« Benedikt páfi XVI: Úr Sacramentum caritatis | Um þöggun » |
Þögn heilags Jósefs má rekja til þagnar íhugunar hans á leyndardómum Guðs í fullkomnum fúsleika andspænis vilja Guðs. Með öðrum orðum er þögn heilags Jósefs ekki ummerki innri tómleika heldur þvert á móti fyllingar þeirrar trúar sem hann ber í hjarta sínu og stjórnar öllum hugsunum hans og verkum. Þetta er þögn sem gerir Jósef ásamt Maríu kleift að hlýða Orði Guðs sem kunngert er í heilögum Ritningum og sem blasir við þeim í öllum atvikum í lífi Jesú. Þetta er þögn sem rekja má til óaflátanlegrar bænar, blessunarbænum til handa Drottni, tilbeiðslu á heilögum vilja hans og fullkomnu trausti á fyrirhugun hans.
Við skulum láta það eftir okkur að „smitast“ af þögn heilags Jósefs. Við þörfnumst slíks svo átakanlega í heimi sem iðulega er allt of hávær og ófús til að hlusta af athygli á raust Guðs. Á þessum tíma þegar við undirbúum okkur fyrir jólin skulum við leggja rækt við innri einbeitingu svo að við getum fagnað Jesú í lífi okkar.
Þessi hugleiðing Benedikts páfa fylgdi guðspjalli dagsins fyrir 18. desember s. l.