« Hvað geta kirkjur gert til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi?Iðunn Angela: Nauðynlegt að kirkjan biðjist afsökunar »

28.06.11

  10:03:19, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 168 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Biskupinn biðst afsökunar og leggur drög að rannsóknarnefnd

Pétur biskup hefur beðið fórnarlömb kynferðisofbeldis afsökunar og lagt drög að rannsóknarnefnd. Þetta kemur fram á mbl.is. Kirkjan hefur sent frá sér tilkynningu þar sem eftirfarandi kemur fram:

„Til ráðgjafar í þessu erfiða máli hefur biskup kallað á Róbert R. Spanó lagaprófessor, en eins og kunnugt er, var hann í forsæti rannsóknarnefndar um sambærileg mál innan þjóðkirkjunnar.

Hefur þess verið farið á leit við Róbert að hann velji fulltrúa í rannsóknarnefndina og setji henni starfsreglur og markmið. Stefnt verði að því að ljúka undirbúningi að stofnun rannsóknarnefndarinnar sem fyrst þannig að hún geti hafið störf eigi síðar en 1. september nk.

Hún skuli skila biskupi skýrslu um störf sín en helstu niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndarinnar verði birtar opinberlega. Innanríkisráðherra verður tilkynnt um skipan nefndarinnar og honum kynntar starfsreglur hennar strax og þær liggja fyrir.

Að lokum vil ég, sem biskup kaþólsku kirkjunnar, feta í fótspor Benedikts páfa og biðja alla þá afsökunar og fyrirgefningar sem kunna að hafa orðið fyrir kynferðislegum brotum af hálfu presta eða starfsmanna kirkjunnar," [1]

[1] http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/28/rannsoknarnefnd_skipud/

4 athugasemdir

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Ég breytti fyrirsögninni á þessari færslu úr:

Biskupinn biðst afsökunar og skipar rannsóknarnefnd

í

Biskupinn biðst afsökunar og leggur drög að rannsóknarnefnd

og breytti orðalagi á samsvarandi hátt líka í færslunni þar sem það er ekki biskup sjálfur sem velur í nefndina heldur hefur hann falið Róbert Spanó það hlutverk.

28.06.11 @ 11:13
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Hér er afsökunarbeiðnin í heild sinni eins og hún birtist á visir.is:

Fréttatilkynning Kaþólsku kirkjunnar
28. 06. 2011

Biskup Kaþólsku kirkjunnar, Herra Peter Bürcher, hefur tekið þá ákvörðun að setja á fót óháða rannsóknarnefnd til að rannsaka þær ásakanir sem komið hafa fram um kynferðislegt ofbeldi og áreitni af hálfu vígðra þjóna kirkjunnar og starfsmanna stofnana kirkjunnar, þ. á m. starfsmanna Landakotsskóla fram til ársins 2005. Sérstaklega verði kappkostað að upplýsa um viðbrögð og starfshætti Kaþólsku kirkjunnar í tilefni af slíkum ásökunum. Þá setji nefndin fram tillögur að úrbótum sé þess þörf í ljósi niðurstaðna.

Til ráðgjafar í þessu erfiða máli hefur biskup kallað á Róbert R. Spanó lagaprófessor, en eins og kunnugt er, var hann í forsæti rannsóknarnefndar um sambærileg mál innan þjóðkirkjunnar. Hefur þess verið farið á leit við Róbert að hann velji fulltrúa í rannsóknarnefndina og setji henni starfsreglur og markmið. Stefnt verði að því að ljúka undirbúningi að stofnun rannsóknarnefnd- arinnar sem fyrst þannig að hún geti hafið störf eigi síðar en 1. september nk. Hún skuli skila biskupi skýrslu um störf sín en helstu niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndarinnar verði birtar opinberlega.

Innanríkisráðherra verður tilkynnt um skipan nefndarinnar og honum kynntar starfsreglur hennar strax og þær liggja fyrir.

Að lokum vil ég, sem biskup Kaþólsku kirkjunnar, feta í fótspor Benedikts páfa og biðja alla þá afsökunar og fyrirgefningar sem kunna að hafa orðið fyrir kynferðislegum brotum af hálfu presta eða starfsmanna kirkjunnar.


Virðingarfyllst,

Hr. Pétur Bürcher
Biskup Kaþólsku kirkjunnar

http://www.visir.is/katholska-rannsoknarskyrslan-ekki-birt-almenningi/article/2011110629010

28.06.11 @ 19:23
Carlos

Þótt mér finnist biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi bregðast betur við en biskup þjóðkirkjunnar í hliðstæðu máli, finnst mér eitthvað ódýrt að biðjast afsökunar á einhverju sem maður veit ekki um. Væri ekki nær að segja eitthvað á þessa leið:

Mér þykir óendanlega fyrir því að svona skuli komið, við bíðum þess sem rannsókn varpar ljósi á og munum að sjálfsögðu allt gera, sem við getum til að lina þjáningar og bæta tjón sem ég, samstarfsfólk mitt, lífs eða liðið höfum valdið. Að því loknu munum við biðja þá afsökunar.

29.06.11 @ 11:12
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið Carlos. Ég tók ekki eftir þessari athugasemd fyrr en núna. Afsakaðu langa bið eftir birtingu.

05.07.11 @ 20:59