« Krossganga í Riftúni vel sóttVarnaðarorð kardínála vegna stjórnarskrárdraga Íraks »

18.09.05

  18:30:08, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 222 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Breytinga að vænta í Riftúni

Á aðalfundi Vinafélags Riftúns sunnudaginn 11. september s.l. greindi séra Denis O'Leary sóknarprestur frá fyrirætlunum biskupsdæmisins um að selja til fyrirtækis stóran hluta jarðarinnar Riftúns í Ölfusi. Fyrirtæki þetta hefur að sögn áætlanir um að reisa sumarhúsabyggð á landinu. Ráðgert er að planta trjám í kring um gamla íbúðarhúsið þar sem kapellan er og gera nauðsynlegar lagfæringar á húsinu. Tilkynnt var einnig að fyrirhugað væri rífa gamla fjósið á bænum sem gegnt hefur hlutverki geymslu og flytja krossinn ofan af hömrunum og koma honum fyrir nær bænum á svæði kirkjunnar. Krossi þessum var komið fyrir á hömrunum fyrir ofan bæinn í september 1985.

St. Jósefssystur keyptu Riftún í Ölfusi árið 1963 [1] af þáverandi ábúendum Kristjáni Teitssyni og Sigfríði Einarsdóttur. Þar var síðan lengi vel rekið sumardvalarheimili fyrir börn. Síðustu árin hefur íbúðarhúsið verið notað sem kapella og safnaðarheimili fyrir kaþólskt fólk austanfjalls og verið þjónað frá Maríukirkju. Vinafélag Riftúns er félagsskapur sem stofnaður var 26. október 2003 af sóknarbörnum kapellunnar í því augnamiði að efla starfsemi kirkjunnar á svæðinu.

RGB
[1]„Sunnlenskar byggðir III. Vesturhluti Árnessýslu.“ Búnaðarsamband Suðurlands 1983.

No feedback yet