« Ítalska biskuparáðið mælir gegn borgaralegum giftingumFrönsk nunna læknast af parkinsonsveiki »

29.03.07

  18:35:46, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 73 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Breskur kardínáli gagnrýnir lagasetningu um ættleiðingar

London 29. mars 2007. (catholicnews.com). Breski kardínálinn Murphy O'Connor hefur gagnrýnt nýlega lagasetningu sem fór í gegnum breska þingið án mikillar umræðu en samkvæmt þessum lögum mun 13 kaþólskum ættleiðingarstofnunum m.a. verða gert að miðla börnum til fólks í samkynja samböndum. O'Connor og aðrir breskir biskupar hafa sagt að hugsanlega muni lagabreytingin neyða kirkjuna til að loka þessum stofnunum. [1]

1 athugasemd

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þetta er hrikalega hörkuleg löggjöf, sem hafa mun þau áhrif, að kaþólskar stofnanir geta ekki lengur sinnt slíkum hjálparstörfum. Það sama var á döfinni í fyrra í Massachusetts, og á ég drög að grein um þessi mál, en þakka þér hér með, Ragnar, fyrir að standa vaktina.

29.03.07 @ 23:04