« Öskudagur - öskudagsmessa og öskukrossFilippseyjar: 20 biskupar hitta stjórnina til að ræða vanda fátækra »

01.02.08

  16:38:46, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 237 orð  
Flokkur: Trúin og menningin

Bragi - Óðfræðivefur - merkilegt framtak til miðlunar menningararfsins

Eins og kunnugt er eiga Íslendingar ekki aðgengilegar útgáfur af bestum trúarlegum skáldskap íslenskum fram að Hallgrími Péturssyni en þó hafa Norðmenn gefið sum þessara kvæða út í myndskreyttum hátíðarútgáfum í þýðingum, en nú hillir undir bragarbót í þessum málum. Undanfarin ár hefur Kristján Eiríksson verkefnisstjóri á handritasviði hjá Árnastofnun unnið að óðfræðivef á netinu. Ein eining vefjarins ber heitið 'Ljóðasafn' og er meiningin að safna smám saman í hana sem flestum ljóðum íslenskum sem ort hafa verið fyrir 1800. Slóðin á vefinn er http://tgapc05.am.hi.is/bragi/. Best er að byrja á að fara inn á "Bragþing" á neðri línu í haus og síðan inn á einstakar einingar.

Þegar helgikvæðin væru flest komin inn í ljóðasafnið á vefnum með nútímastafsetningu og dálítilli greinargerð fyrir geymd hvers og eins þá mætti gefa kvæðin út á bók af þeim myndarskap sem þeim hæfir og þá til dæmis með myndskreytingum eins og Norðmenn hafa gert. Óskandi er að þetta merka framtak fái þá athygli og stuðning sem það verðskuldar svo landsmenn þurfi ekki þurfi að leita út fyrir landsteinana til að nálgast upplýsingar um svo sjálfsagða hluti sem gömul helgikvæði af þeirri ástæðu einni að enginn hérlendur aðili hefur gefið þau út á aðgengilegu formi.

1 athugasemd

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þetta er frábær vefur Ragnar. Þakka þér fyrir að vekja athygli á honum.

03.02.08 @ 12:24