Flokkur: "Hið Alhelga Hjarta Jesú"

Blaðsíður: 1 2

21.01.07

  08:53:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 64 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

BÆN UM AÐ SAMLÍKJAST HJARTA JESÚ – arfleifðin (höfundur ókunnur).

sacred„heart_9

Elska Hjarta Jesú, taktu að loga í hjarta mínu.
Kærleiki Hjarta Jesú, gagntak hjarta mitt.
Styrkur Hjarta Jesú, styrktu hjarta mitt.
Miskunn Hjarta Jesú, miskunna hjarta mínu.
Speki Hjarta Jesú, uppfræddu hjarta mitt.
Vilji Hjarta Jesú, stjórnaðu hjarta mínu.
Vandlæting Hjarta Jesú, brenndu upp hjarta mitt.
Flekklausa Mey, ákallaðu Hjarta Jesú sökum mín.
Amen.

20.01.07

  08:56:46, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 226 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

HJARTA KRISTS, ALTARI ALHEIMSINS – bæn Br. Davids Stendl-rast O.S.B.

Elskuríki Faðir! Þú sendir þinn elskaða Son í heiminn til að gefa okkur líf í Anda helgunar þinnar, elsku og einingar. Þegar þú skapaðir alheiminn bjó einungis ein fyrirhugun þér í huga – Guðmennið – sem allt beinist til. Þegar þú skapaðir hjörtu okkar, bjó aðeins eitt Hjarta þér í huga: Hið Alhelga Hjarta. Hjörtu okkar dragast til Hjarta hans. Það er einungis í Alhelgu Hjarta hans þar sem hjörtu okkar finna frið.

Þegar við tökum að skilja Hjarta hjartna okkar verður okkur þetta ljóst. Bænin nær fram að ganga þegar okkur lærist að hlusta á þig tala í djúpi okkar eigin hjartna. Þegar við finnum okkur sjálf í Hjarta hjartna okkar finnum við Jesús Krist sem miðju alheimsins. Þar er það hans Hjarta sem er altarið þar sem elska og bænir eru sífellt bornar fram fyrir þig.

Ljúk upp hjörtum okkar gagnvart þessu Alhelga Hjarta. Meðtak allar „bænir okkar, verk og þjáningar“ á altari þessa Hjarta. Ljúk upp hjörtum okkar svo að þau verði sífellt næmari gagnvart vilja þínum í bænum okkar og verkum, þannig að við verðum eitt með honum í Heilögum Anda sem ber fram fyrir þig fullkomna elsku, lofgjörð og þakkargjörð nú og um aldir alda, Jesús Kristur. Amen.

19.01.07

  08:36:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 155 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

ÞRÁ EFTIR ANDA KRISTS – Stefano Fridolin (d. 1498)

sacred„heart_2

Himneski Faðir! Gjafir þínar okkur til handa eru fjölþættar, en ein þeirra felur í sér allar hinar. Þetta er Heilagur Andi, háleitust gjafa Guðs. Hjarta Jesú er verðugustu og hreinustu híbýli Heilags Anda. Hann dvelur þar ekki einungis vegna áhrifa náðarinnar eða tímabundið, eins og gegnir um aðra menn. Hann lifir þar með eðlislægum hætti, óaflátanlega og fullkomnlega í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og í öllum dyggðum hans án nokkurs ófullkomleika. Hann dvelur hér sífellt og að eilífu. Guð minn! Í skírninni og fermingunni sendir þú okkur Heilagan Anda til að gera sér bústað í sálum okkar. Gef að við hlustum sífellt á hann og verðum fúsir samverkamenn hans og hann verði samferðamaður okkar eigin anda þar til við munum lifa með þér að eilífu á himnum.

18.01.07

  08:12:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 79 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

ÞRÁ EFTIR KRISTI – Bæn eftir Bernadínu frá Siena (d. 1444)

heart_small

Jesús minn! Þú hefur elskað okkur af öllu þínu Hjarta, allt til dauða á krossi. Þú hefur lokið Hjarta þínu upp fyrir okkur með síðusári þínu. Þú hefur boðið okkur að ganga inn í þessa ósegjanlegu elsku. Snúum okkur þannig til Hjarta þíns, þessa djúpræða Hjarta, þessa þögla Hjarta, þessa Hjarta sem gleymir engum, þessa Hjarta sem veit allt, þessa Hjarta sem elskaði okkur og brennur í elsku. Umvefjum það og hverfum aldrei frá því aftur.

