« Fjölskyldan og stofnanauppeldiðGuðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú í kirkju nútímans (3) »

17.02.07

  09:34:27, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 306 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Byskup hvetur kaþólska stjórnmálamenn til að verja lífið

FARGO, Norðurdakota, 16. febrúr 2007 (Zenit.org) – Til að vera trúfastir kaþólikkar verða stjórnmálamenn að starfa með mannhelgina að leiðarljósi segir byskupinn í Fargo.

Samuel Aquila byskup áminnir kaþólska stjórnmálamenn á ábyrgð þeirra og að trú þeirra móti afstöðu þeirra:

„Sérhvert ofbeldisverk sem unnið er gegn saklausum mennskum einstakling allt frá fyrsta andartaki getnaðar sem leiðir til náttúrlegs dauða gengur þvert á vilja Guðs og hafnar eðlislægri helgi einstaklingsins. Sérhver kaþólskur stjórnmálamaður verðu að starfa með þennan sannleika kaþólskrar trúar að leiðarljósi.“

Hann heldur áfram: „Jafnskjótt og við byrjum á því að vera þeir sem ákveðum hvað er gott og illt tökum við að ákveða hvaða mennskir einstaklingar það eru sem njóta mannhelgi og hverjir ekki og þá sjáum við afleiðingarnar í samfélaginu.“

Aquila byskup skírskotar til kvikmyndarinnar „Blood Diamond“ og kemst svo að orði: „Í þessu þjóðfélagi er það valdagræðgin, peningagræðgin og stjórnunargræðgin sem leiðir mannshjartað áfram með þeim afleiðingum, að ofbeldi og morð stjórna samfélaginu.“

Auk hinna ófæddu víkur hann að óskráðum verkamönnum og þeim sem hlíta verða dauðadómi. Byskupinn spyr hvernig fólk sem trúir á Guð geti auðsýnt innflytjendum hatur eða „fagnað slíku þegar hér sé um refsivert athæfi að ræða.“

Hann tekur einnig fram hvaða glæpur gegn lífinu sé alvarlegastur: „Sem trúfastir kaþólikkar viðurkennum við að alvarlegasta ofbeldið gegn mannhelginni er sú sem tortímir saklausu lífi, eins og þegar fóstureyðingar, líknarmorð og þjóðarmorð eigi hlut að máli.“

ZE07021623

No feedback yet