Flokkur: "Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar"

14.01.07

  08:59:30, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1607 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

SHOUBRAHVERFIÐ Í KAÍRÓ 1986: OPINBERANIRNAR Í KIRKJU HEIL. DEMÍÖNU (14)

shoubra_1

LJÓSBJARMAR FRÁ KIRKJUNNI UPPLÝSA
NÆRLIGGJAND HÚS

Þriðjudaginn 25. mars 1986 hóf hin heilaga Mey að opinberast í Kirkju heil. Demíönu [1] í Shoubrahverfinu í Kairó. Kirkjan er lítil og fátæk koptísk kirkja sem staðsett er í Papadouplo sem er eitt þéttbýlasta úthverfið í allri borginni og aðliggjandi götur eru afar þröngar, um 4 metra breiðar.

Guðsmóðirin birtist hjá turnum kirkjunnar sem eru tveir og íbúarnir sem bjuggu í húsunum andspænis kirkjunni voru þeir fyrstu sem urðu hennar varir. Ljósið sem streymdi frá henni lýsti upp híbýli þeirri og þeir sáu hana í fullri líkamsstærð umvafða ljósi þar sem hún var yfir vesturturninum. Opinberunin endurtók sig nokkrum sinnum og fréttirnar voru fljótar að breiðast út og fólk flykktist að úr öllum áttum og þröngar göturnar umhverfis kirkjuna fylltust af fólki. Fólkið vakti heilu næturnar og baðst fyrir og söng sálma.

Read more »

13.01.07

  08:26:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1443 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

ZEITOUN Í EGYPTALANDI 1968: HINN BLESSAÐA MEY Í HRINGIÐU BORGARLÍFSINS (13)

GUÐSMÓÐIRIN Á KÚPLI KIRKJUNNAR Í ZEITOUN

zeitoun_1

Hin blessaða Mey í Zeitoun. Sjá má
eina af dúfunum dularfullu yfir höfði
Meyjarinnar.

Þann 2. apríl 1968 voru tveir vélvirkjar við vinnu sína á bílaverkstæði beint á móti Kirkju hl. Maríu í Zeitoun, en þetta er eitt úthverfa Kairó. Skyndilega veittu þeir því athygli að hvítklædd nunna virtist standa á kúpli á miðju þaki kirkjunnar. Þar sem þeir óttuðust að systirin gæti farið sér að voða hljóp annar mannanna inn í kirkjuna til að sækja prest, en hinn vélvirkinn hringdi í neyðarsíma lögreglunnar og bað um aðstoð.

Þegar presturinn hljóp út úr kirkjunni til að ganga úr skugga um hvað málið snérist, varð hann sá fyrsti sem gerði sér ljóst að hér var um opinberun Maríu meyjar að ræða. Presturinn og vélvirkjarnir sáu hina blessuðu Mey skírt og greinilega í nokkrar mínútur eins og mannfjöldinn sem tók að safnast saman til að bera þetta undur augum.

Read more »

12.01.07

  08:39:19, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 4130 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

RÚANDA Í AFRÍKU 1981-1989: MÓÐIR ORÐSINS OPINBERAST Í SKÓLA Í KIBEHO (12)

kibeho_1

Skálmöld ríkti í Rúanda á árunum 1980 og 1981. Því sem næst öll líkneski af hinni blessuðu Mey í þorpum landsins voru eyðilögð eða þeim stolið. Nokkrir prestar voru hættir að biðja rósakransinn sökum áróðurs ákveðins hóps guðfræðinga sem boðuðu ákaft, að slík guðrækni heyrði fortíðinni til. Á þessu tímaskeiði ákvað hin blessaða Mey að birtast í Kibeho sem er í suðurhluta landsins, fátækasta landsvæðinu í Rúanda, en þar höfðu tveir prestar haldið vöku sinni og hrifu fólkið með sér með predikunarstarfi sínu.