16.01.07

  08:52:40, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 514 orð  
Flokkur: Hið flekklausa hjarta Maríu, Hirðisbréf páfa

Útdráttur úr hirðisbréfi Píusar páfa XII, Mystici Corporis, frá 29. júní 1943

heart_of_mary

„Elskuverðu bræður! Megi Meymóðir Guðs heyra bænir föðurhjarta vors – sem er jafnframt vorar eigin bænir – að allir megi öðlast elsku á kirkjunni sökum hennar sem var fyllt guðlegum anda Jesú Krists í syndlausri sál sinni umfram allar aðrar skapaðar verur, hennar, sem „í nafni alls mannkynsins“ gaf samþykki sitt svo að „Guðsonurinn gæti sameinast mennsku eðli í hinu andlega brúðkaupi.“

Þegar í skauti Meyjarinnar bar Kristur og Drottinn okkar þegar þann háleita titil að verða höfuð kirkjunnar. Í undursamlegri fæðingu opinberaði hún hann sem uppsrettu yfirskilvitlegs lífs og boðaði hann nýfæddan sem spámann, konung og prest fyrir gyðingunum og heiðingjunum sem komu til að tilbiðja hann. Auk þess varð Sonur hennar við bænum Móður sinnar í „Kana í Galíleu“ þar sem hann framkvæmdi kraftaverk svo að „lærisveinar hans trúðu á hann.“

Read more »

27.12.06

  14:59:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 976 orð  
Flokkur: Hið flekklausa hjarta Maríu

Helgaðu sókn þína hinu heilaga og Flekklausa Hjarta Maríu

Sókn Vorrar Frúar af sigrinum er staðsett í miðju verslunarhverfi Parísarborgar, ekki fjarri verðbréfamarkaðinum og umlukin leikhúsum og næturklúbbum. Árum saman hefur þetta verið miðstöð pólitískrar mótstöðu sem þjakað hefur París í svo mörg ár. Sóknin hefur orið vitni að því hvernig allt trúarlíf hefur smám saman liðið undir lok í henni. Kirkjurnar hennar voru mannlausar, jafnvel á mestu hátíðunum, hætt hefur verið að veita sakramentin og önnur trúariðkun með öllu horfið og ekkert virtist megna að snúa þessari hryggilegu þróun við sem nú hafði staðið yfir í meira en tíu ár.

Read more »

28.10.06

  08:18:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1117 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

16. Hið Alhelga Hjarta Jesú – lokaorð

resurrection

Ekki er of sterkt að orði kveðið þegar sagt er að guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú sé einn af dýrmætum gullhlekkjum hinnar heilögu arfleifðar sem varðveist hefur í hjarta kirkjunnar allt frá tímum postulanna. Því kemur heldur ekki á óvart að við getum leitað til eyðimerkurfeðranna á fjórðu öld til að leggja sem best rækt við hana vegna þess að afstaða þeirra er sú eina og sama og kemur fram hér að framan í grein 11: „Hin tólf heiti okkar frammi fyrir hinu Alhelga Hjarta.“

Read more »

26.10.06

  13:43:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1102 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

15. Erzebet Szanto: „Náð loga elsku hins Flekklausa Hjarta míns mun blinda Satan.“

Theotokos

Í Fatíma sagði Guðsmóðirin að við lifum á endatímanum og því æðir Satan um heimsbyggðina og hremmir andvaralausar sálir vegna þess að hann gerir sér ljóst að tími hans er að renna út. Þetta er sá boðskapur sem hin blessaða Mey bar Erzsebet Szanto (1913-1985), ungverskri konu og sex barna móður með náðarríkum loga elsku Guðsmóðurinnar, þess sama loga elskunnar og geislar út frá Hjarta hinnar guðlegu miskunnar á mynd Faustínu Kowalska. Sjálf var Erzebet að sligast undan byrðum hins daglega lífs og trú hennar fór ört dvínandi, í reynd svo mjög, að trúarneisti hennar var að slokkna fyrir fullt og allt.

