« Hverjir munu komast til stjarnanna?„Hin mörgu andlit Maríu“ - Sérfræðileiðsögn í Þjóðminjasafni »

14.12.06

  16:45:01, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 188 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Þrettándinn

Blessun heimila á þrettándanum

Kaþólska kirkjublaðið greinir í síðasta tölublaði frá blessun heimila í Landakotssókn á þrettándanum: „Í mörgum löndum þar sem kaþólskir menn eru meirihluti íbúa hefur lengi tíðkast að blessa hús og híbýli á þrettándanum.

Á dyrastafinn eru þá skrifaðir með krít bókstafirnir C + M + B og ártalið. Sumir héldu að þaðan væri verið að minnast vitringanna frá Austurlöndum en svo er ekki. Bókstafirnir eru stytting á latnesku orðunum 'Christus mansionem benedicat', sem þýða, Kristur blessi húsið.

Nú á dögum er oft notaður miði með áletruninni og límdur á dyrakarminn. Þessi áletrun getur minnt okkur á það allan ársins hring að fylgja leiðsögn Guðs eins og vitringarnir gerðu. Eins og undanfarin sjö ár verður heimsókn vitringanna þriggja í Landakotssókn laugardaginn 6. janúar. Yngri kórstúlkur Kristskirkju, sem vitringarnir þrír, heimsækja ásamt sr. Jürgen alla sem þess óska og biðja um leið um gjöf til styrktar bágstöddum og langveikum börnum á Íslandi.“

Kaþólska kirkjublaðið, nr. 12, 2006 bls. 14.

No feedback yet