Read more »

11.01.07

  07:11:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1585 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

BETANIA Í VENESÚELA 1976: MARÍA MEY, MÓÐIR OG HUGGARI ALLRA ÞJÓÐA (11)

betania_1

Sjáandanum í Betania í Venesúela, Mariu Esperanza, gafst að njóta fjölmargra yfirskilvitlegra náðargjafa í lifanda lífi. Meðal annars bar hún sáramerki Krists (stigmata) og var gædd lækningagáfu auk þess að geta birst á tveimur stöðum samtímis líkt og Padre Pio og gat sagt fyrir um óorðna atburði. Eitt óvenjulegasta fyrirbrigðið sem opinberaðist á líkama Mariu Epseranza var rós sem birtist óvænt á brjósti hennar. Þetta fyrirbrigði endurtók sig sextán sinnum. Hostían efnisgerðist hvað eftir annað í munni hennar og sterkan rósa- og ávaxtailm lagði frá líkama hennar. Hún andaðist þann 7. ágúst 2004 eftir að hafa háð erfiða baráttu við parkinsonsjúkdóminn. Eftir andlát hennar fylltist herbergið á sjúkrahúsinu af sterkum rósailmi. Hún var 75 ára gömul þegar hún andaðist.

Read more »

10.01.07

  09:36:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1359 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

AKITA Í JAPAN 1973-1981: SKELFILEG VARNAÐARORÐ (10)

akita_1

SJÁANDINN

Vitranirnar í Akita í Japan hófust þann 12. júní árið 1973 í litlu trúarsamfélagi sem nefnist Samfélag þjónustumeyja Evkaristíunnar. Ofurskærir geislar tóku að leiftra út frá guðslíkamahúsinu í þessu litla japanska klaustri. Þann 28 sama mánaðar birtust blæðandi krossmark óvænt á höndum einnar systranna, Agnesar Katasuko Sasagawa. Þann 6. júlí tók blóð að seytla úr tréskurðarmynd af hinni blessuðu Mey, en hún var skorin úr katasuravið. Hin blæðandi sár á höndum styttunnar hafa birst nokkrum sinnum aftur og þann 29. september hurfu sárin og í stað þeirra birtist ilmandi útferði. Árið 1975 tók styttan að úthella tárum aftur og þetta endurtók sig meira en 100 sinnum á næstu sex árum sem fjölmargir urðu vitni að, þar á meðal staðarbyskupinn, John Shojiro Ito í Niigata.

Read more »

09.01.07

  08:39:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1382 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

SÝRACUSA Á SIKILEY 1953: HIN GRÁTANDI GUÐSMÓÐIR Á HEIMILI JANNUSOHJÓNANNA (9)

syracuse_1

Þau Antonina Jannuso og eiginmaður hennar, Angelo Jannuso, voru nýlega kvænt og ekki vel stæð fjárhagslega og bjuggu því tímabundið hjá móðir hans og bróðir í Sýracusa. Í reynd voru þau dæmigert nútímafólk. Antonina var „pínulítið“ trúuð en Angelo átti sér aðra trú sem stangaðist á við nafn það sem hann bar og hann hafði hlotið í skírninni. Á áratugunum eftir síðari heimstyrjöldina átti kommúnistaflokkurinn sterk ítök í hugum fólks á Sikiley og Angelo Jannuso var ákafur stuðningsmaður Togliattis og satt best að segja ekki góður kaþólikki. Meðal brúðkaupsgjafanna var veggmynd úr gipsi af hinu Flekklausa hjarta Maríu sem fjöldaframleitt hafði verið í Toskana. Þegar Antonina varð þess áskynja að hún var vanfær tók að bera á blóðsýkingu (toxemia) sem lýsti sér í krampaköstum og tímabundinni blindu. Læknirinn ráðlagði henni að dvelja sem mest í rúminu meðan á meðgöngunni stæði. Antonina leitaði á náðir bænarinnar sem kom Angelo harla spánskt fyrir sjónir.