Read more »

25.10.06

  09:22:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1368 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

14. Heilög Faustína Kowalska og náð geisla Hjarta hinnar guðlegu miskunnar

miskunn

Engin umfjöllun um tilbeiðslu á hinu Alhelga Hjarta er fullkomin án þess að geta Faustínu Kowalska (1905-1938). Í predikun sinni í messunni þegar hún var tekin í tölu hinna heilögu þann 30. apríl árið 2000 kallaði Jóhannes Páll páfi II hana: „Gjöf Guðs til samtíma okkar.“ Páfi komst svo að orði: „Guðleg miskunn streymir til mannanna um hið krossfesta Kristshjarta“ og hann vitnaði til orða þeirra sem Jesú mælti til hennar: „Dóttir mín! Segðu að ég sé elskan og miskunnin persónugerð“ (Dagbók, bls. 374).

Read more »

23.10.06

  12:31:28, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 315 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

13. Bænaband hins Alhelga Hjarta Jesú

chaplet

Bænaband hins Alhelga Hjarta er gert úr 33 litlum perlum, 6 stærri perlum, meni af hinu Alhelga Hjarta og róðukrossi. Þrjár litlar perlur eru á milli hverra stóru perlanna, en fjöldi þeirra skírskotar til þeirra 33 ára sem Drottinn lifði á jörðinni. Annað afbrigði hans er með fimm litlum perlum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hann er beðinn með eftirfarandi hætti. Við róðukrossinn er farið með Sál Krists (Amina Christi):

Sál Kristí, helga þú mig. Hold Kristí, frelsa þú mig. Blóð Kristí, örfa þú mig. Vatnið úr síðu Kristí, lauga þú mig. Písl Kristí, styrk þú mig. Góði Jesús, bænheyr þú mig. Fel þú mig í undum þínum. Lát þú ekki skilja með okkur. Vernda mig fyrir valdi óvinarins. Kalla þú mig á dauðastundinni, og lát mig koma heim til þín, svo að ég geti lofað þig og vegsamað að eilífu með öllum helgum mönnum þínum. Amen.

(a) Við næstu perlu eftir róðukrossinn: Faðirvorið.
(b) Á næstu þremur perlunum: Heil sért þú María
(c) Á þeirri fjórðu: Dýrðarbænina.

Við hjartað á bænabandinu er sagt: Megi Hjarta Jesú í hinu blessaða sakramenti vera blessað, vegsamað og elskað af mikilli ástúð á sérhverju andartaki í öllum Guðslíkamahúsum heimsins nú og að eilífu. Amen.

Á stærri perlunum er sagt: Alhelga Hjarta Jesú! Ég sárbæni þig um að elska þig stöðugt meira.

Á minni perlunum: Alhelga Hjarta Jesú! Þú ert mitt traust.

Við lok hverrar perluraðar er sagt: Alhelga Hjarta Jesú! Vertu hjálpræði mitt.

Þegar hringnum er lokað er aftur sagt: Megi Hjarta Jesú í hinu blessaða sakramenti vera blessað, vegsamað og elskað af mikilli ástúð á sérhverju andartaki í öllum Guðslíkamahúsum heimsins nú og að eilífu. Amen.

Næst: 14. Faustína Kowalska og Hjarta hinnar guðlegu miskunnar

21.10.06

  04:14:27, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 814 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

12. Fyrstu föstudaga tilbeiðslan

12, fyrstu föstudagarnir

Það var sjálfur Frelsarinn sem kaus fyrsta föstudaginn í 9 mánuði samfellt sem sérstakan dag til að vegsama hið Alhelga Hjarta sitt. Þar sem takmark þessarar guðrækni er að glæða brennandi elsku á Drottni og til að gera iðrun og yfirbót sökum allrar þeirrar skelfilegu vansæmdar sem honum hefur verið auðsýnd verðskuldar hann stöðugrar elsku okkar. Sífellt er honum auðsýnd vansæmd, fyrirlitning og vantrú í sakramenti elsku sinnar – Evkaristíunni – og þannig iðrumst við og gerum yfirbót fyrir annarra hönd í fyrstu föstudagaguðrækninni.

Read more »

20.10.06

  07:24:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 532 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

11. Hin tólf heiti okkar frammi fyrir hinu Alhelga Hjarta Jesú í Guðslíkamahúsinu.

Monstran

1. Knúinn áfram af krafti Heilags Anda vil ég leitast við að elska hið Alhelga Hjarta Jesú af öllu hjarta, af allri sálu og af öllum mætti alla daga lífs míns og staðfesta elsku mína með því að virða kenningar hans.

2. Ég vil gera all sem í mínu valdi stendur til að taka mér elsku Jesú á Guði Föður til fyrirmyndar auk elskuríkrar gæsku hans og örlætis gagnvart bræðrum mínum og systrum, einkum þeim þeirra sem erfitt er að líta á með velvild og elsku.

