« „Fagur er söngur í himnahöll“Keltnesk bæn »

04.07.10

  06:28:18, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 113 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Benedikt páfi: „Efnahagslífið ætti að taka tillit til almannaheilla“

Úr Kaþólska kirkjublaðinu. Nýlega sagði hinn heilagi faðir í ávarpi: „Efnahagshrun heimsins hefur sýnt fram á hversu brothætt núverandi efnahagskerfi er og þær stofnanir sem því tengjast. Í stað þess að tengjast framleiðslu og neyslu samkvæmt þröngt skilgreindum mannlegum þörfum ætti efnahagslífið að draga dám af mannlegri ábyrgð og innviðir þess ættu að stuðla að virðingu mannsins, almannaheill og raunverulegri þróun, á sviði stjórnmála, menningar og andlegra málefna - hjá einstaklingum, fjölskyldum og samfélagi.“

Og hann hélt áfram: „Í umburðarbréfi mínu, „Caritas in Veritatae“ sagði ég þetta: „Núverandi kreppa krefst þess af okkur að við endurskipuleggjum ferðalag okkar, setjum okkur nýjar reglur og komum nýrri skipan á skuldbindingar okkar.“

Kaþólska kirkjublaðið, 20. árg. 6.-8. tbl. bls. 3.

No feedback yet