Read more »

08.01.07

  10:17:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1913 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

BANNEUX Í BELGÍU 1933: MÓÐIR HINNA ANDLEGU SNAUÐU (8)

banneux_1

HIN BLESSAÐA MEY Í GARÐI BECOFJÖLSKYLDUNNAR

Í upphafi hljómuðu þessar fréttir um hina blessuðu Mey hneykslanlega í eyrum hins guðhrædda Abbé Louis Jamin, sóknarprests í Banneux. Hann hafði þekkt þessa stúlku, Mariette Beco, síðastliðin fimm ár. Það var klukkan sjö að kveldi þess 15. janúar árið 1933 þar sem þær Mariette og móðir hennar voru enn önnum kafnar við húsverkin þar sem þetta byrjaði allt saman. Mariette hafði sest á litla bekkinn við gluggann sem snéri út í garðinn, þegar hún tók skyndilega eftir ljósi þarna úti í myrkrinu. Hún sá konu í myrkrinu þetta vetrarkvöld sem stóð til hægri við hana þaðan sem hún horfði. Það virtist lýsa af konunni. Fyrstu viðbrögð hennar voru einungis að segja: „Ó!“

Read more »

07.01.07

  09:42:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1747 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

BEAURAING Í BELGÍU 1932: MÓÐIR HINS GULLNA HJARTA OG VALDATAKA HITLERS (7)

ENN OG AFTUR HINIR SMÁU

Fimmtán ár liðu frá því að hin blessaða Mey hafði birst í Fatíma þar til hún opinberðist fimm börnum í Belgíu til að veita huggun sem „Móðir hins gullna hjarta.“ Þetta var sama árið og Hitler var kjörinn ríkiskanslari í Þýskalandi. Óveðursský komandi átaka tóku að hrannast upp. Hún hafði sagt fyrir um þetta í Fatíma, en sá heimur sem fyrirlítur elsku Guðs hlustar ekki á „vafasamar“ raddir. Hann fylgir sínum eigin leiðtogum eftir í blindni dýrðar holdsins, hetjum líkt og Hitler, Benito Mussolini og Stalín. En aðrir láta hrífast af skurðgoðum verðbréfa og glóandi gulls vopnastóriðjunnar og hagnaðarvonar um enn frekari ávinning.

Read more »

06.01.07

  09:28:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2158 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

FATÍMA Í PORTÚGAL 1916-17: FRIÐARÁÆTLUN AF HIMNI OFAN (6)

fatima_1

ENGILL FRIÐARINS BIRTIST ÞREMUR BÖRNUM

Enn einu sinni minnir hin guðdómlega ráðsályktun okkur með alvöruþunga á hring vilja síns í Portúgal árið 1916 líkt og í La Salette árið 1846. Það er einnig áhugavert hversu mikla áherslu Guðsmóðirin leggur á töluna 72. Það eru sjötíu og tvö ár sem líða þar til mannkynið sem hefur snúið baki við Guði fær nýja og alvarlega áminningu, og nú af sínu meiri áhersluþunga vegna þess að það lifir á mörkum lífs og dauða, eins langt frá sinni sönnu miðju eins og fjarlægasta reikisstjarnan í sólkerfi okkar, Plútó, í ísköldu myrkri afneitunar, fjötrað í stærilæti eigingirninnar. Vart er unnt að hugsa sér meiri guðsfjarlægð. Það eru einnig sjötíu og tvö ár sem liðu frá því að Guðsmóðirin opinberar okkur tilkomu kommúnismans, uns hann riðaði til falls árið 1989.

