« Mikill lífsverndarsinni af reglu heil. Jósefs: Systir Lucille DurocherGetnaðarverjasamfélagið – eftir David Prentis »

19.03.07

  11:36:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 165 orð  
Flokkur: Bænalífið

Blessunarbæn heil. Jósefs – eftir heil. Jean Eudes

Í dag heiðrar kirkjan heilagan Jósef, brúðguma Maríu meyjar og verndara Kristskirkju og nafndýrling Jósefskirkju í Hafnarfirði. Því þessi bæn:

Blessað sé elskuríkt hjarta þitt, María, sökum allrar þeirrar ástúðar sem þú auðsýndir heilögum Jósef!

Blessað sé hið göfuglynda hjarta þitt að eilífu, heilagur Jósef, sökum allrar þeirrar elsku sem það bar í brjósti og mun bera til Jesú og Maríu að eilífu og fyrir alla þá umhyggju sem það bar fyrir þörfum Sonarins og Móðurinnar og vegna alls þess sársauka og angistar sem það leið vegna þjáninga þeirra og þeirrar fyrirlitningar og vanþakklætis sem þau máttu þola vegna vanþakklætis mannanna!

Heilagur Jósef, við berum hjörtu okkar fram fyrir þig. Fjötra þau við hjarta þitt og hjörtu þeirra Jesús og Maríu. Bið þau um að þessi sameining vari í sífellu og eilíflega.

No feedback yet