« Indland: Kristnir menn neyddir til að gerast hindúarIndland: Ofbeldið gegn kristnum heldur áfram og breiðist út »

18.09.08

  18:11:39, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 131 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Benedikt XVI páfi: Trúin tryggir frelsi og sjálfstæði

Asianews.it - Páfagarði. „Sannur aðskilnaður kirkju og ríkis felur ekki í sér að trúnni sé hafnað heldur það að trúin verður trygging frelsis okkar og sjálfstæðis í veraldlegum málum.“ Þetta sagði Benedikt páfi XVI í Páfagarði eftir heimsókn sína til Lourdes í Frakklandi og bætti við að fyrst Jesús segði að gefa ætti keisaranum myntina með mynd keisarans að þá ættu fingraför herra lífsins að finnast á hjarta mannsins.

Hann talaði hlýlega um Frakkland þar sem menningarleg þróun hefði verið nátengd kirkjunni allt frá 2. öld. „Og það er athyglisvert að í þessu umhverfi kom fram þörfin fyrir heilbrigðan aðskilnað stjórnmála og trúarlegra mála.“ [Tengill]

2 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Biskuparáðstefna Norðurlandanna hélt haustfund sínn einmitt í Lourdes þetta árið og saung messu ásamt páfa við hellinn.

19.09.08 @ 06:50
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir þessa viðbót við fréttina Jón og innlitið.

21.09.08 @ 20:15