3. Ég vil taka þátt í helgisiðagjörð Evkaristíunnar af fyllstu guðrækni og meðtaka útdeilinguna af hreinu hjarta og fyllsta þakklæti og iðrun eins og Jesús þráir.

Read more »

19.10.06

  08:48:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 513 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

10. Níudagabæn (novena) hins Alhelga Hjarta Jesú

10. Alhelga hjarta

Guðdómlegi Jesús! Þú sagðir „Biðjið og yður mun gefast; knýið á og fyrir yður mun upplokið verða.“ Horfðu til mín þar sem ég krýp nú niður við fætur þína fullur lifandi trúar og trúnaðartrausts á guðdómlegum fyrirheitum þíns Alhelga Hjarta og sem féllu af þínum lofsverðu vörum. Ég kem til þín til að biðja þig um að (Nefnið bónarbæn ykkar í hljóði).

Hvert get ég snúið mér annað en til Hjarta þíns sem er uppspretta allrar náðar og verðskuldunar? Hvert get ég snúið mér annað en til þess fjársjóðs sem felur í sér allt ríkidæmi gæsku þinnar og miskunnar? Hvar get ég knúið á nema á þær dyr þar sem Guð gefst okkur og við gefumst Guði? Ég leita skjóls hjá þér, Hjarta Jesú.

Read more »

18.10.06

  10:22:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 545 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

9. Litanía hins Alhelga Hjarta Jesú

9. Alhelga Hjarta

Meðal þeirra fjölmörgu bæna sem samofnar er guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú er Litanían meðal þeirra þekktustu. Upphaflega var það faðir Jean Croiset S. J. sem samdi hana árið 1691. Í apríl 1899 gerði Stjórnardeild trúfræðikenninga örlítla breytingu á henni sem Leó páfi XIII samþykkti síðan.
Eins og gegnir um hina upphaflegu Litaníu Croisets er sú þeirra sem páfi samþykkti skipt í 33 áköll sem samsvara hinum 33 árum sem Drottinn lifði á jörðinni. Skipta má þessum 33 áköllum þannig:
Jesús eins og hann er í sjálfum sér sem sannur Guð
og Mannssonurinn (7).
Hvað hann er fyrir okkur (15 áköll).
Hvað hann þjáðist fyrir okkur (5 áköll).
Hvað hann verðskuldaði fyrir okkar hönd (6 áköll)

Read more »

  08:30:48, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 633 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

8. Helstu þættir guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú.

8. Alhelga hjarta

Guðrækni hins Alhelga Hjarta birtist í nokkrum myndum í samfélagi kirkjunnar. Mikilvægustu þættir hennar eru eftirfarandi:

Hátíð hins Alhelga Hjarta, en hún er haldin á fyrsta föstudeginum eftir Kristslíkamahátíðina (Corpus Christi).

Meðtaka Evkaristíunnar og gera yfirbót sökum eigin synda og annarra með því að minnast píslarsára Drottins á fyrstu föstudögunum í 9 mánuði samfellt.

Heilög stund iðrunar og yfirbóta milli klukkan 11 og 12 á hádegi á fimmtudeginum sem fer á undan hinni níu föstudagayfirbót.

Read more »

14.10.06

  06:41:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1959 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

7. Samfélag milljarða hjartna

Í heilagri arfleifð kirkjunnar er íkonan nefnd „gluggi til himins.“ Í íkonunni tjáir kirkjan þá íhugun sem á sér stað í hennar eigin hjarta, rétt eins og Guðsmóðirin varðveitti allt í hjarta sínu og hugleiddi (sjá Lk 2. 19). Íkonan er bendill til himna í lífi náðarinnar, rétt eins og myndin af hinu Alhelga Hjarta er bendill til ástarfuna elsku Kristshjartans. Og eftir að Drottinn opinberaðist okkur í holdtekju sinni á jörðu getum við dregið upp myndir af honum því að hið stranga lögmál Gamla sáttmálans um myndlausan Guð var afnumið í eitt skipti fyrir öll með holdtekju Dottins sem opinberaðist okkur í grashálmi jötunnar. Þetta voru rök kirkjunnar gegn íkonubrjótunum á sínum tíma sem samþykkt voru á Öðru samkirkjuþinginu í Níkeu 787. Kristnir menn trúa ekki á óhlutstæðan og fjarlægan Guð eins og Íslam, en það voru einmitt kalífarnir í Damaskus sem stóðu að baki og studdu íkonubrjótana í Miklagarði. [1]