Read more »

05.01.07

  11:29:08, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2612 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

KNOCK Á ÍRLANDI 1879: MÓÐIR GUÐS OG ÞÖGULLAR LOFGJÖRÐAR Í SAMFÉLAGI KIRKJUNNAR [5]

Knock_1

SAMFÉLAG LOFGJÖRÐARINNAR OPINBERAST Á GAFLI
SÓKNARKIRKJUNNAR Í KNOCK

Samræmið í opinberunum hinnar blessuðu Meyjar er undravert og eins markvisst eins og að fylgja perlum róasakransins eftir frá uppsprettu sinni, einungis til að hverfa til hennar að nýju í óræðisdjúpi trúarinnar. Leyndardómur Dýrðarbænarinnar sem Guðsmóðirin opinberaði Bernaettu þegar hún bað rósakransinn með henni við hellinn í fyrstu opinberuninni birtist með áþreifanlegum hætti 21 ári síðar í afskekktu þorpi á vesturströnd Írlands sem heitir Knock. Örnefnið Knock er dregið af gelíska orðinu „Cnoc“ sem þýðir hæð. Það er hér sem hin sæla Guðsmóðir leiðir okkur upp á tind hins andlega Síonfjalls.

Read more »

03.01.07

  08:19:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 181 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

Hversu margar hafa opinberanir Guðsmóðurinnar verið síðustu aldirnar?

Á 42. Maríuvikunni í Saragossa á Spáni árið 1986 áætluðu sérfræðingar að um 21.000 opinberanir Maríu væri að ræða frá því árið 1000, þrátt fyrir að kirkjan hafi einungis samþykkt um það bil 12 þeirra.

Einungis á 20. öldinni voru um 400 opinberanir skráðar og þar af 200 á árabilinu 1944-1993. Sjö þessara opinberana hafa verið viðurkenndar opinberlega sem yfirskilvitlegar af staðarbyskupum: Fatíma (1917 – Portúgal), Beauraing (1932 – Belgíu), Banneux (1933 – Belgíu), Akita (1973 – Japan), Sýracúsa (1953 – Ítalíu), Betanía (1976 – Venesúela) og nýlega Kibeho (1981 – Rwanda). Við þessar opinberanir má bæta Zeitoun (1968 – Egyptaland) og Shoubra (1983 – Egyptaland) sem páfi koptísku kirkjunnar hefur samþykkt.

Meðal opinberana þeirra sem kirkjan hefur enn ekki tekið afstöðu til eru opinberanirnar í Medjugorje og staðarbyskupinn hefur ekki samþykkt þær. Þannig verður hér aðeins greint frá þeim opinberunum á 20. öldinni sem kirkjan hefur samþykkt. Síðasta viðurkennda opinberunin á 19. öldinni er opinberunin í Knock á Írlandi árið 1879 sem greint verður frá næst í þessari umfjöllun.

Sjá: www.maryofnazareth.com
(Apparitions of the Virgin Mary throughout the World).
 

02.01.07

  09:45:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2488 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

LOURDES Í FRAKKLANDI 1858: DROTTNING OG UPPSPRETTA ALLRAR NÁÐAR (4)

Lourdes_1

GUÐSMÓÐIRIN FRÖNSKUM YFIRVÖLDUM TIL AMA

Þetta var ekki í eina skiptið sem franska Dóms- og menningarmálaráðuneytið sá ástæðu til að blanda sér inn í opinberanir Guðsmóðurinnar á jörðu. Þetta gerðist tólf árum síðar og nú í hlíðum frönsku Pýreneafjallanna. Það var Massy greifi, amtmaður í Tarbes, sem var ábyrgur fyrir allri reglu í héraði því sem Lourdes tilheyrði og það var bæjarstjórinn sjálfur sem leitaði ráðlegginga hans. Greifnn varð dálítið pirraður þegar bæjarstjórinn ónáðaði hann vegna þess að fólk var tekið að safnast saman við einhvern helli í Lourdes þar sem sagt var að sjálf Guðsmóðurin hafði opinberast einhverjum telpuhnokka sem hét Bernadetta Soubirous. En viðbrögð amtsmannsins voru fremur vinsamleg. Meðan „almenn lög og reglur eru virtar“ sá hans háæruverðugheit enga ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða. Ef til vill tæki fólkinu að fækka eftir páskana?

