« Í skriftir í fyrsta sinn3. sunnudagur í föstu, textaröð A »

25.02.08

  19:32:27, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 464 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Benedikt frá Núrsía

Kafli úr trúfræðslubókinni LEGG ÞÚ Á DJÚPIÐ.

Benedikt er kallaður faðir klaustranna á Vesturlöndum. Ekki af því að hann hafi verið fyrsti munkurinn þar, heldur af því að hann skipulagði klausturlífið með reglum þeim er hann samdi. Fyrir hans atbeina urðu klaustrin stöðugt atkvæðameiri í kirkjulífinu.

Benedikt fæddist í Núrsía kringum 480. Hann var sendur til náms í Róm, en honum fannst Drottinn kalla sig til að verða munkur. Hann yfirgaf allt - vini sína, fjölskyldu og nám. Síðan settist hann að á eyðistað, Subiaco, milli ………

……… Rómar og Napoli. Þar bjó hann sem einbúi í þrjú ár og bað Guð að sýna sé, hvað hann ætti að gera út lífi sínu.

Nálægt Subiaco bjuggu aðrir munkar. Þeir leituðu samfélags við Benedikt. Uppi á Cassino-fjalli, skammt frá Subiaco, var gamalt Apollósmusteri. Munkarnir fluttust þangað og breyttu gamla, heiðna musterinu í kapellu og klaustur.

Benedikt boðaði fólki í nágrenni við klaustrið fagnaðartíðindin og margir snerust til kristinnar trúar. Hann bjó í klaustrinu á Cassíno-fjalli þangað til hann dó, árið 542. Fjöldi munka hafði tekið sé bólfestu í klaustrinu. Nauðsynlegt var að hafa þar einhverjar reglur svo að samfélagið gæti starfað. Og Benedikt samdi klausturreglur. Á þeim byggjast reglur margra klaustursamfélaga enn í dag.

Regla Benedikts
tók fjölskyldulífið sér til fyrirmyndar. Munkarnir völdu sé ábóta sem átti að vera "faðir" í klaustrinu. Kjarninn í klausturreglunum var samfélag munkanna. Þeir lofuðu að lifa í fátækt, hlýðni og skírlífi og auk þess lofuðu þeir að vera alla ævina í því klaustri sem þeir höfðu gengið í. Það styrkti samfélag munkanna. Þeir urðu að vera klaustri sínu trúir og máttu ekki yfirgefa það þótt eitthvað bjátaði á. Þeir máttu ekki heldur flytjast í önnur klaustur, þótt þeir héldu að þau væru fullkomnari en þeirra var. Þeir máttu því aðeins fara til annars klausturs að ábótinn sendi þá. Benedikt samdi einnig reglur fyrir daglegt líf munkanna. Kjörorð hans var: "Ora et labor!" (Biðjið og vinnið). "Orðin sem við mælum eiga að vera í samræmi við það sem í hjartanu býr." þess vegna eiga allir munkar að vinna eitthvert starf í klaustrinu, til gagns fyrir alla. Deginum er skipt milli bæna, náms og líkamlegrar vinnu.

Regla Benedikts og hugsjón breiddust út frá Cassíno-fjalli um alla Evrópu. Benediktsmunkar stunduðu landbúnað, fyrst og fremst sér til framfæris, og klaustrin urðu brátt öðrum til fyrirmyndar í landbúnaði. Klaustrin í Cassino-fjalli og í Subiaco eru ennþá til.

No feedback yet