Read more »

12.10.06

  06:53:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 508 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

5. Afstaða Páfastóls til útbreiðslu guðrækninnar á hinu Alhelga Hjarta Jesú

Það sem réði úrslitun hvað áhrærir útbreiðslu guðrækninnar á hinu Alhelga Hjarta var sú stuðningur sem páfarnir og fjölmargir biskupar veittu henni. Þeir páfanna sem beittu sér af mikilli festu og einurð í þessu sambandi voru:
Klemens páfi XII (1730-40): Hann var afar jákvæður í garð tilbeiðslunnar á hinu Alhelga Hjarta og er minnst í kirkjusögunni fyrir samkirkjulega viðleitni sína. Hann var einnig fyrstur páfanna til að vara við frímúrarahreyfingunni.
Píus páfi VI (1775-99): Það var hann sem heimilaði tilbeiðslu hins Alhelga Hjarta sem almennrar guðrækni kirkjunnar.
Leó páfi XIII (1878-1903): Samþykkti Litaníu hins Alhelga Hjarta árið 1879. Árið 1899 gaf hann úr hirðisbréfið Annum Sacrum þar sem hann hvatti hina trúuðu til að helga sig hinu Alhelga hjarta.
Píus páfi X (1903-1914): Hvatti eindregið til þess að styttur af hin Alhelga Hjarta skipuðu veglegan sess á öllum kaþólskum heimilum.
Píus páfi XII (1939-1958): Blés nýju lífi í tilbeiðsluna á hinu Alhelga Hjarta í hirðisbréfi sínu Haurietis Aquas sem kom út árið 1956.
Páll páfi VI (1963-1978): Í hirðisbréfi sínu Investigabiles Divitias Christi sem kom út árið 1965 hvatti hann biskupa til að styðja og útbreiða enn frekar guðræknina á hinu Alhelga Hjarta.
Jóhannes Páll páfi II (1978-2005): Hann gaf guðrækni hins Alhelga Hjarta nýja dýpt með því að leggja áherslu á samband hennar og samfélagslegs réttlætis.

Read more »

11.10.06

  08:43:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1223 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

4. Þróun guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú frá dulúð til almennrar guðrækni í kirkjunni.

4. Alhelga hjarta

Í upphafi sautjándu aldar var það heil. Jean Eudes (1602-1680) sem stuðlaði mikið að því að útbreiða tilbeiðslu hins Alhelga Hjarta Jesú og hins Flekklausa Hjarta Maríu. Hann skrifaði fyrstu bókina um hjartaguðræknina: „Le Cœur Admirable de la Très Sainte Mère de Dieu," og innleiddi sérstaka hátíð til heiðurs hins Alhelga Hjarta Jesú árið 1672. Árið 1903 gaf Leó páfi XIII honum heiðursnafnbótina „Höfundur helgisiðatilbeiðslu hins Heilaga Hjarta Jesú og hins heilaga Hjarta Maríu.“ Meðal annarra boðbera tilbeiðslu hins Alhelga Hjarta Jesú voru heil. Frans frá Sales (1572-1622), jesúítarnir Alvarez de Paz, Luis de la Puente, Saint-Jure og Nouet og varðveist hefur ritsmíð eftir föður Druzbicki (d. 1662) sem hann nefndi „Meta Cordium, Cor Jesu.“ Einnig má minnast á heil. Frans Borgia, blessaðan Pétur Canisius, heil. Aloysius Gonzages og hl. Alphonsus Rodriguez, bl. Marina de Escobar á Spáni (d. 1633) og bl. Marguerite af hinu blessaða Sakramenti en hún var Karmelíti. Myndin af hinu Alhelga hjarta tók einnig að njóta almennra vinsælda, einkum sökum þess að Jesúítarnir höfðu til siðs að setja hana á forsíðu útgefinna rita sinna og á veggi kirkna sinna.

