« Föðurhlutverk prestsinsMóðir Teresa frá Kalkútta »

27.04.08

  20:56:43, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 373 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Boðorð kirkjunnar

2041. Boðorð kirkjunnar eru sett í tengslum við siðferðilegt líf sem bundið er helgisiðalífi og nært af því. Skuldbindingar þessara laga sem gefin eru út af þjónustuvaldinu eru þess eðlis að þeim er ætlað að tryggja að lágmarki hinum trúuðu nauðsynlegan bænaranda og siðferðilega atorku til að vaxa í kærleika til Guðs og náungans: ………

………

2042. Fyrsta boðorðið ("Þú skalt hlýða heilagri messu á sunnudögum og lögskipuðum helgidögum og hvílast frá erfiðisvinnu") krefst þess að hinir trúuðu haldi daginn helgan þegar minnst er upprisu Drottins, sællar Maríu meyjar og dýrlinganna; fyrst og fremst með því að eiga þátt í að hafa um hönd evkaristíuna sem leiðir hið kristna samfélag saman, og hvílast frá þeim störfum og athöfnum sem gætu torveldað að þessi dagar séu haldnir helgir. [82] Annað boðorðið ("Þú skalt skrifta syndir þínar að minnsta kosti einu sinni á ári") tryggir undirbúning fyrir evkaristíuna með viðtöku iðrunarsakramentisins sem heldur áfram verki skírnarinnar um afturhvarf og fyrirgefningu. [83] Þriðja boðorðið ("Þú skalt meðtaka sakramenti evkaristíunnar að minnsta kosti um páskatímann") tryggir bergingu á líkama og blóði Drottins að minnsta kosti í tengslum við páskahátíðina, uppruna og miðju kristinna helgisiða. [84]

2043. Fjórða boðorðið ("Þú skalt halda föstu- og bindindisdaga sem kirkjan ákvarðar") tryggir tíma meinlætis og yfirbótar sem býr okkur undir messudagana og aðstoðar okkur við að hafa stjórn á eðlishvötum okkar og öðlast frelsi hjartans. [85] Fimmta boðorðið ("Þú skalt gjalda tillag til framfæris kirkjunni") þýðir að hinir trúuðu eru skyldugir að aðstoða við efnislegar þarfir kirkjunnar, hver samkvæmt sinni getu. [86]

______________________________

82. Sbr. CIC, grein 1246-1248; CCEO,
grein 880 § 3, 881 §§ 1, 2, 4.
83. Sbr. CIC, grein 989; CCEO, grein 719.
84. Sbr. CIC, grein 920; CCEO, grein 708; 881 § 3.
85. Sbr. CIC, grein 1249-1251; CCEO, grein 882.
86. Sbr. CIC, grein 222; CCEO, grein 25. Ennfremur geta
biskuparáðstefnur ákvarðað önnur kirkjuleg boðorð á sínum svæðum (sbr. CIC, grein 455).

______________________________

Hérna er að finna Tkk.
http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

No feedback yet