Read more »

01.01.07

  10:42:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2158 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

LA SALETTE Í FRAKKLANDI 1846: HIN GRÁTANDI GUÐSMÓÐIR Í MIÐJU HRINGS (3)

Salette_1

MÓÐIR TÁRANNA

Það er mannshjartað sem er uppspretta allrar helgunar og hlið til himins í samlíkingu sinni við hið Alhelga Hjarta Jesú og hið Flekklausa Hjarta Maríu, eða eins og Hallgrímur Pétursson kemst að orði í Passíusálmunum:

Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má,
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna' og sjá,
hryggðar myrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur þá.

Read more »

30.12.06

  07:24:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2435 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

RUE DU BAC Í PARÍS 1830: OPINBERUN ALDARSKEIÐS HINNA TVEGGJA HJARTNA (2)

OPINBERUN MÓÐUR JARÐARINNAR

Rue_du_Bac_I

Catherine Labouré fæddist þann 2. maí 1806 í þorpinu Fain-les-Moutiers í Búrgúndýhéraði í Frakklandi. Hún hóf líf sitt sem nýnemi hjá Kæreiksdætrum Heil. Vincent Pauls 22 ára gömul. Það var ekkert sem aðgreindi Catherine frá hinum nýnemunum í daglegum háttum hennar. Dagurinn hófst klukkan 4 að morgni og eftir morgunmessuna uppfræddi nýnemassystirin hinar verðandi nunnur um köllun Kærleiksdætranna. Hver dagurinn tók við af öðrum í háttbundnu klausturslífinu. Allt frá ungu aldri hafði Catherine þráð mjög að sjá Maríu Guðsmóður og bað ákaft um að verða auðsýnd slík náð. Þann 18. júlí 1830 ræddi nýnemafræðarinn systir María um það hversu mikla elsku heil. Vincent hefði ætíð borið í brjósti til hinnar blessuðu Meyjar. Þetta sama kvöld gekk Catherine til náða klukkan tíu um kvöldið. Síðar innti skriftafaðir hennar hana eftir því hvað borið hafði að höndum þetta sama kvöld og bað hana að skrifa um reynslu sína. Þetta er það sem hún skrifaði:

„Klukkan hálf tólf um kvöldið heyrði ég að einhver kallaði á mig: „Systir, systir, systir!“ Ég reis upp við dogg og leit í þá átt sem röddin barst. Ég sá lítið hvítklætt barn sem mér virtist vera 4 eða 5 ára gamalt. Barnið sagði við mig: „Við skulum fara út í kapellu. Hin blessaða Mey bíður þar eftir þér.“ Sú hugsun hvarflaði að mér, að einhver myndi heyra til mín.“ Barnið sagði þá: „Hafðu ekki áhyggjur af þessu, klukkan er hálf tólf og allir í fasta svefni. Komdu, ég bíð eftir þér.“

Read more »

29.12.06

  05:56:52, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 4050 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

TEPEYACHÆÐIN Í MEXÍKÓ 1531: MÓÐIR NÝRRAR HEIMSSKIPUNAR (1)

Guadalupe

Það var í hinu blóðþyrsta ríki asteka sem Guðsmóðirin birtist í desember árið 1531 sem boðberi nýrrar heimsskipunar. Þetta var í Tlaltelco, örskammt frá sjálfri höfuðborginni Tenohtitlan (síðar Mexíkóborg), þar sem prestar hins heiðna siðar vígðu hof helgað stríðs- og sólguðinum Huizilopochtli árið 1487 eða einungis fimm árum áður en Spánverjar komu til Nýja heimsins. Við víglu musterisins skipaði astekakeisarinna Auitzotl að 20.000 stríðsföngum væri fórnað goðinu til heiðurs á einum og sama degi. Fórnardýrið var lagt á stein og hjartað rifið úr því lifandi. Þetta var alsiða þegar hof voru vígð. Eitt slíkt hof stóð á Teypeyachæðinni sem helgað var steinhöggorminum mikla Quetzalcoatl.

Read more »