« Hvað hefur þú gert í dag ástin mín?Guð hefur eitthvað sérstakt í huga fyrir hvert okkar »

14.03.06

  15:28:03, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 94 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Biðjið og yður mun gefast

Það er til saga um prest sem tók eftir konu sem sat ein í kirkjunni og bað til Jesú í guðslíkamahúsinu.

Klukkustund seinna, sá presturinn að hún var þar enn.

Önnur klukkustund til viðbótar leið og enn var hún þar í bæn.

Þegar þar var komið, gekk presturinn til konunnar og spurði hvort það væri eitthvað sem hann gæti gert fyrir hana.

„Nei, þakka þér fyrir, faðir“, svaraði hún.
„Ég hef fengið alla þá hjálp sem ég þarf á að halda frá Jesú.“

No feedback yet