Read more »

10.10.06

  07:56:48, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1356 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

3. Logi elsku hins Alhelga Hjarta Jesú í dulúð kirkjunnar

Sá logi ástarfuna elskunnar sem yljað hafði hjarta kirkjunnar frá upphafi vega tók að brjótast út með sýnilegum og áþreifanlegum hætti hjá hinum heilögu á tólftu öld innan Vesturkirkjunnar og nokkru síðar eða á þeirri þrettándu í Austurkirkjunni þegar sífellt fleiri feðranna á hinu heilaga Aþosfjalli tóku að leggja rækt við bæn hjartans. Ekki er unnt að kalla þessa þróun annað en andlega umskurn hjarta kirkjunnar og ávöxt Kristselskunnar sem þróast í elsku á náunganum og fyrirbæn fyrir öllu mannkyninu. Þannig er lögð áhersla á þessa þróun með þeirri viðbót sem kemur við Ave María (Heil sért þú . . .) – sem með réttu má nefna Jesúbæn Vesturkirkjunnar [1] – með orðunum: Heilaga María Guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, nú og á dauðastund vorri. Og samofin miskunnarbæn Austurkirkjunnar er Maríubænin: Alhelga Mey og Guðsmóðir, bjarga oss. Eins og áður hefur verið sagt er hið Alhelga Hjarta Jesú bendill til djúpstæðari sanninda verundar Krists og það sama má segja um hið heilaga Nafn innan Austurkirkjunnar. En í báðum tilvikunum er um sömu hjartabænina að ræða.

Read more »

09.10.06

  08:19:55, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1105 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

2. Ástarfuni hins Alhelga Hjarta í umfjöllun kirkjufeðra fornkirkjunnar.

Sá ástarfuni sem hið Alhelga Hjarta Jesú ber til sköpunar sinnar og hin djúpstæða þrá þess til að leiða mannkynið inn í kyrrðarríki elsku Þrenningarinnar opinberast á fórnarhæð krossins:

„En einn af hermönnunum stakk spjóti sínu í síðu hans, og rann jafnskjótt út blóð og vatn. Sá er séð hefur, vitnar þetta, svo að þér trúið líka og vitnisburður hans er sannur. Og hann veit, að hann segir satt“ (Jh 19. 34. 35).

Read more »

08.10.06

  11:06:03, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 750 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

1. Ímynd hins Alhelga Hjarta og boðskapur

Jesus

Til þess að skilja kenningu kirkjunnar um guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú og hins Flekklausa Hjarta Maríu er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir hinni sönnu merkingu orðsins „hjarta“ í ljósi hinnar heilögu arfleifðar. Orðið „hjarta“ (hebr. lev, gr. kardia), í heilagri Ritningu og samkvæmt skilningi kirkjufeðranna skírskotar ekki einungis til hins líkamlega hjarta heldur andlegs verundarkjarna mannsins, mannsins eins og hann er skapaður í ímynd Guðs, til sjálfrar guðsímyndar mannsins.

Read more »

15.05.06

  19:52:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1028 orð  
Flokkur: Hið flekklausa hjarta Maríu

Logi Elsku hins Flekklausa Hjarta Maríu og boðskapur systur Erzsbet (Elísabetar) Szantos o.c.d.s

Mig langar að greina hér örlítið frá hinum athyglisverða boðskap þessar ungversku karmelsystur sem vakið hefur heimsathygli síðan hann var gefinn út á prenti. Hún fæddist í Búdapest þann 11. apríl 1913 og andaðist á föstudaginn langa eða 11. apríl 1985, 73 ára gömul. Skrif hennar eru í dagbókarformi og ná yfir 20 ára tímabil frá 1961 til 1981. Rit hennar var upphaflega gefið út á ungversku af austurríska og þýska útgefandanum Mediatrix Verlag, en hefur nú verið þýtt á fjölmörg tungumál, þar á meðal ensku undir heitinu: The Flame of Love of the Immaculate Heart of Mary með undirfyrirsögninni: The Spiritual Diary of a Third Order Carmelite, a widow with six children. [1] Ég birti hér þýðingu á skrifum hennar frá 19. maí 1963:

Jesús: „Þú skalt forðast falska auðmýkt sem er einungis til hindrunar til að nálgast mig. Veistu hvers vegna ég segi þetta? Það er sökum þess að margir afsaka sig fyrir að nálgast mig ekki meira með því að segja: „Ég er slíks ekki verður.“ Já, syndir ykkar gera ykkur óverðug, en þið ættuð að gera ykkur verðug með því að iðrast synda ykkar. Ég vil að þú þjáist fyrir þetta fólk. Leiddu þetta fólk til mín með þjáningum þínum. Komið til mín! Þjáningin er einungis myrk meðan þið eruð jarðbundin. Dóttir mín, skilur þú það sem ég segi?

Read more »

1 2