« Bæn við upptöku Jóhannesar Páls páfa II í tölu blessaðraNýtt hús Teresusystra vígt og tekið í notkun »

09.04.11

  17:01:14, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 175 orð  
Flokkur: Páfinn, Hjónabandssakramentið

Benedikt páfi: Varlega verði farið við ógildingu hjónabanda

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að Benedikt páfi XVI. hvetji til þess að varlega verði farið við ógildingu hjónabanda. Jafnframt hvetji hann til aukinnar varkárni við veitingu hjónabandssakramentisins. Þessum orðum beindi hann til dómara við kirkjudómstól hjúskaparmála.

„Oft er stofnað til hjónabanda án þess að nauðsynleg skilyrði séu uppfyllt. En hitt á einnig við að hjónaböndum sé slitið þó öllum kröfum hafi verið fullnægt ... Bæði flýtihjónabönd og þau hjónabönd sem slitið er með hraði bera vott um vanrækslu kirkjunnar.“

Við undirbúning hjónabandsins skiptir ekki mestu máli að þvinga einhverri hugmyndafræði upp á hjónaefnin. Þá er hjónabandið að sögn páfa, ekki menningarlegt form sem neytt er upp á fólk.

„Hjónaefnin eiga að vita að hjónabandið er til þess að þau þekki sannleikann. Þessi sannleikur vísar til náttúrunnar, því hjónabandið er hluti af náttúrunni. Hjónabandið felur einnig í sér skuldbindingu tveggja einstaklinga sem felst í sambandi karls og konu ... Aðeins er til eitt hjónaband, nefnilega milli karls og konu. Það er staðfest í lögunum og í þessu felst verund hjónabandsins“

Úr Kaþólska kirkjublaðinu, 21. árg. 3. tbl. mars 2011 bls. 4

No feedback yet