Altarissakramentið var uppsprettulind og miðpunktur guðrækni hans. Hann gekk langa leið, eins þótt illa viðraði, til þess að geta tekið þátt í messu.

Read more »

29.03.07

  23:41:27, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1053 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Ludgerus biskup

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í mars 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Ludgerus (Liudger) biskup í Münster (26. mars.)
Münsterbúar halda á þessu ári (2005) upp á 1.200 ára afmæli þess að biskupsdæmi þeirra var stofnað. Og samtímis minnumst við líka fyrsta biskups þeirrar borgar.

Read more »

21.03.07

  10:01:16, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1379 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

UM ÞJÓÐKIRKJUNA – séra Þórir Jökull Þorsteinsson

Á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar var uppi í Indiana í BNA háskólakennari að nafni Kinsey. Hann tók sig til og hóf rannsóknir á kynhegðun fólks. Bók hans um kynhegðun karla kom út í bókarformi við lok stríðins og önnur um kynhegðun kvenna árið 1953.

Niðurstöður Kinseys komu miklu róti á hugi fólks í Bandaríkjunum og víða um hinn vestræna heim. Þótt rannsóknir Kinseys hafi verið umdeildar og séu véfengdar af mörgum allt til þessa dags, þá eru menn á einu máli um að þær hafi allt að einu afhjúpað, að eitt er það sem viðtekið er og annað það sem menn aðhafast í raun og veru, leynt eða ljóst. Við útkomu bóka Kinseys hljóp mikill kippur í kynlífsbrölt hvers konar og fólk sem alið var upp við íhaldssöm gildi tók að álykta sem svo að úr því að "allir" hafa þetta svona eða hinsegin og þar sem "allt" er á sinn hátt "eðlilegt", þá gætu allir farið að fýsnum sínum hverjar sem þær kynnu að vera.

Read more »

13.02.07

  19:24:06, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1107 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Benedikt frá Aniane

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í febrúar 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Benedikt frá Aniane (12. febrúar)

Þessi heilagi Benedikt fæddist árið 750. Faðir hans var Aigulf greifi af Maguelone (Suður-Frakklandi) og miðaðist uppeldi hans við að hann gegndi herþjónustu. Henni gegndi hann í hersveitum Pippins litla og Karls mikla, en 774 ákvað hann að gerast munkur.

Read more »

29.01.07

  21:43:04, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1912 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Tómas frá Aquin

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í janúar 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Hl. Tómas frá Aquin (28. janúar)

Hinn frægi lærdómsmaður og kirkjufræðari, Tómas frá Aquin, var kominn af aðalsætt von Aquino greifa í Langbarðalandi. Hann fæddist 1225 í Roccasecca og var sendur fimm ára gamall til náms í Benediktsklaustrið Montecassino. Árið 1236 hélt hann áfram námi við háskólann í Napólí og ákvað 1243 að ganga í reglu Dominikana.

Read more »

06.12.06

  12:22:42, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1386 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Nikulás frá Myra

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í desember 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Nikulás frá Myra (6. desember)

Við getum ekki tilgreint nema sárafáar sögulegar staðreyndir úr ævi þessa vinsæla og víðkunna dýrlings. Hið eina sem sagan getur frætt okkur um er að hann hafi verið biskup í Myra, setið kirkjuþingið í Níkeu 325 og dáið árið 350.

Read more »

03.11.06

  19:46:14, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1784 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Karl Borromeus

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í nóvember 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Karl Borromeus (4. nóvember).

Borromeus-fjölskyldan átti miklar jarðeignir við Maggiore-vatnið, var skyld mikilvægustu aðalsfjölskyldum Ítalíu á þeim tímum og margar jarðeignir kirkjunnar voru nytjaðar af meðlimum fjölskyldunnar.

Karl fæddist 2. október 1538 í Arona. Fjölskyldan bar saman ráð sín um hvað drengurinn skyldi verða og varð hún ásátt um að hann skyldi verða prestur. Hann var krúnurakaður tólf ára og látinn klæðast hempu.

Read more »