« Hin nýju lög gegn fóstureyðingum í Suður DakotaAbba Makaríos og skrattinn »

08.03.06

  22:20:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 252 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Biðjum vér, góð systkin

Heilagt guðspjall Jesú Krists þann 9. mars er úr Matteusarguðspjalli 7. 7-12

Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða. Eða hver er sá maður meðal yðar, sem gefur syni sínum stein, er hann biður um brauð? Eða höggorm, þegar hann biður um fisk? Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá Faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir, sem biðja hann? Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir.

Biðjum vér, góð systkin
Biðjum vér, góð systkin, Guð Föður almáttkan, að hann hreinsi heiminn af öllum villum, taki sótt af sjúkum, en hungur frá soltnum, láti hann upp lúkast myrkvastofur og lausa þá, er bundnir eru, ljái hann heimkvomu útlendum, veiti hann góða höfn, þeim er á skipi fara, en heilsu sárum.
Nú skulum vér biðja fyrir villumönnum og þrætumönnum, að Guð og vor Dominus leiði af öllum villum og leiði þá til heilagrar og postullegrar kristni. [1]

[1]. Hómilíubók, bls 100-101

No feedback yet