« „Getið þér ekki beðið með mér eina stund?“„Trúfrelsi er ekki bara rétturinn til að tilbiðja“ »

30.03.07

  21:00:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 67 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Breska lávarðadeildin stöðvar fyrirætlanir um spilavíti

Manchester, 29.03.2007. (indcatholicnews.com). Breska lávarðadeildin felldi í atkvæðagreiðslu áform um að stofna fyrsta risaspilavíti Bretlandseyja í Manchester. Neðri deild þingsins hafði áður samþykkt þessa heimild. Samtök trúarhópa í Manchester FN4M höfðu unnið ötullega gegn þessum áformum. Einnig var fyrirhugað að reisa 16 minni spilavíti víðar á Bretlandi en þau áform verða nú lögð á hilluna. [1]

No feedback yet