« 7. nóvember 1550 – eftir Pétur Sigurgeirsson biskup | Minnt á biskupsvígslu 31. október 2015 » |
Úr athugun Harðar Ágústssonar á skrúða- og áhaldaeign Skálholtsdómkirkju frá miðöldum:
"... Hæstur meðalaldur er í flokknum helgidómar og skrín. Aldrinum veldur allt í senn helgi og dýrleiki. Þrátt fyrir að járntjald siðaskiptanna hafi verið dregið fyrir helgi Þorláks biskups Þórhallssonar, fyrsta dýrlings Íslendinga, þraukaði jarðneskur umbúnaður hans lengst allra kirkjugripa."
Skálholt. Skrúði og áhöld, eftir Kristján Eldjárn og Hörð Ágústsson. Hið ísl. bókmenntafélag 1992, bls. 116. – Þetta rit, alls 370 bls., er mikil upplýsinga-kista um Skálholtsdómkirkju, skrúða þar og áhöld, allt frá þeirri fyrstu kirkju þar, en þar á meðal um mikla bókaeign kirkjunnar, prentuð rit, handrit og skjöl. Væntanlega gefst síðar tími til að gera því efni nokkur skil. Og þetta er ekki eina bók þessara góðu félaga um Skálholt (nánar síðar).
Síðustu athugasemdir