« Guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú í kirkju nútímans (5)Fjölskyldan og stofnanauppeldið »

19.02.07

  09:39:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 498 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Benedikt páfi XVI áminnir okkur um „kristnu byltinguna“

VATÍKANIÐ, 18. febrúar 2007 (Zenit.org).– Hin „kristna bylting“ elskunnar er þess umkomin að uppræta illskuna með því að auðsýna góðvild í heiminum, segir Benedikt XVI.

Páfinn gaf út þessa yfirlýsingu í dag þegar hann ávarpaði mannfjöldann á Péturstorginu sem hirti ekki um óhagstætt veðrið til að hlíða á Englabænina. Í ávarpi sínu íhugaði hinn heilagi Faðir boðskap Jesús: „Elskið óvini yðar“ sem lesinn var í sunnudagsguðsþjónustunni.

„Hugmynd Krists er raunhæf vegna þess að hún tekur mið af því að of mikið ofbeldi er ríkjandi í heiminum, of mikið óréttlæti og ekki er unnt að breyta þessu ástandi nema með því að auðsýna meira elsku og góðvild,“ sagði páfi. „Þetta „meira“ kemur frá Guði.“

Það er miskunn Guð „sem varð hold í Jesú sem megnar ein að breyta jafnvæginu í heiminum úr illsku í góðvild með því að hefjast handa í þeim máttuga ‚heimi’ sem býr í mannshjartanu,“ bætti páfi við.

Röng túlkun

Páfi varpaði á það ljósi að kristin andstaða án ofbeldis fæli alls ekki í sér að láta undan gagnvart illskunni sem er rangtúlkun á orðunum „bjóðið fram hina kinnina.“

„Kristin andspyrna án ofbeldis“ snýst um það að bregðast við illskunni með góðvild og þannig að rjúfa hlekki framvindu óréttlætisins,“ sagði hann.

Þetta er nýjung hinnar „kristnu byltingar,“ elska sem ekki er unnt að rekja til mennskrar getu, heldur er náðargjöf Guðs,“ sagði hinn heilagi Faðir. Hana öðlumst við með því að treysta skilyrðislaust á miskunnarríka gæsku hans eina.“

Náungaelskan, „kjarni hinnar kristnu byltingar,“ grundvallast ekki á „herkænsku efnahagslífs, stjórnmála eða fjölmiðlavalds“ sagði páfi. Hjá kristnum mönnum felur andspyrna án ofbeldis ekki í sér taktísk viðbrögð heldur grundvallast hún á verund persónuleikans, afstöðu þess sem er sannfærður um elsku og almætti Guðs og óttast ekki að horfast í augu við illskuna með vopn elskunnar og sannleikans ein í höndum.“

Benedikt páfi XVI hélt áfram: „Í þessu felst nýbreytni Fagnaðarerindisins sem breytir heiminum hávaðalaust. Í þessu felst hetjuskapur „smælingjanna“ sem trúa á elsku Guðs og vinna að útbreiðslu hennar jafnvel með því að leggja lífið í sölurnar.“

Hinn heilagi Faðir lauk ávarpi sínu með því að hvetja til sífellt djúpstæðara afturhvarfs „til Kristselskunnar“ og leyfa henni „að sigra án þess að standa í vegi fyrir þessari elsku, að læra að elska eins og hann elskaði okkur, að vera miskunnsamur eins og okkar himneski Faðir er miskunnsamur.“

Hann sagði: „Ég vona að föstutíminn sem hefst á miðvikudag verði ávaxtaríkur tími til að bera Fagnaðarerindi elskunnar vitni.“

ZE07021804

No feedback yet